Síða 1 af 1
					
				Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Mán 05. Des 2016 17:15
				af Cozmic
				
			 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Mán 05. Des 2016 17:32
				af baldurgauti
				klippa sata snúru í sundur og lóða pinnana á þetta, finndu bara diagram af þessu á netinu til að vita hver fer hvert 

 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Mán 05. Des 2016 18:40
				af Black
				Koma snúrunni fyrri þannig að þú náir sambandi.Líma snúruna með límbyssu og hreinsa útaf disknum 

 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Mán 05. Des 2016 19:03
				af jonsig
				hef reddað mér úr svipaðri krísu með að setja diskinn í 2.5" hýsingu.
			 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Þri 06. Des 2016 07:34
				af Urri
				væri ekki hægt að skipta um prentplötuna bara ?
			 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Þri 06. Des 2016 10:06
				af dori
				Urri skrifaði:væri ekki hægt að skipta um prentplötuna bara ?
Það var einu sinni hægt en virkar ekki lengur (gæti gert það, en gæti líka eyðilagt diskinn). Það eru calibration stillingar fyrir nákvæmlega þennan disk á prentplötunni og ef þú skiptir út fyrir plötu með röngum stillingum getur það fokkað öllu upp.
 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Þri 06. Des 2016 13:01
				af gotit23
				Ef þú átt ónyttan disk,
getur þú brotið plastið af þvi,
og sett þá vandlega á þennan disk,
sett svo satakapall vandlega á.
getur lika sett plaststykki ofan í satatengið og nota kapallinn til að stýra pinnunum.
hef gert þetta einu sinni tvísvar og virkar. 

 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Þri 06. Des 2016 14:21
				af KermitTheFrog
				Gætir mögulega keypt eins tengi og lóðað hitt af, t.d. með hitabyssu, og lóðað svo nýtt tengi á.
http://www2.mouser.com/new/3m/3M_sataconnectors/ 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Þri 06. Des 2016 17:06
				af frr
				Tengdu bæði tengin í vélinni á annan  sata disk og teipaðu gagna og rafmagnstengið saman með stífu límbandi, eða með lími semharðnar (ekki víst að límbyssa henti). Tengdu það svo síðan í brotna diskinn.
			 
			
					
				Re: Brotið SATA tengi á hörðum disk
				Sent: Mið 07. Des 2016 12:39
				af jonsig
				Lóða þetta og setja herpihólka yfir pinnana er skásta lausnin held ég.