Síða 1 af 1

Hljóðið horfið??!!

Sent: Mán 24. Jan 2005 20:48
af Le Drum
Snillingar!

Furðulegt samsæri gegn mér núna hérna, er með AK77 8XN móðurborð, var með Soundblaster LIVE 5.1 kort í honum, ósköp einfalt.

Síðan þegar ég ætla að fara nota hana þá er bara hreinlega ekkert hljóð, tók 5.1 út og enablaði onboard kortinu, ekkert hljóð heldur, setti upp windows upp á nýtt, sama, ekkert hljóð.

Hvað segir þetta ykkur? Einhver leið að laga þetta?

Tölvan fann kortið um leið í uppsetningu en alveg sama.

Ruslahaugamatur kannski?

Sent: Mán 24. Jan 2005 22:59
af MezzUp
Búinn að prófa að un-mute'a eða hækka hljóðið?

Sent: Mán 24. Jan 2005 23:04
af TechHead
LOL :lol:

Sent: Þri 25. Jan 2005 08:01
af CraZy
TechHead skrifaði:LOL :lol:

það getur gerst ég stóð sjálfan mig af því að fatta ekki afhverju það kom ekki hljóð var búin ad skifta um kort og svona vesen þá fattaði ég að það var á mute ](*,)

Re: Hljóðið horfið??!!

Sent: Þri 25. Jan 2005 08:03
af gnarr
Le Drum skrifaði:setti upp windows upp á nýtt, sama, ekkert hljóð.


ég efast um að mute haldist á í volume control þegar hann setur windows inn uppá nýtt.

Re: Hljóðið horfið??!!

Sent: Þri 25. Jan 2005 09:07
af MezzUp
gnarr skrifaði:
Le Drum skrifaði:setti upp windows upp á nýtt, sama, ekkert hljóð.

ég efast um að mute haldist á í volume control þegar hann setur windows inn uppá nýtt.
Ég held að það fari eftir drivernum hvernig volume control er í byrjun, þannig að bæði 5.1 og onboard driverinn gætu t.d. 'default' verið muted :P

Sent: Þri 25. Jan 2005 11:33
af urban
kveikja á hátölurunum ????


er í lagi með þá ???

regla nr. 1 í öllu svona dóti er að ath nátlega hvort að allt er pottþétt rétt tengt og kveikt á því og ath það svo aftur ef það virkar ekki :)

Sent: Þri 25. Jan 2005 13:19
af Le Drum
Smá uppdeit.

Rásin fyrir framhátalarana á innbyggða hljóðkortinu virka engan veginn, fæ hljóð er ég virkja rear og subwoofer á því en það er náttúrulega ekki nógu gott. Búinn að prufa fleiri snúrur og alles, skiptir engu.

Þetta gerðist bara allt í einu, ekkert krass eða eitthvað óeðlilegt.

Slökkt var á henni og allt eðlilegt, síðan kveikt og ekkert hljóð.

Ætla prófa að skella öðru hljóðkorti í, sjá hvað gerist.

Sent: Þri 25. Jan 2005 13:54
af ParaNoiD
Start / control panel / sounds and audio devices

þar advanced og velja 5,1 speaker setup ?


just a thought :roll:

Sent: Fim 27. Jan 2005 19:17
af Dust
Getur líka meira en verið að þetta live 5.1 kort sé bara orðið gamlt og lúið og hafi gefið upp öndina, svo er ekki óalgengt að svona onboard dót sé ónýtt, t.d. mjög algengt með onbord lan (fyrir utan núna ný sýnist mér) er oftast eða ekki alltaf til vandræða.....þetta er svona pæling, þannig amm prufa annað hljóðkort

Sent: Fim 27. Jan 2005 22:13
af Le Drum
Enn meira uppdeit.

Jamm 5.1 kortið er greinilega gengið á vit forfeðra sinna og onboard er bara ekki greinilegra betur úr garði gert en þetta.

Setti gamlan ræfil í sem virðist duga.

Finnst þetta bara stórskrítið hvernig þetta getur gerst, brætt úr tveimur hljóðkortum í einu.

þetta kort er bara ónýt skiptu bara þetta lýsir sér þanig

Sent: Fös 28. Jan 2005 00:21
af Pork
þetta kort er bara ónýt skiptu bara þetta lýsir sér þanig amm meira veit ég ekki :S :S :S

Sent: Fös 28. Jan 2005 13:26
af Dust
Þetta er ekkert óalgengt, ég var einusinni með 3 ethernet kort og þau voru öll biluð þegar ég var að skipta um þau í borðið, ég var að fara missa mig þarna hvurslags endemis rugl gæti verið í gangi að þú tæki ekki við lan kortum, svo var það með 4 kortið að allt virkaði eins og í sögu....þá voru bara þetta 1 kort sem ég átti og þessi 2 sem ég fék frá vini mínum ónýt :roll:

Þannig það er til alskonar vesen sem maður hefur þurft að standa í með tölvur án þess að maður fatti alveg skíringuna :oops: hehehehe