Að tölvuvæða nýja fasteign.


Höfundur
Geir26
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 02:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Geir26 » Sun 01. Júl 2018 19:20

Góða kvöldið kæru vaktar.

Ég ákvað að athuga hvort ég gæti fengið hjálp við nokkrar spurningar varðandi fasteignina sem ég var að fjárfesta í. Ég tel að þetta sé sá staður sem ég gæti fengið sem bestu upplýsingar varðandi að tölvuvæða nýja fasteign , eftir að hafa verið observer hér í hátt í 15 ár.

Mál eru með vexti að ég og kærastan vorum að kaupa okkur lítið endaraðhús sem er ekki ennþá kominn með ljósleiðara, en ljósleiðarinn áætlar að vera búin með hverfið fyrir lok árs 2018.

1. Þar sem við erum að fara rífa gamla parketið af og setja nýtt parket , væri ekki kjörið að reyna að koma cat5 snúrum fyrir undir parketinu ? einnig þegar það er verið að koma ljósleiðaraboxi inn í hús fær maður að ráða hvar það er staðsett ?

2. Af gömlum vana þá vill ég hafa tölvu tengda við sjónvarpið í stofunni. Þar sem það er ekki í boði núna varðandi útlit á stofunni að vera með tölvu í mid-tower stærð þá hef ég verið að skoða Intel nuc tölvurnar. Sjónvarpstölvan verður ekki notuð til leikjaspilurnar aðeins til að horfa á myndir og stream í 4k.
Þar sem ég er orðinn hálfgerð risaeðla varðandi performance tölva í dag þá spyr ég er þessi nægilega góð fyrir þetta verkefni ? Eða ætti ég að fara í i5?

https://www.computer.is/is/product/tolv ... -ssd-win10

3. Að auki mun ég vilja hafa Android tv tengt við sjónvarpið sem er í svefnherberginu svo ég geti nýtt mér að horfa á NFL Game Pass og þess háttar.
Er þetta tv-box kjörið fyrir það?

https://www.gearbest.com/tv-box/pp_1592 ... oodsDetail

Ég vissi ekki hvar þessi þráður ætti heima svo það má endilega færa hann á réttan stað ef hann er á þvælingi.

Fyrirfram þakkir.Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2740
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 248
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf hagur » Sun 01. Júl 2018 20:36

Já myndi fræsa í gólfið og setja rör sem auðvelt er að draga í.

Ég hef tvisvar fengið ljósleiðara, þar sem ég bjó aður og í nuverandi húsi og í báðum tilfellum fékk ég að ráða hvar boxið var sett upp. Þeir eru slyngir að koma leiðaranum fyrir, það má draga hann með rafmagni og því oftast hægt að finna lagnaleiðir þangað sem maður vill hafa telsey boxið.
Höfundur
Geir26
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 02:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Geir26 » Sun 01. Júl 2018 21:05

Glæsilegt og takk fyrir upplýsingarnar.

Þá er það bara að finna út ákjósanlegan stað fyrir telsey boxið og í hvaða herbergi maður vill leggja rör í .Skjámynd

russi
Gúrú
Póstar: 530
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 114
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf russi » Mán 02. Júl 2018 00:28

Varðandi Android-tölvu, þá færi ég í Beelink. Hef sjálfur góða reynslu af þeim og fjölmargir aðrir.
Veit svo sem ekki mikið um þessa sem þú linkaðir og er hún örugglega fín, en það er allavega góð reynsla af Beelink.

Beelink GT1 er góð, er reyndar ársgömul og ef það styttist örugglega í næstu kynslóð af henni, er jafnvel kominn án þessi að ég viti af því.
https://www.gearbest.com/tv-box-mini-pc ... id=1433363

Varðandi sjónvarpstölvu, þá ertu auðvitað með möguleika að hafa bara andriod-box(eða AppleTV 4K, keyrir plex server á bakvið eða nota Infuse í AppleTv4) þar og tölvuna á góðum stað í felum sem headless-server ef þetta snýst um að horfa á efni sem er geymt á henni.
Svo ertu auðvitað líka með séns á að vera með HDMI-Breytu á henni sem keyrir á Cat (Mæli með 2 köplum, sumar breytur koma þannig, svo er auðvitað Cat6 líka sterkur kostur í því)Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2058
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 164
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf DJOli » Mán 02. Júl 2018 01:04

Var að vinna í húsi sem var einmitt verið að taka í gegn 2015. Þar lagði ég til við yfirmanninn (rafvirkjameistara) að leggja cat 5e í hvert herbergi upp á framtíðarvæðingu. Hugsa að núverandi íbúar, eða þeir næstu þeim á eftir muni þakka fyrir þá viðbót einhverntíma...eða ekki...

