Ráð varðandi tölvukaup


Höfundur
grautur15
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 28. Des 2016 22:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf grautur15 » Mið 28. Des 2016 23:17

Sælir vinir, mig vantar smá ráðleggingar, í fyrsta lagi hvernig lýst mönnum á þetta, og svo í öðru lagi vantar mig hjálp með aflgjafa, kælingu og hvaða kassa menn mæla með.

Skjákort: MSI GTX1070 AERO
Örgjörvi: Intel Core i7 6700K
Móðurborð: MSI Z170A TOMAHAWK
Minni: Corsair VEN 2x8GB 2400

SSD: Samsung 850 EVO 120GB M2
Harður diskur: Seagate ST2000DM006 2TB
Aflgjafi: ?????
Kæling: ?????
Kassi: ?????


Allar tillögur og comment vel þegin, endilega láta mig vita hvað ykkur finnst, hverju þið mynduð breyta eða bæta við, ef ykkur finnst það þurfa.

Takk fyrir ;)Skjámynd

Njall_L
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 97
Staðsetning: 101
Staða: Tengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf Njall_L » Mið 28. Des 2016 23:41

Þetta lítur ágætlega út en ég myndi persónulega taka stærri SSD disk. 120GB eru mjög fljót að hverfa fyrir OS og nokkur forrit.

Ég myndi síðan mæla með eftirfarandi
Kassi - Fractal Design R5, hljóðlátur, vel byggður og lítur vel út: https://tolvutek.is/vara/fractal-design ... si-svartur
Kæling - Noctua, langbestu loftkælingar sem ég hef prófað og virkilega hljóðlátar: https://tolvutek.is/vorur/tolvuihlutir_ ... akaelingar
PSU - Myndi skoða þennan lista, http://www.tomshardware.co.uk/forum/id- ... -list.html. Ég geri ráð fyrir að þú sért að hugsa um eitthvað OC þannig að aflgjafar í Tier 1 og Tier 2 myndu henta þér vel, spurning bara hvað budget leyfir og hvað er til hér á Íslandi.


Tölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS | Utanáliggjandi GTX1070
Sími: iPhone XS Max 256GB - Space Grey


Haflidi85
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf Haflidi85 » Mið 28. Des 2016 23:52

Meikar varla sens að kaupa tölvu núna nema þér bráðnauðsynlega vanti. Það er mjög stutt í nýja örgjörvan frá AMD og kaby lake frá intel sem er 7700k sem tekur við af 6700k kemur rétt eftir áramót. Það er þó varla mælanlegur munur á 6700k eða 7700k, allavega ekki clock for clock. Þetta á allt að koma í byrjun árs 2017. Þetta þýðir að verðinn munu lækka helling og þú getur líklegast keypt betri búnað á sama eða betra verði ekki nema Amd floppi.
robbi553
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Þri 24. Maí 2016 20:21
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf robbi553 » Fim 29. Des 2016 00:28

Ef þér langar í NZXT S340 þá er ég með einn í góðu standi til sölu hér inná á 13000.Skjámynd

Alfa
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 78
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf Alfa » Fim 29. Des 2016 00:48

grautur15 skrifaði:Skjákort: MSI GTX1070 AERO
Örgjörvi: Intel Core i7 6700K
Móðurborð: MSI Z170A TOMAHAWK
Minni: Corsair VEN 2x8GB 2400

SSD: Samsung 850 EVO 120GB M2
Harður diskur: Seagate ST2000DM006 2TB
Aflgjafi: ?????
Kæling: ?????
Kassi: ?????GPU : Persónulega tæki ég miklu frekar á sama verði Gaming X 1070 kortið, miklu lágværara og nokkur fps betra. (á slíkt skjálfur). http://tl.is/product/geforce-gtx-1070-gaming-x-8gb
PSU : SKoðaðu RM 650-850x frá Corsair, sjálfur með eldri útgáfuna 750W og viftan fer aldreí í gang, svo engin hávaði.
http://tl.is/products/ihlutir-aflgjafar ... %5B19%5D=1
Cooler : CM Hyper 212 stendur alltaf fyrir sýnu og ekki svo dýr http://tl.is/product/coolermaster-hyper ... oll-socket
Case : NZXT 440R eða Fractal Design R5, svo eru helling af flottum líka til í TL/Att, hef bara ekki reynslu af neinum af þeim nema CM 330R og CM Silencio 550 sem báður eru ágætir sem silent kassar.

Að lokum er ég alveg sammála með 256gb SSD, þess vegna 512gb til að geta geymt leiki eins og BF1 sem tekur heila eilífð að loada borði í með venjulegum disk.


TOW : Corsair 400C PSU : Corsair RM 750W MB : Gigabyte Z370 Gaming Ultra CPU : Intel i5 8600K @ 4.6Ghz + NZXT Kraken 52 H2O
Mem : 16GB 3200Mhz Corsair RGB GPU : MSI 1080 GTX Gaming 8GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB og 250GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : Asus ROG Strix XG32V + BenQ GW2270 22" KEY : Corsair K70 RGB MOU : Razer Deathadder Chroma

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1628
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf Moldvarpan » Fim 29. Des 2016 01:11

Það vantar budget inní þetta hjá þér og í hvað á að nota tölvuna?

Að því gefnu að þetta eigi að vera leikjatölva, þá myndi ég takaódýrari örgjörva, i5 er nóg í leikina.
Ég myndi taka 1080 kort og 500gb ssd.

