Síða 1 af 1

Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Lau 11. Jún 2016 00:32
af FuriousJoe
Sælir

Var loksins að fá nýju tölvuna mína eftir að hafa verið PC edrú í 2 ár! Vá hvað þetta er gaman!


MSI Z170A Gaming M7 Móðurborð
Intel i7 6700K Örgjörvi
Corsair 16BG DDR4 3000mhz CL15 Vinnsluminni
Samsung 256 GB 950 PRO M.2 SSD
Corsair RM850 Aflgjafi
Corsair H100i v2 Lokuð vökvakæling CPU
Corsair Graphite 760T turnkassi, svartur
AOC 24" LED 144hz tölvuskjár
Razer Deathstalker Chroma lyklaborð
Asus Strix Nvidia 1070






image.jpeg
image.jpeg (2.13 MiB) Skoðað 2178 sinnum

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Lau 11. Jún 2016 00:33
af FuriousJoe
Myndir

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Lau 11. Jún 2016 00:36
af Dúlli
Til hamingju, alltaf gaman að fá nýtt dót.

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Lau 11. Jún 2016 10:29
af mind
Velkominn til baka í myrkru hliðina :D

Vel valdir íhlutir, essi kassi er alveg skuggalega öflugur.

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Lau 11. Jún 2016 18:58
af einarbjorn
ufff flott tölva, núna langar mig líka í nýja tölvu [-o<

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Lau 11. Jún 2016 20:23
af GuðjónR
Innilega til hamingju með þetta! Gaman að fá unboxing. :)
Ekki laust við að maður öfundi þig aðeins, slefaði smá þegar ég sá 950 PRO m2 gaurinn og svo er geggjað flott að sjá svona inn í kassann. :happy

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Sun 12. Jún 2016 01:39
af Tonikallinn
jesús kristur, hvað kostaði þetta !?. Keyptirðu þetta kannski í Bandaríkjunum ?

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Sun 12. Jún 2016 11:35
af akij
Til hamingju með þetta, ótrúlega þægilegt að vita að maður er ekki einn um að vera fíkill í nýtt tölvudót. Og bjórinn var spottaður.

Langaði að forvitnast um Asus 1080 kortið sem þú nefndir. Ertu búinn að panta einhversstaðar eða ertu bara að bíða eftir upplýsingum?

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Mán 13. Jún 2016 01:27
af FuriousJoe
Ég bíð bara eftir að Asus 1080 komi til Íslands :) það er ca 1-2 mánuður í það vona ég

Innilega til hamingju með þetta! Gaman að fá unboxing. :)
Ekki laust við að maður öfundi þig aðeins, slefaði smá þegar ég sá 950 PRO m2 gaurinn og svo er geggjað flott að sjá svona inn í kassann. :happy


Þessi kassi átti mig alveg frá fyrstu stund, finnst hann alveg frábært og magnað að sjá alveg inní hann, svo er hin hliðin jafn accessible, bara opna með handfanginu. Mjög auðvelt að vesenast í þessum kassa og alveg rosalegt pláss.

Ætla að henda hvítum eða rauðum LED strips í hann á morgun vonandi, skelli inn myndum þá. :)

jesús kristur, hvað kostaði þetta !?. Keyptirðu þetta kannski í Bandaríkjunum ?


Nei verslaði þetta allt hérna heima. Er alveg mega sáttur :)

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Mán 13. Jún 2016 14:15
af Tonikallinn
FuriousJoe skrifaði:Ég bíð bara eftir að Asus 1080 komi til Íslands :) það er ca 1-2 mánuður í það vona ég

Innilega til hamingju með þetta! Gaman að fá unboxing. :)
Ekki laust við að maður öfundi þig aðeins, slefaði smá þegar ég sá 950 PRO m2 gaurinn og svo er geggjað flott að sjá svona inn í kassann. :happy


Þessi kassi átti mig alveg frá fyrstu stund, finnst hann alveg frábært og magnað að sjá alveg inní hann, svo er hin hliðin jafn accessible, bara opna með handfanginu. Mjög auðvelt að vesenast í þessum kassa og alveg rosalegt pláss.

Ætla að henda hvítum eða rauðum LED strips í hann á morgun vonandi, skelli inn myndum þá. :)

jesús kristur, hvað kostaði þetta !?. Keyptirðu þetta kannski í Bandaríkjunum ?


Nei verslaði þetta allt hérna heima. Er alveg mega sáttur :)

Og hvað kostaði þetta ef ég ma spyrja?

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Mán 13. Jún 2016 17:03
af htmlrulezd000d
Til hamingju með þetta skrímsli. Turninn geðveikur þó hann sé frekar stór. Sé þú ert að gæða þér á einum skítköldum.

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Mán 13. Jún 2016 17:05
af FuriousJoe
Það er alveg must að hafa einn classic með í svona aðgerð :)

Og hvað kostaði þetta ef ég ma spyrja?


Þetta var ágætis upphæð, bíð fáránlega spenntur eftir 1080 til að fullkomna setupið :)

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Mán 13. Jún 2016 19:23
af Tonikallinn
FuriousJoe skrifaði:Það er alveg must að hafa einn classic með í svona aðgerð :)

Og hvað kostaði þetta ef ég ma spyrja?


Þetta var ágætis upphæð, bíð fáránlega spenntur eftir 1080 til að fullkomna setupið :)

ég er sko að fara að fá mér nýja tölvu og var að hugsa hversu mikið ég þyrfti að eyða, gott að vita hvort maður þarf um 200k eða 300k fyrir góða tölvu nú til dags

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Mán 13. Jún 2016 19:35
af flottur
Flott tölva,flott dót og góður kassi, ég er með einn svona kassa og það er mjög þægilegt að vinna með hann.

Endilega pósta myndum þegar að hann er tilbúin.

Á að fá sér kapla frá mundaval?

Re: Loksins ný tölva! Unboxing og setup

Sent: Mán 13. Jún 2016 21:32
af FuriousJoe
Það er eitthvað sem ég skoða fljótlega og eins með hvít/rauð led strips í kassann :)