Síða 1 af 1

Vinnsluminni, viftustýring eða Zalman blóm?

Sent: Lau 01. Jan 2005 23:51
af einarsig
arrgg ég get ekki ákveðið mig, valið stendur á milli þriggja hluta sem ég get valið um að kaupa mér fljótlega


1 : auka minniskubb 512 mb 3200 super talent .... og með því fæ ég dual ddr :)
2 viftustýringu hávaðinn er rosalegur í þessum kassa sem ég er með..... um 52 desibil samkvæmt einhverjum review sem ég las
3 zalman kopar blóma thingy .... til að minnka hávaðann


hvað leggið þið til að ég geri ? hafiði kannski betri uppástungu ?

Sent: Sun 02. Jan 2005 00:31
af biggi1
persónulega myndi ég velja númer 1 því að hávaðinn skiftir mig ekki miklu máli, bara að skrúfa upp í headfónunum :)

Sent: Sun 02. Jan 2005 00:52
af MezzUp
*titli breytt* :evil:

Annars get ég ekki svarað þar sem að þú einn veist hvort að þú vilt/þarft meira performance, eða vilt frekar lækka hávaðann eitthvað.

Ertu viss um að örgjörva- og/eða kassavifturnar eru að framleiða mesta hávaðann?

Sent: Sun 02. Jan 2005 00:54
af skipio
Þú skalt allavega ekki kaupa viftustýringu ef þú átt ekki mikinn pening. Getur bara reddað þér sjálfur með að minnka strauminn á viftunum því allir MOLEX-tenglar eru með bæði 12V og 5V og það er ekkert mál að fá 7V út úr þeim líka. Sjá http://www.silentpcreview.com/article6-page1.html

Og áður en þú ferð út í að kaupa nýja hluti til að minnka hávaðann í tölvunni skaltu finna út hvað það er sem er að valda mesta hávaðanum. Auðvelt að gera það með því að taka eina og eina viftu (og harða diska) úr sambandi í augnablik. Auðvitað verðurðu reyndar að hafa slökkt á tölvunni þegar þú tekur diskana úr sambandi.

En ertu ekki með auka-viftu aftan á kassanum eða ertu bara að nota viftuna á aflgjafanum? Alveg möst að hafa auka viftu svo ekki reyni of mikið á aflgjafaviftuna. Þá verður of mikill hávaði í henni.

Silentpcreview.com tengillinn að framan er góður ef þig vantar upplýsingar um hvurnig þagga eigi niður í tölvunni.

Sent: Sun 02. Jan 2005 10:49
af so
skipio, fínar upplýsingar og sniðugur linkur. Best að fara að föndra :D

Sent: Sun 02. Jan 2005 13:08
af Stutturdreki
Án þess að vita meira myndi ég mæla með því að þú fáir þér minni.

Að minnka hávaðan með viftustýringu minnkar líka kælinguna, sem er ekki endilega gott.

Örgjörva viftan er yfirleitt ekki sú vifta sem gefur frá sér mesta hávaðan, byrjaðu að skoða littlar viftur eins og á skjákortinu eða Northbridge.

Sent: Sun 02. Jan 2005 13:48
af skipio
Best að fara létt yfir það sem ég gerði til að þagga niður í minni tölvu (það heyrist ekki múkk í henni núna). Þetta er nokkurnveginn í tímaröð og ég skipti alltaf út þeim hlut sem mestur hávaði var í á hverjum tímapunkti.

1. Keypti Zalman blóm, 120mm Enermax viftu og Compucase 6A kassa (sami og Antec 3700SLK - besti kassinn til að þagga niður í tölvunni). Kassinn var með HEC aflgjafa og móðurborðið án viftu. Setti allar vifturnar á 5V. Var með XP2500 örgjörva og Ti4200 skjákort.

2. Fannst of mikill hávaði í Ti4200 skjákortinu. Setti Zalman kælisökkul. Mjög mikill munur!

3. Nú var of mikill hávaði í gamla WD disknum - skipti honum út fyrir 160GB Samsung. Mikill munur!

4. Fann út að nýji diskurinn titraði á tíðni kassans svo kassinn magnaði upp titringinn frá disknum. Setti diskinn í teygjur til að losna við titringinn.