Málið er að það er þægilegara að klára þetta samhliða rafmagnslögnunum, heldur en að hugsa eftirá "Æi ég hefði kannski átt að leggja netlagnir".Skjámynd

Benzmann
/dev/null
Póstar: 1496
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 30
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Benzmann » Mán 02. Júl 2018 10:46

hagur skrifaði:Já myndi fræsa í gólfið og setja rör sem auðvelt er að draga í.

Ég hef tvisvar fengið ljósleiðara, þar sem ég bjó aður og í nuverandi húsi og í báðum tilfellum fékk ég að ráða hvar boxið var sett upp. Þeir eru slyngir að koma leiðaranum fyrir, það má draga hann með rafmagni og því oftast hægt að finna lagnaleiðir þangað sem maður vill hafa telsey boxið.


Sammála, víst þú ert að taka allt gólfefni í burtu, þá myndi ég fræsa fyrir röri, og leggja Cat6 í flest herbergi.


CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus Turbo GTX1080 Ti 11GB | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM750x 750W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 5827
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 297
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf worghal » Mán 02. Júl 2018 11:16

líka hægt að nota leiðslurnar fyrir loftnets tengin og draga net kapla í það


CPU: Intel Core i5 4690K @ 4.6Ghz MB: Asus ROG Gene VII GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance Pro 4x4gb 2400Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL


Hizzman
Gúrú
Póstar: 516
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Hizzman » Mán 02. Júl 2018 12:44

já, það dáldið ves að fræsa. etv er mögulegt að draga cat5 í loftnetsrör eða jafnvel ljósleiðara með raflögn
Tbot
1+1=10
Póstar: 1172
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 207
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Tbot » Mán 02. Júl 2018 14:55

Fyrsta spurningin og aðalspurningin er hvað ætlar þú að vera lengi í þessari fasteign.
Svarið hér ræður eigilega öllu um hvað er best.

Ef þetta er framtíðareign - 10+ ár. Þá er ekki spurning um að fræsa fyrir rörum og reyna að gera þetta sem best, veit að fræsing er hellings vinna og ansi mikið ryk.

Ekki gleyma að hugsa út í byrjun hvar ætlar þú að vera með switchinn og ljósleiðaraboxið, vinna síðan út frá því.
Í dag er oftast lítið mál að draga ljósleiðarann með raflögnum.

Það er ekki alltaf hægt að notast við loftsnetsrörin. Fer eftir því hvernig loftsnetskerfið er sett upp. Er hver með sina greiðu eða er gegnumgangur á milli íbúða.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3349
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 280
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf urban » Mán 02. Júl 2018 15:52

Tbot skrifaði:Fyrsta spurningin og aðalspurningin er hvað ætlar þú að vera lengi í þessari fasteign.
Svarið hér ræður eigilega öllu um hvað er best.

Ef þetta er framtíðareign - 10+ ár. Þá er ekki spurning um að fræsa fyrir rörum og reyna að gera þetta sem best, veit að fræsing er hellings vinna og ansi mikið ryk.


Ef að hann er að taka gólfefnin af þá er það nú strax minni vinna við þetta, þar sem að þá gerir maður jú ráð fyrir því að íbúðin sé tóm :)

En annars verð ég að vera ósammála því að það skipti máli hvað menn ætli að vera lengi eða ekki.

Ef að menn eru stutt í íbúðinni, þá er hún mun sölulegri eftir að þetta er komið og menn eru sáttir í íbúðinni.
Jújú ef að menn ætla sér bara að vera þar í örfáa mánuði þá myndfi ég hugsanlega sleppa því.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 508
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf roadwarrior » Mán 02. Júl 2018 18:01

Svo er líka hægt að setja gólflistarennur. Hægt að bæta þá við tenglum, leggja tölvulagnir/ljósleiðara og fl í svoleiðis rennu.
Setti svona í íbúðina sem ég verslaði mér. Fyrrverandi eignadi hafði verið nýbúinn að skifta um parket og hafði ekki sett parketlista þannig að það var lítið mál að koma rennunum fyrir
https://www.ronning.is/g%C3%B3lflistare ... &orderBy=0Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3513
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 568
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Klemmi » Mán 02. Júl 2018 22:49

Ef þú ert ekki að hugsa upp á að geta dregið eitthvað annað en CAT6 þarna seinna meir, þá myndi ég athuga hvort að þú komir ekki kaplinum bara fyrir aftan/undir gólflistann, jafn vel hafa það í huga þegar þú velur gólflistann.

