Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?


Höfundur
Raudbjorn
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Fim 02. Des 2004 20:45
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf Raudbjorn » Lau 19. Nóv 2016 13:50

Sæl(l),

Ég er ekki viss um að þessi þráður sé á réttum stað, ef hann er á vitlausum stað biðst ég afsökunar.

Málið er að ég á mér draum um að keyra bæði windows(fyrir leiki) og linux(Manjaro, fyrir forritun, server-a o.fl.) á sömu tölvunni, samtímis.

Ég er búinn að prófa að fylgja þessum guide(https://www.reddit.com/r/linux_gaming/comments/3lnpg6/gpu_passthrough_revisited_an_updated_guide_on_how/) til þess að fá windows til þess að keyra inni í Linux, með physical device passthrough fyrir skjákortið mitt. Þetta gekk ágætlega, notað synergy fyrir frekar seamless upplifun -en var aldrei nógu ánægður með hvernig örgjörvinn/kjarnarnir voru miklu hægari en ég bjóst við inni í virtual vélinni, sama hvað ég lét hana hafa mikla resource-a, auk þess sem Linux krafðist viðhalds í hver einasta skipti sem kernel-inn var uppfærður(nvidia driverinn hætti að virka) -sem var frekar pirrandi.

Núna er ég að velta fyrir hvort fólk sé yfir höfuð að keyra upp type 1 hypervisor heima hjá sér til að ná sama setup-i? Hef verið að skoða vmware vsphere, og þó ég telji mig ágætlega sjóaðann í þessum efnum(einkum eftir að hafa náð að klóra mig í gegnum þennan guide), þá veit ég eiginlega ekki hvað er best þegar kemur að low-level uppsetningum á type 1 hypervisor.

Hvað ef ég vil t.d. hafa sérskjákort bæði fyrir báðar vélarnar? Þarf ég þá þrjú? Eitt fyrir linux, eitt fyrir windows, og eitt fyrir hypervisor-inn?

Öll ráð eða ábendingar vel þegin! :)
slapi
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf slapi » Lau 19. Nóv 2016 14:12

https://lime-technology.com/

Það er spurning hvort að unraid sé lausnin fyrir þig. Kominn ansi sterk Virtual host í unraid núna
Höfundur
Raudbjorn
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Fim 02. Des 2004 20:45
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf Raudbjorn » Lau 19. Nóv 2016 14:17

slapi skrifaði:https://lime-technology.com/

Það er spurning hvort að unraid sé lausnin fyrir þig. Kominn ansi sterk Virtual host í unraid núna


Er þetta ekki það sem hann Linus notar í "2 Gaming Rigs, 1 Tower"(https://www.youtube.com/watch?v=LuJYMCbIbPk)?

Ég var að pæla í þessu en mig minnir að hann hafi sagt í því að þeir hafi einmitt þurft 3. skjákortið til að geta stungið undraid í samband við skjá. Veistu hvort að það er til remote client fyrir það?Skjámynd

Hjaltiatla
Of mikill frítími
Póstar: 1731
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 157
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 19. Nóv 2016 14:32

Eflaust einfaldast að setja upp Windows 10 og keyra Virtualbox fyrir hitt (getur notað Virtual diska og virtual netkort í virtualbox).
Hérna er ég með 20 diska og 4 netkort á einni vél , freenas fileserver ( en er eingöngu að nota einn physical SSD og 1 physical netkort á fartölvunni).

Mynd
Væri hægt að setja upp Pfsense router sýndavél í Virtualbox til að aðgreina netin, var búinn að gera þráð um það hvernig það er gert.
viewtopic.php?f=18&t=69590&p=624765&hilit=virtualbox#p624765


Just do IT


slapi
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf slapi » Lau 19. Nóv 2016 14:36

Jú þetta er það sama.
Jú minnir það að hann hefði þurft auka GPU fyrir unraid

Ef þú ert með iGPU fyrir linux kerfið er það ekki mögulegt eins og er fyrir þetta, en spurningin er þarftu dedicated gpu fyrir linux systemið?

https://lime-technology.com/hardware-requirements/
Assigning Graphics Devices to Hybrid VMs

If you want to specifically assign a GPU (graphics card) to a VM to operate as a media player, gaming system, or a desktop/workstation, there are additional important considerations:

Integrated graphics devices (on-board GPUs) are not assignable to virtual machines at this time.
Not all motherboard/GPU combinations will work for GPU assignment.
Lime Technology provides a list of validated and tested hardware combinations within the wiki.
Additional community-tested configurations can be found in this spreadsheet.
You can also discuss hardware selection in the Lime Technology Forums.