5. Prófaði að líma einhverskonar hljóðeinangrandi efni innan í tölvuna. Tölvan er miklu þyngri núna en ég fann ekkert voðalega mikinn mun á hávaðanum - eitthvað minni þó, sérstaklega í hátíðninni. Sjá efnið á http://www.silentpcreview.com/article87-page1.html

6. Klippti grillin úr tölvunni að aftan og framan. Minnkaði hitastigið í tölvunni og aflgjafaviftan snérist nú talsvert hægar (er hitastýrð).

7. Skipti viftunni í aflgjafanum út fyrir Panoflo L1A viftu sem ég festi utan á tölvuna (með ghetto-tape-mod). Minnkaði hávaðann talsvert. Mæli alls ekki með þessu. En Panoflo vifturnar eru frábærar fyrir hitasökkla og aftan á tölvuna fyrir þá sem eru með kassa sem þurfa 8cm viftur - Panoflo eru langsamlega hljóðlátustu 8cm vifturnar!

8. Skipti aflgjafanum út fyrir 350W silenX aflgjafann sem ég minntist á að framan. Mikil framför.

9. Nú var Zalman-örgjörvaviftan farin að angra mig. Skoðaði hvort ég gæti skipt um viftu á kælisökklinum en niðurstaðan varð sú að setja púða undir viftuna. Mikil breyting.

10. Keypti annan Samsung disk. Skoðaði að breyta teygjunum fyrir tvo diska en niðurstaðan varð sú að ég setti í staðinn gúmmípúða undir diskana.

Og þannig þaggaði ég niður í minni tölvu.

Sent: Sun 02. Jan 2005 17:42
af Stutturdreki
skipio skrifaði:6. Klippti grillin úr tölvunni að aftan og framan. Minnkaði hitastigið í tölvunni og aflgjafaviftan snérist nú talsvert hægar (er hitastýrð).


Munaði mikið um það? Og lækkaði hitinn við að skera grillið í burtu?

Annars er ég búinn að:

1) Tók Northbridge viftuna af og setti passive Zalman NB cooler í staðinn.

2) Tók skjákorts viftuna og heatsinkið af og setti Zalman kæliplöturnar í staðinn og skrúfaði 92mm SilenX viftu á það.

3) Tók Orginal Intel P4 kælinguna af og fékk mér Swiftech heatsink og 92mm SilenX viftu á örgjörvan.

4) Tók allar kassa viftur úr (nema eina hitastýrða en lágværa coolermaster sem blæs á harðadiskin) og setti 2x 80mm SilenX viftur að aftan. Önnur þeirra er reyndar hitastýrð og er núna sú vifta sem er með mestan hávaða, vifturnar sem eru á föstum hraða eru mun lágværari.

Fyrir heyrðist dynur fram á gang nú heyrist ekkert nema maður sitji við tölvuna.

Sent: Sun 02. Jan 2005 17:45
af skipio
Já, það kom mér svakalega á óvart en hitinn lækkaði um heil ósköp, sirka 4° ef ég man rétt. Póstaði nákvæmari tölum hér einhvern tímann í fyrndinni, minnir mig.

Annars var ekkert mál að losna við viftugrillin. Ég klippti þau bara með stórum stálklippum sem ég fann út í bílskúr. Tók kannski korter og pínu verk í höndinni eftir á. :wink:
Þurfti ekki einu sinni að taka innvolsið úr tölvunni eins og hefði verið nauðsynlegt með dremel.

Sent: Sun 02. Jan 2005 18:08
af kristjanm
Stutturdreki skrifaði:3) Tók Orginal Intel P4 kælinguna af og fékk mér Swiftech heatsink og 92mm SilenX viftu á örgjörvan.


Hvernig Swiftech heatsink keyptirðu?

