Síða 1 af 1

USB speed vs disk speed?

Sent: Mið 02. Nóv 2016 14:00
af gretarjons
Ég keypti mér utanályggjandi box fyrir SSD og er að velta því fyrir mér hvernig ég get séð að hann sé pottþétt USB 3.0?
Ég tók UserBenchMark testið og það segir að diskurinn operate'i á usb 2 speed. En ég get ekki séð hvort það er hýsingin eða diskurinn sem orsakar þá niðurstöðu. Er einhver sem veit hvernig ég get fundið það út?

Re: USB speed vs disk speed?

Sent: Mið 02. Nóv 2016 14:16
af hfwf
Skilst að ef portið er blátt er það 3.0, annars 2.0>--

Re: USB speed vs disk speed?

Sent: Mið 02. Nóv 2016 17:53
af gretarjons
Það er mjög óvísindalegt :)

Re: USB speed vs disk speed?

Sent: Mið 02. Nóv 2016 18:24
af Klemmi
gretarjons skrifaði:Það er mjög óvísindalegt :)


Tjah nei, ekki ef við erum að tala um tölvuna... það er staðallinn að USB3.0 séu blá þó það séu eflaust einhverjar undantekningar á því.

Annars er það bara að fletta upp hvaða hraði er á portinu hjá heimasíðu framleiðanda móðurborðsins/tölvunnar og fletta upp hýsingunni, skoða pakkningarnar eða manualinn af henni.

Diskurinn ætti ekki að hafa áhrif á það hvaða interface er notað í samskiptum milli tölvunar og hýsingar, diskurinn er annað hvort SATA2 eða 3 en það ætti ekki að hafa áhrif á það hvort tölvan skynji samskiptin sem USB2 eða USB3.

Re: USB speed vs disk speed?

Sent: Fim 03. Nóv 2016 01:24
af gretarjons
Boxið er selt sem USB 3.0 (USB C), snúran er með bláum kubb og fer í bláa innstungu (USB C -> USB A). Ég er ekkert að efa að móðurborðið sé ekki með usb 3, heldur hýsingin, en þá er líka spurningin hvort ssd diskurinn sé það slow (gallaður?) að read/write speed'ið sé svo slow að UserBenchmark haldi að það sé usb 2. Eða að diskahýsingin sé seld undir röngum formerkjum og sé actually usb 2.

Re: USB speed vs disk speed?

Sent: Fim 03. Nóv 2016 08:44
af Klemmi
Ég veit ekki hvort við séum að misskilja hvorn annan :)

Þú afsakar ef ég er að segja þér eitthvað sem þú veist og ert með á hreinu, en móðurborð getur verið með, og er mjög algengt, bæði USB2 og USB3 port. Því þarf að velja rétt port fyrir USB3 tæki sem geta nýtt auknu bandvíddina.

Þegar USB tæki er tengt, þá skynjar tölvan hvers kyns tæki það er og hvaða bus hraða það styður. Það er óháð því hver raunverulegur les/skrifhraði er frá tækinu, heldur einfaldlega hvaða interface tækið styður. Því ætti diskurinn ólíklega að valda því að tæki væri tilkynnt sem USB2.

En hér er gott svar um hvernig þú getur fundið út hvort að tækið sé skynjað fyrir bus hraðann á USB2 eða 3:
http://superuser.com/questions/756669/h ... 671#756671

Re: USB speed vs disk speed?

Sent: Fim 03. Nóv 2016 16:59
af gretarjons
Klemmi skrifaði:Það er óháð því hver raunverulegur les/skrifhraði er frá tækinu, heldur einfaldlega hvaða interface tækið styður. Því ætti diskurinn ólíklega að valda því að tæki væri tilkynnt sem USB2.


Þetta er svarið sem ég var að leita af.
Eftir að vera langt kominn með bréf um að saka seljandann um að selja mér falsaðar USB 3 vörur þá rak ég augun í það að USB 3 er ekki með native support á Win7!

Ég náði í usb 3 driver á heimasíðu móðurborðsins og vola, SUPERSPEED usb 3 in the house!