If you have an existing system for which you wish to test with graphics device assignment, download unRAID 6 today and give it a try! See this guide in the wiki for additional tips and tricks to improving your chances for success.Skjámynd

Hjaltiatla
Of mikill frítími
Póstar: 1731
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 157
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 19. Nóv 2016 14:45

Harvard hendir t.d upp tilbúnum linux sýndarvélum fyrir nemendur í CS50 opencourse áfanganum fyrir nemendur (til að læra forritun).
Notaði virtualbox image hjá þeim þegar ég ákvað að fikta aðeins í C og PHP , var ekkert vesen fannst mér allavegana.


Just do IT


Höfundur
Raudbjorn
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Fim 02. Des 2004 20:45
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf Raudbjorn » Lau 19. Nóv 2016 14:57

Hjaltiatla skrifaði:Eflaust einfaldast að setja upp Windows 10 og keyra Virtualbox fyrir hitt (getur notað Virtual diska og virtual netkort í virtualbox).
Hérna er ég með 20 diska og 4 netkort á einni vél , freenas fileserver ( en er eingöngu að nota einn physical SSD og 1 physical netkort á fartölvunni).


Þetta er actually mjög nálægt setup-inu sem ég er að nota núna, ástæðurnar fyrir því að ég er að pæla í type 1 hypervisor eru hinsvegar:

1) Ég vil getað ssh-að mig inn á linux-vélina án þess að það sé endilega kveikt á windows-vélinni.
2) Ég vil helst að báðar vélarnar hafi sitt eigið, physical, skjákort.
3) Væri flott að get hent docker container-um í loftið(án þess að þurfa að nota linux vélina til þess) -eitthvað sem ég veit ekki hvort er yfir höfuð hægt að gera á mikið af þessum lausnum sem eru í boði, en ég held að sé point-ið með Nano í windows server 2016.
4) Læra hvernig það er gert! (Skiptir etv ekki svo miklu máli á meðan ég er að fá þetta til að virka yfir höfuð).Skjámynd

Hjaltiatla
Of mikill frítími
Póstar: 1731
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 157
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 19. Nóv 2016 15:06

Ég skil , ég get lítið hjálpað þér með lið-2

Ég hef sjálfur ákveðið að halda mig við Vmware og Freenas. T.d er Freenas10 betan að koma með mjög flotta hluti á yfirborðið :Containers og að geta keyrt VM á Servernum (í browser).

http://www.freenas.org/blog/freenas-10- ... available/


Just do IT


asgeirbjarnason
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð/ráð: Type 1 hypervisor á leikjavél?

Pósturaf asgeirbjarnason » Sun 20. Nóv 2016 01:39

Ég er með nokkurnveginn svona setup, er með Fedora host að keyra KVM/QEMU með nokkrum sýndarvélum á, þar á meðal Windows vél með skjákorti í passthrough og pfSense vél með ethernet korti í passthrough. Þetta er geranlegt, en er mjög mikið maus; þurfti að flasha firmwareið í skjákortinu, lendi í flökti með hljóðið í vélinni og akkurat núna var ég að gera Windows sýndarvélina óstarfhæfa því ég er að reyna að setja hugepages á hana. Þetta er hinsvegar virkilega skemmtilegt fiktverkefni. Fer þessa leið frekar en að keyra bæði Linux og Windows sem sýndarvélar ofaná dedicated hypervisor því ég er líka með BTRFS array og fleira sem ég keyri í Linux partinum, sem flestir standalone hypervisorarnir eru ekki að styðja, auk þess sem ég er með þessa vél í Mini-ITX kassa, svo það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri en eitt skjákort. Erfitt að segja hvort þetta er type-1 eða type-2 hypervisor, því KVM fellur eiginlega undir báðar skilgreiningarnar.