Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar [Update 10.2.17]

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar [Update 10.2.17]

Pósturaf Njall_L » Mið 30. Mar 2016 23:36

Sælir vaktarar

Seinnipart síðasta árs skreið gamla tölvan mín yfir tveggja ára múrinn og því fór ég að huga að uppfærslu. Upphaflega ætlaði ég bara að uppfæra örfáa íhluti en það vatt uppá sig og endaði ég á því að kaupa heila nýja tölvu. Mig langar að deila með ykkur pælingunum sem að ég fór í varðandi íhlutaval í von um að einvherjir gætu haft gaman af og kannski lært smá.
Forsendurnar sem að ég lagði upp með voru þær að vélin væri kröftug og hún ætti að geta gert sitt næstu árin. Mig langaði að þetta yrði ITX tölva sem að væri alveg hljóðlát en samt með gott rými fyrir yfirklukkun og einnig þurfti hún að líta ágætlega út.

Eftir miklar pælingar varð íhlutavalið á eftirfarandi hátt

Móðurborð - Asus Maximus Impact VIII
Þetta móðurborð var upphafið af því að mig langaði í ITX tölvu. Aðal fídusinn sem að ég var að sækjast í er sér dótturborð þar sem að aflfasarnir eru og því er hægt að yfirklukka á því eins og á mörgum high end ATX borðum. Þetta er eitthvað sem að er ekki algengt á ITX móðurborðum. Einnig býður það upp á mikla viftustjórnun sem að myndi hjálpa við að gera vélina hljóðláta auk þess að vera með sér hljóðkort til að skila frábæru hljóði.
Fleiri upplýsingar um móðurborð hérna

Örgjörvi - Intel Core i7 6700k
Þessi valkostur var nokkuð sjálfgefinn þar sem að ég var með i7 í eldri vélinni hjá mér og ætlaði ekki að fara í neitt slakara en það.
Fleiri upplýsingar um CPU hérna

Vinnsluminni - Corsair Vengance LPX 2X8GB DDR4 2400MHz
Til að velja þetta tók ég saman nokkur 2x8GB kit sem að mér leist vel á og fann út klukkuhraða, latency og verð á þeim öllum. Síðan reiknaði ég út raunverulegan aðgerðarfjölda sem að hvert og eitt minni ætti að ráða við á sekúndu út frá klukkuhraða og latency. Að lokum bar ég það allt saman miðað við verðið og fann út að ofangreind minni myndi henta mér best í þessari tölvu. Fleiri upplýsingar um RAM hérna

Skjákort - Evga GTX980ti Classified 6GB
Eftir miklar pælingar ákvað ég að skipta út Asus GTX980 kortinu sem að var í eldri vélinni hjá mér til að fá að vera með í hype lestinni í kringum GTX980ti. Ég fór yfir nokkrar týpur en valdi Evga Classified vegna þess að það býður upp á góða yfirklukkunarmöguleika, er nokkuð látlaust, passar litaþemanu á tölvunni og vegna customer support hjá Evga. Fleiri upplýsingar um GPU hérna

Aflgjafi - Corsair AX860i
Aflgjafinn var frekar flókinn valkostur þar sem að hann mátti helst ekki vera lengri en 160mm til að hægt væri að fitta honum vel í kassann og hann þurfti að vera fully modular. Einnig vildi ég að hann væri með mjög lágt ripple við nánast hvaða load sem er til að eiga ekki á hættu að skemma neitt við yfirklukkun. Build quality þarf líka að vera top notch þar sem að ég sé fyrir mér að endurnýta þennan aflgjafa í næstu tölvur í framtíðinni. Eftir miklar pælingar endaði ég á því að fá mér Corsair AX860i aflgjafann eftir að hafa lesið review um hann hjá aflgjafasnillingnum JonnyGuru. Það review má sjá hér. Fleiri upplýsingar um PSU hérna

Kassinn - NZXT Manta
Val á kassanum var smá vandamál. Ég byrjaði á því að panta mér Fractal Design Nano S þegar að hann var kynntur en þeim kassa var seinkað svo að ég cancellaði þeirri pöntun. Við tók löng leit að nýjum kassa en hún endaði á því að ég pantaði NZXT Manta í matt svörtum/rauðum lit. Ég var smá efins fyrst um hvernig þessi kassi væri þar sem að hann er dálítið "öðruvísi" en eftir að hafa byggt í honum og horft á hann í nokkra daga sé ég alls ekki eftir kaupunum. Hann er vissulega dálítið spaced out en samt á fallegan hátt, að mér finnst allavega. Hann er reyndar frekar stór miðað við ITX kassa en samt ekkert fáránlega miðað við tölvukassa almennt. Fleiri upplýsingar um kassan hérna

