Síða 1 af 1

Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Þri 10. Maí 2016 09:46
af Sidious
Daginn,

Hérna ég er aðeins að velta fyrir mér með tölvuna sem ég er með. Málið er það að hún er alveg ótrúlega hægvirk oft á tíðum og tekur það heillangan tíma fyrir hana að opna forrit stund, eins og vafra og ritvinnsluforrit. Með heillöngum tíma þá meina ég svona 20-30 sek, og mun lengur ef ég er ný búin að ræsa hana.

Mig grunar að vandamálið gæti tengst harða disknum, þegar ég kíki á hann í task manager þá er disk usage eða disk active time í 100% mjög oft.

Gæti verið einhver önnur skýring á þessu? Þetta er annars bara standard lappi, fyrsta týpan af i5 örgjörvunum í henni og fjögur gíg í vinnsluminni.

Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég ætti að kaupa mér nýjan disk í hana, en það það er alveg spurning hvort það sé þess virði vegna aldurs tölvunnar.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Þri 10. Maí 2016 19:59
af urban
Fáðu þér SSD og tölvan verður allt önnur.
Diskurinn hjá þér er einfaldlega að deyja.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Þri 10. Maí 2016 22:43
af zedro
Bættu við smá vinnsluminni líka! Amk 4GB, helst sett af 2x8GB ef tölvan ræður við það :)

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Mið 11. Maí 2016 23:37
af Minuz1
i5 er fínt...engin ástæða að uppfæra tölvu vegna hans, nema þú sért einhver mad pro 3d rendering mófó.
SSD og minni eru líklegir sökudólgar hjá þér.
Oftast eru 5400 rpm diskar í þokkabót í laptops...bara til að bæta gráu ofan á svart.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Fim 12. Maí 2016 15:31
af Sidious
Takk fyrir svörin. Fer að skoða það að fjárfesta í SDD disk bráðlega. Sé ég heppinn þá finn ég kannski einhvern notaðan hérna á vaktinni.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Fim 12. Maí 2016 15:40
af Dúlli
Hvaða stýrikerfi ertu að nota ?

Ef windows 8 eða 10 þá er þekkt vandamál að sumir óþarfa hlutur eru með óþarfa álag og það hjálpar til að slökkva á þeim.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Fim 12. Maí 2016 16:41
af Haukursv
Dúlli skrifaði:Hvaða stýrikerfi ertu að nota ?

Ef windows 8 eða 10 þá er þekkt vandamál að sumir óþarfa hlutur eru með óþarfa álag og það hjálpar til að slökkva á þeim.


Ertu með einhvern link eða annað álíka svo ég geti skoðað það betur ? Lenovo yoga mín er voða treg stundum en ég held reyndar að það sé bara afllausum örgjörva að kenna en sakar ekki að prófa

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Fim 12. Maí 2016 16:51
af Dúlli
Haukursv skrifaði:
Dúlli skrifaði:Hvaða stýrikerfi ertu að nota ?

Ef windows 8 eða 10 þá er þekkt vandamál að sumir óþarfa hlutur eru með óþarfa álag og það hjálpar til að slökkva á þeim.


Ertu með einhvern link eða annað álíka svo ég geti skoðað það betur ? Lenovo yoga mín er voða treg stundum en ég held reyndar að það sé bara afllausum örgjörva að kenna en sakar ekki að prófa


Það er nefnilega margt sem getur skapað þetta.

Er sjálfur með SSD disk og var að lenda í þessu og það sem var að valda mér þessu var "Malware Detection" í windows 10. Endaði við að blocka það og usagið dropaði.

Opnaðu task manager og skoðaðu hvað er að koma með allt þetta álag og svo google út frá því.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Mán 16. Maí 2016 22:23
af Haukursv
Já ég tók mig til í kvöld og googlaði og skoðaði þetta betur, deletaði ýmsu bloatware og disableaði nokkur tilgangslaus service sem voru með frekar mikið cpu usage. Tölvan er allt önnur og mun skarpari.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Þri 17. Maí 2016 01:45
af Danni V8
Þurfti að gera sama þegar ég setti W10 á fartölvuna. Hún var nánast ónothæf fyrstu 5 mínúturnar eftir kaldstart.

Slökkti á fullt af dóti og tölvan varð allt önnur.

Hef ekki lent í þessu vandamáli með W10 tölvur með SSD fyrir stýrikerfið.

Re: Eðlilegt ástand - 100% Active time

Sent: Þri 17. Maí 2016 09:04
af GuðjónR
Það væri gaman ef einhver myndi nenna að taka saman lista yfir þá hluti sem óhætt er að slökkva á til þess að gera tölvuna sprækari.