Síða 1 af 1

Gögn á segulbönd (Tape)

Sent: Þri 31. Maí 2016 10:05
af falcon1
Góðan daginn,

ég er að huga að lausnum til að geyma ljósmyndasafnið (2+tb) á til einhverrar framtíðar. Núna er ég að geyma það á tölvunni plús tveimur flökkurum sem eru á mismunandi stöðum.

Mér skilst að segulbandið sé ennþá öruggasta leiðin til að geyma gögn til lengri tíma þar sem harðir diskar geta átt það til að hætta að keyra sig upp eftir langa geymslu.

Þá er spurningin, er einhver tölvuverslun hérlendis að selja segulbandsdrif og segulbönd til gagnageymslu?

Að auki væri ég alveg til að fá ráð hjá ykkur hvort þetta sé besta lausnin eða hvort einhver önnur lausn sé þarna úti sem ég veit ekki um og er kannski öruggari til langtímageymslu gagna. :)

Re: Gögn á segulbönd (Tape)

Sent: Þri 31. Maí 2016 10:14
af Televisionary
Amazon Cloud Drive og Amazon Glacier eru hlutir sem ég myndi skoða. Cloud Drive er á flötu gjaldi upp á 59 USD á ári ef ég man rétt. Glacier er reiknaður út eftir gagnamagni 0.007 USD fyrir per GB.

Re: Gögn á segulbönd (Tape)

Sent: Þri 31. Maí 2016 10:30
af falcon1
Er reyndar að hlaða upp á Crashplan en það tekur ógeðslega langan tíma. :) Bara búinn að hlaða upp 30% og er kominn mánuður frá því að ég byrjaði. Er því miður ekki á ljósleiðarasvæði. :(

Re: Gögn á segulbönd (Tape)

Sent: Þri 31. Maí 2016 13:16
af kiddi
Segulband er ekki svo sniðugt fyrir einstakling, það er tímafrekt, ógeðslega dýrt og þú munt alltaf á vissum tímapunkti að keyra efnið yfir á nýjar spólur fyrir ný drif sem eru ekki backwards compatible. Haltu frekar áfram að vera með nokkur local backup í gangi + netbackup og þá ertu í toppmálum fyrir lágmarkskostnað og fyrirhöfn.

Re: Gögn á segulbönd (Tape)

Sent: Þri 31. Maí 2016 13:25
af wicket
Haltu þig við Crashplan eða álíka skýjalaunir.

Tape, bæði segul og venjulegar eru með líftíma uppá 30 ár ca EF böndin eru geymd við bestu mögulegu aðstæður og lítið notuð. 10-15 ár er eðlilegri líftími á þeim frekar.

Skýið losar þig við slíkar áhyggjur, kostnaðurinn er ekki hár ef maður hugsar um öryggið og rónna sem kemur við að þurfa ekki að áhyggjur af gögnunum sínum.

Re: Gögn á segulbönd (Tape)

Sent: Mið 15. Jún 2016 22:53
af falcon1
Takk fyrir upplýsingarnar. :)