Talsvert minna mál en að fræsa í gólf og leggja rör, en auðvitað meira vesen ef þú vilt seinna draga eitthvað annað.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


Höfundur
Geir26
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 02:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Geir26 » Mán 02. Júl 2018 23:39

Takk kærlega fyrir svörin.

Ég mun hiklaust skoða Beelink GT1 þar sem ég hef aldrei áður notast við Android Tv box þá er ég er renna frekar blint í sjóinn , þakka þér russi fyrir að koma með þessa tillögu. Hins vegar varðandi að setja upp Plex eða þess háttar þá er gamall vani að vera með tölvu tengda við sjónvarpið finnst það persónulega þægilegra þó að hitt sé mjög notendavænt.

Road warrior þessar gólflistarennur eru frekar sniðugar og það er spurning hvort maður geti notast við þær. Eina varðandi gólflistarennurnar er að ég mun ekki ná að fara með þær niður 2 tröppur niður í stofu.

Varðandi hvort þetta sé framtíðareign þá tel ég að öllum líkindum að við kærastan sem erum barnlaus eins og það eru 3 svefnherbergi í húsinu svo að svo stöddu mun ég reyna að gera fasteignina eins þægilega fyrir okkur að auðið er.

Varðandi staðsetningu á telsey boxi og switch er einmitt það sem ég er að reyna ákveða mig með.

Hér er teikning af af fasteiginni. Með smá lélegu Macbook preview kroti.
F-Setup..jpg
F-Setup..jpg (415.97 KiB) Skoðað 2805 sinnum


Þar sem má sjá að hvar ég hafði hugsað mér að setja sjónvarp í stofu + tölvu sem ég vill helst hafa tengda með cat og þau herbergi sem ég vill ná að draga eða fræsa cat kapla í.Skjámynd

DoofuZ
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf DoofuZ » Þri 03. Júl 2018 13:27

Þar sem þú vilt hafa tölvu tengda við sjónvarpið en það er ekki í boði að hafa turn í stofunni og svefnherbergið er bara hinum megin við vegginn þá gætiru gert gat neðarlega á vegnum og haft svo bara tölvu í svefnherberginu og hún gæti þá verið tengd við sjónvarpið inní svefnherberginu líka. Ég er sjálfur með það þannig hjá mér, mjög þægilegt, svo er maður bara með þráðlaust lyklaborð og mús og þá skiptir litlu máli hvoru megin við vegginn maður er :)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Kristján Gerhard
spjallið.is
Póstar: 491
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 03. Júl 2018 13:39

Geir26 skrifaði:Takk kærlega fyrir svörin.

...

Varðandi staðsetningu á telsey boxi og switch er einmitt það sem ég er að reyna ákveða mig með.

...


Ef það er geymsla eða bílskúr þá skaltu ekki hika við að staðsetja endabúnaðinn þar. Ég hef tvisvar verið viðtakandi fyrstu tengingar og í fyrra skiptið lét ég setja ljósbreytuna í geymslu í sameign þar sem einföld lagnaleið fyrir innanhúslagnir var til staðar. Í seinna skiptið var það í einbýli og þá lét eg staðsetja ljósbreyturnar centralt í kjallara hússins þar sem að ég staðsetti svo millitengiskáp.

Ekki reikna með að vera með endabúnað, beini, sviss eða þvíumlíkt í lifirýminu.

K.Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3513
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 568
Staða: Ótengdur

Re: Að tölvuvæða nýja fasteign.

Pósturaf Klemmi » Þri 03. Júl 2018 16:12

Kristján Gerhard skrifaði:[
Ekki reikna með að vera með endabúnað, beini, sviss eða þvíumlíkt í lifirýminu.


Tek undir með þessu.

Ég keypti íbúð í fyrra, þar sem fyrri eigandi hafði látið saga af gólflista til að koma ljósleiðaraboxi fyrir hjá sjónvarpinu.

Hins vegar fannst mér þetta afleitur staður fyrir sjónvarp og setti það á annan vegg, en eftir stóð ljósleiðarabox þá gott sem út á miðju gólfi, með ljótu bili í gólflista.
Endaði á að skipta yfir til Mílu í stað Gagnaveitunar, þar sem þannig gat ég fengið tilfærsluna á boxinu frítt þar sem Míla var að setja sitt box upp í fyrsta skipti, en eftir stendur ljótt gat í gólflistanum sem ég setti skáp fyrir til að fela.

Þannig... láttu frekar setja þennan búnað þar sem einfaldast er að koma köplum í önnur rými hússins :)


www.laptop.is
www.ferdaleit.is