Síða 1 af 1

Vantar hjálp við að velja íhluti

Sent: Þri 08. Ágú 2017 17:20
af Ronarinn
Sælir, ég er að setja saman tölvu í fyrsta skiptið og er kominn með ágætis tölvu (held ég), væri samt til í að fá álitið ykkar á þessu áður en ég kaupi þetta. Þessi tölva verður mest notuð í leiki og budget er um 200.000 kr.

    Örgjörvi: Intel Core i5 7600k
    Örgjörvakæling: CoolerMaster Hyper 212 EVO
    Móðurborð: ASRock z270 Extreme 4 ATX
    Minni: Crucial 16GB (2x8GB) 2133MHz
    Harðir diskar: 240 GB SATA3 Silicon Power SSD + 1 TB Toshiba 7200RPM 64MB HDD
    Skjákort: Gigabyte GeForce GTX 1070
    Aflgjafi: Corsair CX500

Þetta er það sem ég er kominn með en ég er alveg opinn fyrir öllum athugasemdum sem þið hafið.

Re: Vantar hjálp við að velja íhluti

Sent: Þri 08. Ágú 2017 17:50
af zurien
Mæli með að þú horfir á þetta hér áður en þú tekur ákvörðun:
https://www.youtube.com/watch?v=4RMbYe4X2LI
AMD eru að að koma mjög sterkir inn miðað við i5 örgjörvann.

Re: Vantar hjálp við að velja íhluti

Sent: Þri 08. Ágú 2017 19:51
af Emarki
Ekki spara í aflgjafa er mitt ráð. Mæli með rmx seríunni frá corsair í staðinn, japanskir þéttar.

2400mhz minni væri ideal fyrir þetta setup, munar engu í verði.

Re: Vantar hjálp við að velja íhluti

Sent: Þri 08. Ágú 2017 20:22
af beatmaster

Re: Vantar hjálp við að velja íhluti

Sent: Þri 08. Ágú 2017 20:25
af Ronarinn
zurien skrifaði:Mæli með að þú horfir á þetta hér áður en þú tekur ákvörðun:
https://www.youtube.com/watch?v=4RMbYe4X2LI
AMD eru að að koma mjög sterkir inn miðað við i5 örgjörvann.


AMD eru greinilega að gera eitthvað rétt, er farinn að hallast meira að þeim, en er eitthvað varið í að para saman ryzen 5 1600 við ASRock AB350 Gaming K4 móðurborð?

Re: Vantar hjálp við að velja íhluti

Sent: Þri 08. Ágú 2017 21:11
af zurien
Þekki ekki Asrock borðið, en við snögga leit þá fann ég þetta:
https://www.kitguru.net/components/moth ... review/10/
"very poor voltage accuracy of ASRock’s chosen PWM controller and VRM design, in addition to the lack of loadline calibration options in the UEFI."

Ég myndi sjálfur velja Asus Prime B350-Plus þar sem margir eru að ná að overklokka vel á því, nær einnig að keyra minnið á góðum hraða(2933-3200mhz), Ryzen græðir slatta á hröðu minni.
En ég mæli með að þú skoðir þetta vel sjálfur, sérstaklega ef þú ætlar að overclokka.

Með Ryzen 1600 fylgir kæling sem virkar mjög vel á stock hraða, getur overclokkað í 3.8ghz með honum í flestum tilvikum.