Síða 1 af 1

Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Fös 18. Ágú 2017 23:14
af RPG
Hef ekki set saman tölvu áður. Nota bæði Mac og PC. Finnst Mac betri í hljóðvinnslu. (ef einhver ætlar að fara byrja á Mac vs. PC) NEIN!

Hefur einhver reynslu af hackintosh sem gæti gefið mér einhver ráð? Betra að versla parta hérlendis eða panta að utan?

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Fös 18. Ágú 2017 23:33
af Farcry
Þetta er góð síða https://www.tonymacx86.com

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 19. Ágú 2017 01:11
af kiddi
Ég er búinn að setja upp nokkrar Hackintosh og það er í raun hægt að láta allt virka, þeas. framleiðandi skiptir eiginlega ekki máli. Eina góða tipsið sem ég get gefið er - ekki fara í það allra nýjasta, og ekki fara í nýtt kerfi eins og Ryzen eða X299 chipsettið hjá Intel strax. Taktu eitthvað sem er búið að vera á markað í smá tíma, eins og 6700K setup.

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 19. Ágú 2017 02:34
af chaplin
kiddi: hef lesið að ef þú setur inn AppleID-ið þitt og Apple kemst af því að þú sért með Hackintosh, loka þeir aðganginum þínum.

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 19. Ágú 2017 12:26
af kiddi
chaplin skrifaði:kiddi: hef lesið að ef þú setur inn AppleID-ið þitt og Apple kemst af því að þú sért með Hackintosh, loka þeir aðganginum þínum.


Takk fyrir heads up, en þetta hef ég aldrei heyrt um :) Og veit um þvílíkt magn af Hackintosh vélum í notkun. Það sem ég hef hinsvegar heyrt um, að ef þú ert apple developer og skilar inn kóða/forriti sem unnin var á Hackintosh, þá áttu í hættu á að tapa þínum developer account hjá Apple.

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 19. Ágú 2017 17:29
af Farcry
chaplin skrifaði:kiddi: hef lesið að ef þú setur inn AppleID-ið þitt og Apple kemst af því að þú sért með Hackintosh, loka þeir aðganginum þínum.

Ég er buin að vera með hackintosh núna í einhver 5 ár , aldrei neitt vesen (er reyndar með Iphone og Ipad lika gæti verið að maður fá frið útaf því)

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 19. Ágú 2017 17:44
af chaplin
kiddi skrifaði:
chaplin skrifaði:kiddi: hef lesið að ef þú setur inn AppleID-ið þitt og Apple kemst af því að þú sért með Hackintosh, loka þeir aðganginum þínum.


Takk fyrir heads up, en þetta hef ég aldrei heyrt um :) Og veit um þvílíkt magn af Hackintosh vélum í notkun. Það sem ég hef hinsvegar heyrt um, að ef þú ert apple developer og skilar inn kóða/forriti sem unnin var á Hackintosh, þá áttu í hættu á að tapa þínum developer account hjá Apple.


Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, en það er það sem heldur mér frá Hackintosh, því ég vill halda vélinni í eco systeminu en ekki tapa $300 FCPX leyfinu.

En ert þú, eða einhver annar að taka það að sér að setja upp Hackintosh?

Edit - var að lesa að svo framanlega sem SMBIOS sé í lagi (link) þá ætti það að vera í lagi að note AppleID. Einnig er mælt með því að láta iMessage í friði, "just in case".

Edit2 - einhver breytti of oft um serial numer á tölvunni, AppleID var blacklist-að, en eingöngu iMessage, allt annað virkaði, svo þetta er líklegast minimal áhyggjuefni.

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 19. Ágú 2017 18:54
af kiddi
Ég hef verið að setja upp fyrir félaga í kvikmyndageiranum, en það þarf vanalega að snúa upp á handlegginn á mér því þetta er lúmskt mikil vinna að gera vinnuhæfa vél, og þar sem maður rukkar aldrei fullt tímagjald til vinnufélaga þá reyni ég að forðast þetta eins og heitan eldinn að láta plata mig í uppsetningar. Það getur hver sem er gert þetta, það þarf bara töluverða þolinmæði í byrjun þar sem þetta er mikið trial & error til að byrja með.

