Síða 1 af 1

Hljóðlátt powersupply

Sent: Mán 29. Jan 2018 11:09
af Hauxon
Aflgajfinn í tölvunni minni dó núna um helgina og ég neyðist því til að kaupa annann. Ég ætla að reyna að fá mér hljóðlátan spennugjafa og eiginlega búinn að ákveða að kaupa Corsir RM650X en hef verið að lesa að Corsair RM serían væri ekki nógu vönduð.

T.d. hér: http://www.overclock.net/forum/31-power-supplies/1455892-why-you-might-not-want-buy-corsair-rm-psu.html

Þeir sem tejla sig hafa eitthvað vit á þessu, hvað mynduð þið mæla með?

Tölvan sem ég er með er Ryzen 1800X + H100i + RX 480 + nokkrir HD. Vil eiga möguleika á að skipta skjákortinu út fyrir orkufrekara kort. Þ.a. ég er að spá í 650-750 W aflgajfa. Vil helst ekki eyða mikið meira 20þ.

Kannski óþarfa vangaveltur?

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mán 29. Jan 2018 11:50
af Njall_L
Ég get ekki mælt nægilega mikið með Seasonic Prime aflgjöfunum, mjög vandaðir og í hópi þeirra örfáu sem hafa fengið 10 í einkunn hjá JonnyGuru
http://www.jonnyguru.com/modules.php?na ... 6&reid=487

Ég er með 850W 80+ Platinum og viftuna stillta á Hybrid mode og hún snýst aldrei í gang.

Tölvutek fór að bjóða þessa á mjög fínu verði miðað við að panta erlendis frá og með ábyrgðinni frá framleiðanda. Vissulega dýrari en budgetið sem þú hafðir áætlað en þetta eru svo sannarlega mjög góð kaup sem mun endast næstu árin.
https://tolvutek.is/leita/Prime

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mán 29. Jan 2018 13:25
af Hauxon
Njall_L skrifaði:Ég get ekki mælt nægilega mikið með Seasonic Prime aflgjöfunum, mjög vandaðir og í hópi þeirra örfáu sem hafa fengið 10 í einkunn hjá JonnyGuru
http://www.jonnyguru.com/modules.php?na ... 6&reid=487

Ég er með 850W 80+ Platinum og viftuna stillta á Hybrid mode og hún snýst aldrei í gang.

Tölvutek fór að bjóða þessa á mjög fínu verði miðað við að panta erlendis frá og með ábyrgðinni frá framleiðanda. Vissulega dýrari en budgetið sem þú hafðir áætlað en þetta eru svo sannarlega mjög góð kaup sem mun endast næstu árin.
https://tolvutek.is/leita/Prime


Takk fyrir svarið en þarna er ég kominn töluvert yfir 30þ.

Ég er nú farinn að hallast að því að það sé ekki neitt að RM660x...

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mán 29. Jan 2018 14:35
af blitz
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... _gold.html

Komið heim á ~19.000 með öllum gjöldum.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mán 29. Jan 2018 17:31
af MuGGz
Ég er með RM750x og gæti ekki verið sáttari, hef aldrei heyrt viftuna í honum fara í gang og þar með alveg silent

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mán 29. Jan 2018 18:08
af jonsig
Hauxon skrifaði:
Njall_L skrifaði:Ég get ekki mælt nægilega mikið með Seasonic Prime aflgjöfunum, mjög vandaðir og í hópi þeirra örfáu sem hafa fengið 10 í einkunn hjá JonnyGuru
http://www.jonnyguru.com/modules.php?na ... 6&reid=487

Ég er með 850W 80+ Platinum og viftuna stillta á Hybrid mode og hún snýst aldrei í gang.

Tölvutek fór að bjóða þessa á mjög fínu verði miðað við að panta erlendis frá og með ábyrgðinni frá framleiðanda. Vissulega dýrari en budgetið sem þú hafðir áætlað en þetta eru svo sannarlega mjög góð kaup sem mun endast næstu árin.
https://tolvutek.is/leita/Prime


Takk fyrir svarið en þarna er ég kominn töluvert yfir 30þ.

