Síða 1 af 1

Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 01:12
af daremo
Hérna er minn:
IBM Model M sem ég keypti hér á Vaktinni fyrir nokkrum árum.
Þetta er svo mikill hluti af mér núna að ég myndi ekki einu sinni selja það fyrir milljón krónur.

Eigið þið eitthvað dót sem þið mynduð aldrei gefa frá ykkur, sama hvað ykkur væri boðið?

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 02:10
af rbe
tja ! bað pabba að geyma IBM Personal Computer/AT" (model 5170) í bílskúrnum en "vonda" stúpa mín var að laga til og henti henni var eitthvað fyrir henni.
https://en.wikipedia.org/wiki/IBM_Personal_Computer/AT

því verður ekki gleymt , vélin var í fínu lagi.
betra að geyma hlutina sjáfur en láta óvita komast í þá ?

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 02:18
af daremo
rbe skrifaði:tja ! bað pabba að geyma IBM Personal Computer/AT" (model 5170) í bílskúrnum en "vonda" stúpa mín var að laga til og henti henni var eitthvað fyrir henni.
https://en.wikipedia.org/wiki/IBM_Personal_Computer/AT

því verður ekki gleymt , vélin var í fínu lagi.
betra að geyma hlutina sjáfur en láta óvita komast í þá ?


Váá.. Ein flottasta tölva sem hefur nokkurn tímann verið framleidd.
Samhryggist þér og til fjandans með vondar stjúpur :(

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 03:35
af loner
Minn gamli Sinclair ZX Spectrum sem ég geymi út í skúr, en Sinclair ZX 80 sem ég skipti fyrir skáktölvu á sínum tíma er það sem ég sé mest eftir.

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 03:42
af loner
Þegar ég eignaðist þessa, þá voru eingir leikir sem fylgdu henni, og ég ungur og hafði ekki hugmynd hvernig átti að nota hana, fyrir utan einhverjar BASIC skipanir, sem reyndist mér vel seinna meir í ZX Spectrum og GWBASIC í PC.
https://en.wikipedia.org/wiki/ZX80

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 03:51
af loner
Í þá gömlu daga, notaði maður mikið Binary til að búa til tákn. T.d. var ekki íslenskt stafasett til fyrir hana, en maður bjó þá stafina þá til sjálfur.
Vandamálið leyst.

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 11:08
af netscream
Lyklaborðið mitt sem ég eignaðist í fyrra

Kinesis Advantage mpc/usb

Mynd

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 12:27
af braudrist
Mynd \:D/ :guy

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 13:17
af Hannesinn
daremo skrifaði:Hérna er minn:
IBM Model M sem ég keypti hér á Vaktinni fyrir nokkrum árum.
Þetta er svo mikill hluti af mér núna að ég myndi ekki einu sinni selja það fyrir milljón krónur.

Eigið þið eitthvað dót sem þið mynduð aldrei gefa frá ykkur, sama hvað ykkur væri boðið?


Ég held ég eigi einhver 3-4 svona IBM lyklaborð niðri í geymslu, það nýjasta framleitt örugglega 1990 eða þar í kring. :lol:
Það besta við það... og "mögulega" versta líka, er að það vita allir í blokkinni hvenær þú ert í tölvunni.

Re: Hluturinn sem þú munt aldrei skilja við

Sent: Lau 03. Jún 2017 13:50
af kizi86
https://en.wikipedia.org/wiki/Atari_ST
á forláta Atari 520ST sem ég mun ALDREI láta frá mér, erfði hana frá afa mínum, hann rak vélaeigu Rarik í gegnum þessa tölvu, þe var með yfirsýn um alla vélaeign (vinnuvélar) Rarik, og útskriftir á þeim, þe hvar hver vél var í hvaða tilgangi og svo framvegis.

á heeeeeelling af forritum og leikjum fyrir þessa vél, utanályggjandi harðan disk, 3 stýripinna, hátalara og fleira.
keypti fyrir löngu síðan einhverstaðar sérstaka gerð af floppy drifi til að geta afritað floppy diskana til að viðhalda hugbúnaðinum, bý til 3x afrit af hverjum disk, og á 2 ára fresti tek ég aftur backup, vill engan vegin tapa þessum gögnum (veit að það er hægt að fá þetta á netinu en who cares? ;)

hef þurft að skipta 2x um þétta á móðurborðinu í gegnum tíðina en þetta er gripur sem ég mun láta ganga fram í rauðan dauðann :D