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Sun 20. Ágú 2017 01:05
af chaplin
Hvað myndir þú (eða aðrir) rukka fyrir þessa vinnu. Persónulega nenni ég ekki að eyða klukkustundum í að setja upp Hackintosh þar sem ég hef aldrei gert það áður og myndi örugglega eyða hellings tíma að troubleshoot-a einföldustu hluti.

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Sun 20. Ágú 2017 09:17
af Viktor
kiddi skrifaði:Ég hef verið að setja upp fyrir félaga í kvikmyndageiranum, en það þarf vanalega að snúa upp á handlegginn á mér því þetta er lúmskt mikil vinna að gera vinnuhæfa vél, og þar sem maður rukkar aldrei fullt tímagjald til vinnufélaga þá reyni ég að forðast þetta eins og heitan eldinn að láta plata mig í uppsetningar. Það getur hver sem er gert þetta, það þarf bara töluverða þolinmæði í byrjun þar sem þetta er mikið trial & error til að byrja með.


Ég setti upp hackintosh um daginn og það var að mig minnir bara plug-and-play.

Hvað er aðal vesenið sem maður er að lenda í? Þeas. þetta trial and error?

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Sun 20. Ágú 2017 11:04
af kiddi
chaplin skrifaði:Hvað myndir þú (eða aðrir) rukka fyrir þessa vinnu. Persónulega nenni ég ekki að eyða klukkustundum í að setja upp Hackintosh þar sem ég hef aldrei gert það áður og myndi örugglega eyða hellings tíma að troubleshoot-a einföldustu hluti.


Þar sem ég er sjálfstætt starfandi verktaki þá rukka ég tímakaup sem margir myndu hneykslast yfir sem þekkja ekki líf verktakans :)
Ég hef verið að rukka 50þ kall þessi fáu skipti sem ég hef rukkað, mér fannst það eiginlega ekki nóg miðað við umstangið.

Sallarólegur skrifaði:Ég setti upp hackintosh um daginn og það var að mig minnir bara plug-and-play.
Hvað er aðal vesenið sem maður er að lenda í? Þeas. þetta trial and error?


Ég hef bara einu sinni sett upp vél sem rauk í gang án vandræða, og það var þegar ég var með z97 móðurborð. Hin skiptin var ég með aðeins of nýlegar vélar miðað við nýjustu útgáfur af bootloaderum fyrir hackintosh, og þá var vesen að ná inn hljóði, netkorti, og stundum skjákortinu á sama tíma. Þeas. ef mér tókst að ná skjákortinu inn þá missti ég hljóð, og öfugt, sem dæmi. Svo hefur maður lent í því að geta ekki installað á ákveðinn HDD sem hafði verið í notkun áður, og ástæðan var ekki augljós svo það fóru margir margir klukkutímar í að komast að vandamálinu, sem var falið EFI partition sem þurfti að þurrka út með diskapart /clean á Windows vél. Það er allsskonar fokk sem ég hef lent í og aldrei sama vesenið á milli tölva. En svona eftir á að hyggja þá telur maður sig vita núna um allar helstu hindranirnar og ræðst með fullum móði í nýja vél bara til að fá eitthvað nýtt vandamál í hausinn #-o

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 09. Sep 2017 17:48
af Geirisk8
Ég smíðaði mér þessa: http://snazzylabs.com/article/skylake-m ... ackintosh/ nema ég setti i7 6700K örgjörva í staðin. Þrusuöflug tölva og allt virkar, nema Bluetooth (eitthvað sem ég gæti lagað en nenni ekki því ég nota það ekki).

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 28. Okt 2017 21:34
af Babbidibop
Ég hef einmitt mikinn áhuga á að gera svipaða vél og þessa... Má ég spyrja hvað hún kostaði? Hvað settirðu mikið minni í hana?

Bkv
Biggi

Re: Hackintosh - eitthvað vit í því?

Sent: Lau 28. Okt 2017 22:19
af Babbidibop
Geirisk8 skrifaði:Ég smíðaði mér þessa: http://snazzylabs.com/article/skylake-m ... ackintosh/ nema ég setti i7 6700K örgjörva í staðin. Þrusuöflug tölva og allt virkar, nema Bluetooth (eitthvað sem ég gæti lagað en nenni ekki því ég nota það ekki).


Ég hef einmitt mikinn áhuga á að gera svipaða vél og þessa... Má ég spyrja hvað hún kostaði? Hvað settirðu mikið minni í hana? :D

Bkv
Biggi