Ég er nú farinn að hallast að því að það sé ekki neitt að RM660x...



750W seasonic focus gold er á 20k uþb slétt. Þú færð ekkert hljóðlátara fyrir peninginn nema kannski Dark power pro,, en hann kostar sitt.
Ég veit annars ekki hvaða monster tölvu þú teljir þig hafa en hún ætti að vera að éta rétt um 400W max.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mán 29. Jan 2018 19:58
af russi
Fékk mér þennan fyir 10 dögum. Hann er í budgetinu þínu og get ekki sagt að ég heyri í honum. Heyri fyrst og fremst í diskunum á vélinni sem ég er með(Nas-vél)

https://tolvutek.is/vara/seasonic-focus ... ara-abyrgd

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 00:51
af Hauxon
Ég keypti bara RM650X (á 17.990) eftir að hafa skoðað málið betur. Var að setja það í og jú nú er mesti "hávaðinn" í viftunum á H100i kælingunni.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 00:59
af Nariur
Þú getur sofið rólegur með það val. RM og RMx seríurnar eru ekkert skyldar og greinin sem þú linkaðir er um gömlu RM seríuna. RMx serían er top notch.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 01:19
af kiddi
Er búinn að keyra á 2x RM850 í tæp 4 ár núna í tveim vélum og hæstánægður, silent og fínir. Þú gætir lækkað aðeins hávaðann í H100i með því að skipta Corsair viftunum út fyrir Noctua viftur, sem fást í Tölvutek og Tölvutækni.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 18:48
af jonsig
Þeir notuðu seasonic til að byggja upp reppið, hef ekki hugmynd hver framleiðir fyrir þá í dag. Ekki sérlega traustvekjandi, þó þeir geti skákað flottum speccum.

Ég skoða corsair review á hardOCP þar sem jhonny guru vinnur fyrir corsair í dag. https://www.hardocp.com/article/2013/11 ... y_review/9

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 19:01
af jonsig
=D> Úff .. spara sér 2 þúsund krónur og lenda í "Scattered around this PCB and surrounding area we find capacitors from Taicon and Ltec. " Vonandi búið að bæta úr þessu, en ekki búast við því.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 19:03
af Cascade
Eg er með Corsair AX760 og viftan fer aldrei i gang hjá mer, sem var einmitt ástæðan fyrir að ég keypti það

Svo eg er hæst anægður með það

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 19:11
af Nariur
jonsig skrifaði:Þeir notuðu seasonic til að byggja upp reppið, hef ekki hugmynd hver framleiðir fyrir þá í dag. Ekki sérlega traustvekjandi, þó þeir geti skákað flottum speccum.

Ég skoða corsair review á hardOCP þar sem jhonny guru vinnur fyrir corsair í dag. https://www.hardocp.com/article/2013/11 ... y_review/9


Nariur skrifaði: RM og RMx seríurnar eru ekkert skyldar...

RMx serían fær raving review á johnnyguru.com, Jhonny sjálfur vinnur, já, hjá Corsair, en hann er líka löngu hættur að gera reviewin sjálfur.
Hér er review frá öðrum aðila. https://www.kitguru.net/components/powe ... -review/7/

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 19:24
af jonsig
Í meðal dýru psu viltu ekki sjá Taicon , Ltec þétta..

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 20:27
af beatmaster
Ég var lengi með 850W Cooler Master Silent Pro M aflgjafa sem var alveg frábær, eru þeir ekkert í þessum hlutum í dag?

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Þri 30. Jan 2018 23:57
af Nariur
jonsig skrifaði:Í meðal dýru psu viltu ekki sjá Taicon , Ltec þétta..

Það eru bara japanskir þéttar í RMx. Þú ert að tala um RM. Ekki sami hluturinn.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mið 31. Jan 2018 12:42
af jonsig
já sæll, bættu þeir við X í endan hehe.

Re: Hljóðlátt powersupply

Sent: Mið 31. Jan 2018 13:43
af Hauxon
X actly!