Mitt álit.
rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 68
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf rbe » Fim 29. Des 2016 01:42

http://kisildalur.is/?p=2&id=3230
256GB Samsung 950 PRO M.2 NVM Express SSD
færi nú í svona disk ef móðurborðið styður hann ?
fyrst þú ert að uppfæra á annað borð.
Höfundur
grautur15
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 28. Des 2016 22:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf grautur15 » Fim 29. Des 2016 02:45

Haflidi85 skrifaði:Meikar varla sens að kaupa tölvu núna nema þér bráðnauðsynlega vanti. Það er mjög stutt í nýja örgjörvan frá AMD og kaby lake frá intel sem er 7700k sem tekur við af 6700k kemur rétt eftir áramót. Það er þó varla mælanlegur munur á 6700k eða 7700k, allavega ekki clock for clock. Þetta á allt að koma í byrjun árs 2017. Þetta þýðir að verðinn munu lækka helling og þú getur líklegast keypt betri búnað á sama eða betra verði ekki nema Amd floppi.
Ahh, ég vissi það ekki, gott að vita, maður kannski bíður þá með þetta.

Moldvarpan skrifaði:Það vantar budget inní þetta hjá þér og í hvað á að nota tölvuna?

Að því gefnu að þetta eigi að vera leikjatölva, þá myndi ég takaódýrari örgjörva, i5 er nóg í leikina.
Ég myndi taka 1080 kort og 500gb ssd.

Mitt álit.
Já það er rétt þetta verður nú helst leikjavél. Budgetið er svolítið spurningarmerki, ég held að ekki það sé ekki mikið hærra en 250þús. Að lokun ein spurning, þú heldur að t.d. Intel i5 6600K muni nægja mér?En annars takk kærlega fyrir ráðleggingarnar, ég fer yfir þetta og velti þessu fyrir mér. Ég er á báðum áttum með SSD, ég einhvernveginn held að 120GB sé nóg fyrir mig, en maður getur svosem bætt við nokkrum þúsund köllum og farið í 256GB fyrst maður er að þessu á annað borð. Ég er alveg týndur þegar það kemur að kössum og aflgjöum, ég er eiginlega lang hræddastur við að velja eitthvað þar, þannig öll ráð um það eru vel þegin. En annars mun ég hafa annað auga á þessum þræði næstu vikur, þannig endilega látið mig vita ef þið hafið skoðun á einhverju hérna.
Takk aftur kærlega fyrir svörin :happySkjámynd

Njall_L
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 97
Staðsetning: 101
Staða: Tengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf Njall_L » Fim 29. Des 2016 09:44

grautur15 skrifaði: Að lokun ein spurning, þú heldur að t.d. Intel i5 6600K muni nægja mér?


Ef þú ert bara að spila leiki og slíkt þá mun 6700k ekki nýtast þér, eini munurinn á honum og 6600k er að 6700k er með hyperthreats. Ef þú ert hinsvegar að rendera myndbönd og slíkt þá myndi ég frekar skoða 6700k


Tölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS | Utanáliggjandi GTX1070
Sími: iPhone XS Max 256GB - Space Grey

Skjámynd

emmi
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1649
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 37
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf emmi » Fim 29. Des 2016 10:42

Fáðu þér frekar Samsung 960 EVO ef þú ætlar í M.2 disk. Tölvulistinn á þá til, veit ekki um aðra.Skjámynd

Alfa
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 78
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf Alfa » Fim 29. Des 2016 11:28

grautur15 skrifaði:
Haflidi85 skrifaði:Meikar varla sens að kaupa tölvu núna nema þér bráðnauðsynlega vanti. Það er mjög stutt í nýja örgjörvan frá AMD og kaby lake frá intel sem er 7700k sem tekur við af 6700k kemur rétt eftir áramót. Það er þó varla mælanlegur munur á 6700k eða 7700k, allavega ekki clock for clock. Þetta á allt að koma í byrjun árs 2017. Þetta þýðir að verðinn munu lækka helling og þú getur líklegast keypt betri búnað á sama eða betra verði ekki nema Amd floppi.


Að bíða eftir einhverju spennandi frá AMD og þá serstaklega í örgjörva málum er jafn líklegt og heimsfriður.


TOW : Corsair 400C PSU : Corsair RM 750W MB : Gigabyte Z370 Gaming Ultra CPU : Intel i5 8600K @ 4.6Ghz + NZXT Kraken 52 H2O
Mem : 16GB 3200Mhz Corsair RGB GPU : MSI 1080 GTX Gaming 8GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB og 250GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : Asus ROG Strix XG32V + BenQ GW2270 22" KEY : Corsair K70 RGB MOU : Razer Deathadder Chroma

Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1059
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Pósturaf mind » Fim 29. Des 2016 12:13

Haflidi85 skrifaði:munu lækka helling og þú getur líklegast keypt betri búnað á sama eða betra verði.


Hellingur verandi teygjanlega orðið hérna, og líklega geturðu keypt allar vörur á næsta ári á sama eða betra verði.

Það er engin geðveik breyting eða bylting að fara gerast með nýjum örgjörvum, það munu smávægilegar verðbreytingar verða eftir því hvernig þetta spilast út. Er ólíklegt í besta falli að afkastamunurinn verði eitthvað sem þú getur ekki einfaldlega bara bætt upp fyrir með réttu vali á íhlutum eins og stendur.