Sent: Sun 02. Jan 2005 21:57
af Stutturdreki
kristjanm skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:3) Tók Orginal Intel P4 kælinguna af og fékk mér Swiftech heatsink og 92mm SilenX viftu á örgjörvan.


Hvernig Swiftech heatsink keyptirðu?


Þetta sem Start er að selja, http://start.is/product_info.php?cPath=76_41&products_id=752, en tók 80mm viftuna af og setti 92mm viftu í staðin.

Sent: Sun 02. Jan 2005 23:17
af kristjanm
Stutturdreki skrifaði:
kristjanm skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:3) Tók Orginal Intel P4 kælinguna af og fékk mér Swiftech heatsink og 92mm SilenX viftu á örgjörvan.


Hvernig Swiftech heatsink keyptirðu?


Þetta sem Start er að selja, http://start.is/product_info.php?cPath=76_41&products_id=752, en tók 80mm viftuna af og setti 92mm viftu í staðin.


Þetta er sama drasl og ég er að nota, en er með 80mm Noiseblocker S4 viftu á þessu núna sem er á 3200rpm.

Er að nota þetta á P4 3,2 Northwood örgjörva sem er núna ekkert overclockaður og er að fá alveg 48°C í idle. Ég las nokkur review á netinu og þar fékk þetta ömurlega heatsink bara góða dóma. Btw er búinn að festa það aftur og setja nýtt hitakrem og allt.

Hvernig er þetta að virka fyrir þig?

Sent: Mán 03. Jan 2005 01:39
af Stutturdreki
kristjanm skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:
kristjanm skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:3) Tók Orginal Intel P4 kælinguna af og fékk mér Swiftech heatsink og 92mm SilenX viftu á örgjörvan.


Hvernig Swiftech heatsink keyptirðu?


Þetta sem Start er að selja, http://start.is/product_info.php?cPath=76_41&products_id=752, en tók 80mm viftuna af og setti 92mm viftu í staðin.


Þetta er sama drasl og ég er að nota, en er með 80mm Noiseblocker S4 viftu á þessu núna sem er á 3200rpm.

Er að nota þetta á P4 3,2 Northwood örgjörva sem er núna ekkert overclockaður og er að fá alveg 48°C í idle. Ég las nokkur review á netinu og þar fékk þetta ömurlega heatsink bara góða dóma. Btw er búinn að festa það aftur og setja nýtt hitakrem og allt.

Hvernig er þetta að virka fyrir þig?


Well, ég er sáttur. Hitinn á Northwood 2.8Ghz er um 36°C idle og hef séð hann fara mest í um 56°C, við spilun á Sid Meiers Pirates! endurgerðinni merkilegt nokk, hitinn fer ekki mikið yfir 50°C þó ég keyri tvö instance af Prime95. Kassa hitinn er á milli 27,5°C til 29°C (þegar skjákortið og örgjörvinn eru bæði komin yfir 55°C).

Er með 92mm SilenX viftu á þessu sem er svo að segja hljóðlaus og notaði afgangs Zalman compound sem ég átti til.

Hef ekki mikið verið að overclocka en setti örgjörvan einu sinni í 3.1Ghz með Intel kælingunni sem var áður og varð ekki var við neinn svaka hita mun.

Sent: Mán 03. Jan 2005 09:41
af einarsig
sko það´heyrist lítið í hörðu diskunum, það er svona gúmmí d´´ot á harða disks bracketinu, búinn að skipta um viftu á power supplyinu.. setti einhverja dual bearing viftu sem heyrist ekkert í. Það kemur ekki til greina að skipta um e-ð á skjákortinu ... þar sem ég veit ekki um kælingu sem dugar fyrir það og er hljóðlátari en orginal, northbridge er með heatzinki. þá standa eftir 3 viftur...... 2 x 120mm og örgjörva orginal Intel...

annars er ég farinn að hallast að auka minniskubb.

p.s svo kallaði pabbi tölvuna mína ryksugu þegar hann kom í heimsókn í gær :twisted:

Sent: Þri 04. Jan 2005 21:32
af einarsig
keypti auka minnis kubb :) dual ddr að virka vel !