Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3550
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Tengdur

Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Pósturaf appel » Sun 14. Jan 2018 01:55

Þannig að góður maður ákvað að endurgjalda mér greiða og gefa mér gjafabréf í tölvutækni fyrir 50 þús!
Ég ákvað að fara á stúfana og átta mig á því hvað ég átti að gera við þetta, var ekki auðveld ákvörðun.

Gamla vélin mín var orðin að ganga í 8 ár, og sumir componentar að nálgast 11 árin.
Þrusuvél, á sínum tíma, og stóð vaktina sína vel. Nýjir eigendur eru án efa sáttir við kaupin.
En árin tikka og kröfurnar sem ég hef núna eru aðrar en fyrir 8 eða 11 árum síðan.

Ég ákvað fyrst að reyna framlengja líftímann um kannski 2 ár. SSD diskurinn orðinn ónýtur.
Keypti m.2 drif, expansion kort, og var voða bjartsýnn að það gengi upp, gæti bara fengið speed bost með m2 drifi. En það gekk ekki upp. En "who am i fooling?", það var kominn tími á uppfærslu. Það var of margt komið á tíma að ég hefði líklega eytt meiru í að viðhalda frekar en að endurnýja.
Plan A klikkaði, plan B var að uppfæra allt (og nota m.2 drifið í nýju).


Þetta valdi ég:

Samsung 960 EVO M.2 250GB Solid-State SSD
https://tolvutaekni.is/collections/hard ... -state-ssd
18.900 kr

Arctic Cooling Freezer 33 eSports fyrir 2066, 1151 & AM4(Ryzen)
https://tolvutaekni.is/collections/kael ... 1-am4ryzen
8.990 kr

Corsair RM650x, kraftmikill 650W modular aflgjafi, 80+ Gold
https://tolvutaekni.is/collections/aflg ... fi-80-gold
17.900 kr


Keypti þetta notað hér á vaktinni

Gigabyte Z270-HD3P, LGA1151 Kaby Lake, 4xDDR4, M.2 & SATA Express
https://tolvutaekni.is/collections/modu ... ata-expres
Windows 10 fylgdi óvart með :)

Intel Core i5-7600K 3.8GHz, LGA1151 Kaby Lake, Quad-Core
https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... -quad-core

Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 2400MHz, CL15, Vengeance LPX
Ekki selt lengur.

Fékk þetta sett á 35.000


Tölvulistinn

Corsair Carbide 400Q Quiet svartur
https://www.tl.is/product/carbide-400q-quiet-svartur
Fékk afslátt 19.996 í stað 24.995Samtals 100.786

Mínus 50 þús vegna gjafabréfsins
Mínus 25 þús fyrir gömlu tölvuna sem ég seldi

Samtals greiddi ég úr eigin vasa 25.786 fyrir herlegheitin, sem eru einsog 5 dominos pizzur.


Þetta elska ég við PC tölvur, hvernig maður getur púslað hlutunum saman og gert svona góð kaup hér og þar.


*-*

Skjámynd

Dropi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 337
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 80
Staða: Ótengdur

Re: Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Pósturaf Dropi » Sun 14. Jan 2018 03:10

appel skrifaði:Þetta elska ég við PC tölvur, hvernig maður getur púslað hlutunum saman og gert svona góð kaup hér og þar.


Sammála :happy til hamingju með góð kaup!


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Xeon E3 1270 v2 - 16GB DRR3@2000 - GB Z77X-UD3H - STRIX RX480 8GB OC


Raskolnikov
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Pósturaf Raskolnikov » Sun 14. Jan 2018 04:22

Gaman að lesa þetta, er einmitt að uppfæra 8 ára gamlan turn as we speak:

Fékk vin til að versla CPU/Mobo í BNA (newegg sending á hótel):

i7-8700K 40.560 kr. (390$)
GIGABYTE Z370 AORUS Gaming 5 20.800 kr. (200$)

Ætlaði upphaflega í Ryzen, en freistaðist í Intel eftir að hafa lesið að þeir væru talsvert betri fyrir leiki, þó að ég spili enga leiki. Fékk svo bömmer fyrir að styðja ekki AMD af prinsippástæðum.

Nýtti mér svo eins og þú útsöluna hjá TL fyrir kassa: Corsair 270r https://www.tl.is/product/carbide-270r-turn-m-glugga 13.297 kr.
Samkvæmt internetinu þá flokkast þessi kassi undir "budget 50-60$ case". Fullt verð á þessum kassa hjá TL er 19.000 kr. Áfram Ísland.

Keypti svo Noctua DH-NH15 kælingu á 16.900 kr. hjá Tölvutek. Einfaldlega of mikið praise á þessa kælingu til að spara 5.000 kr. og fara í ódýrari. Verður spennandi að sjá hvort að þessi 165mm kæling muni passa í kassann, sem gefur 170mm hámark fyrir kælingu.

Keypti svo Geforce 1060 GTX 3GB MSI Gaming X hjá att á 35.000 kr. Skammast mín fyrir að hafa þetta skjákort með örgjörvanum, en týmdi einfaldlega ekki 6GB. Djöfull eru skjákort dýr. Þú hefur sloppið við skjákortskaup?

Átti fyrir ásættanlegt PSU, minni og hdd. Er ennþá að bíða eftir örgjörvanum og móðurborðinu þannig að samsetningin er eftir. Verður fyrsta heildar samsetningin í mjög langan tíma, þannig að líklega mun þetta allt eyðileggjast.
Síðast breytt af Raskolnikov á Þri 06. Ágú 2019 19:38, breytt samtals 2 sinnum.Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3550
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Tengdur

Re: Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Pósturaf appel » Sun 14. Jan 2018 04:30

Skjákort í dag kosta bara svipað mikið og heil tölva.

Ég er með 780ti kort og það dugar mér í einhvern tíma í viðbót, get beðið með að uppfæra það. Er að bíða eftir pixmax 8k headsetti fyrir VR, mun uppfæra fyrir það.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14484
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1211
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Pósturaf GuðjónR » Sun 14. Jan 2018 14:16

Þetta er flott uppfærsla, færð varla meira fyrir peninginn. ;)Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 641
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Pósturaf Baldurmar » Sun 14. Jan 2018 16:54

Keypti mér glænýja tölvu síðasta sumar, var skrýtin tilfinning. Eftir að hafa nánast eingöngu keypt notaða hluti í tölvurnar mínar síðust 15 ár eða svo.
Mig langaði bara svo mikið í Ryzen system í þetta skipti :D


Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1060 6GB


Viggi
Gúrú
Póstar: 519
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 65
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Ódýrasta besta uppfærsla í manna minnum?

Pósturaf Viggi » Sun 14. Jan 2018 17:04

Er með 5 ára tölvu núna sem ég er nýbúinn að skipta um psu og ættlaði að fara fá mér nýja á næsta ári þar sem 3570k og gtx 970 er orðið á mörkunum í nýjustu og þyngstu leikina. Spurning hvort maður skipti ekki bara um involfsið í henni. Fyrsti pc turninn en maður var makkakall þannig að maður þarf að hugsa upp á nýtt. Er alveg sama um RGB svo það hjálpar helling :p


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.