Örgjörvakæling - NZXT Kraken X61
Mesta pælingin með örgjörvakælinguna var loft eða vatnskæling. Þar sem að móðurborðið og kassinn bjóða uppá takmarkaðan stuðning við loftkælingar ákvað ég að gefa vatnskælingu séns. NZXT Kraken X61 var fyrir valinu þar sem að hún er virkilega hljóðlát og með stórum 280mm radiator. Ég endaði þó á því að skipta viftunum á henni út fyrir Noctua NF-A14 PWM þar sem að mér fanns stock vifturnar of háværar á hærri snúnig.
Fleiri upplýsingar um örgjörvakælinguna hérna

SSD - Samsung 850 EVO 500GB (2 stykki í RAID0)
Valið á þessum diskum var ekki flókið. Ég hef verið að nota Samsung 840 EVO hjá mér í töluverðan tíma með góðum árangri og þeir eru með virkilega gott value fyrir gæðin. Í eldri vélinni hjá mér var ég með 1x120GB SSD disk fyrir stýrikerfi og annan 1TB HDD fyrir forrit/leiki sem að var góð lausn á þeim tíma. Núna ákvað ég að taka 2x500GB diska, henda þeim í RAID0 til að fá samtals 1TB af SSD geymslu með sirka 1GB í read/write hraða. Þessir diskar koma til með að hýsa stýrikerfi/forrit/leiki. Fleiri upplýsingar um SSD hérna

HDD - Seagate Desktop 4TB
Hér var aðal málið fyrir mig að hafa nægilega mikið pláss. 4TB ættu að duga mér í einhvern tíma. Ég valdi Desktop útgáfuna þar sem að hún er örlítið hljóðlátari en t.d. NAS týpan. Síðan er bara galdurinn að eiga gott backup af öllum mikilvægum gögnum þar sem að þetta er sá partur sem að er hvað líklegastur til að skemmast fyrst. Fleiri upplýsingar um HDD hérna

Annað
NZXT IU01 Internal USB Hub - USB fjöltengi sem að gerir mér kleyft að stinga bæði aflgjafanum og vatnskælingunni í samband en taka bara upp eitt USB tengi á móðurborðinu. Fleiri upplýsingar um hubinn hérna
Silverstone CP11B Sata kaplar - Hér er um að ræða svarta Low-Profile Sata kapla sem að gera ekkert nema að líta vel út. Þeir kosta skildinginn en breyta miklu upp á útlit að gera, sérstaklega í litlu plássi á ITX borði. Fleiri upplýsingar um Sata kaplana hérna
Kaplaefni frá Icemodz - Til að setja punktinn yfir i-ið þá ákvað ég að búa til sleeved kapla í rauðum/svörum lit. Mundi hjá Icemodz var virkilega hjálpsamur varðandi efnisval og ráðleggingar. Mæli sterklega með honum fyrir þá sem að eru að pæla í að sleeva eða vilja kaupa sleeved kapla.
Filma á SSD diskana - Þar sem að SSD diskarnir snúa á hvolf í þessum kassa ákvað ég að verða mér útum matt svarta bílafilmu til að setja yfir þá. Útkoman á þessu varð virkilega snyrtileg og þetta rífur ekki ábyrgðina líkt og t.d. paint job myndi gera.
Stýrikerfi - Tölvan keyrir á Windows 10 Pro stýrikerfi

Það sem að á eftir að gera til að geta sagt að tölvan sé tilbúinn:
- Búa til kapla fyrir skjákortið
- Setja svarta herpihólka yfir tengi sem að fara í móðurborðið til að fela marglita víra.
- Skipta út viftunni aftast fyrir BeQuiet Silentwings 120mm PWM
- Setja RGB LED í kassan
- Skoða með að setja RGB LED í NZXT lógóið fyrir framan aflgjafann


Í byggingunni sjálfri er í rauninni fátt sérstakt. Ég fjarlægði fan hubinn sem að kemur með kassanum og smíðaði bracket til að setja Asus fan hubinn sem að kemur með móðurborðinu á sama stað. Einnig smíðaði ég bracket á HDD diskinn sem að heldur Internal USB hubinum föstum. Kaplarnir voru allir sleevaðir af mér til að passa nákvæmlega fyrir þennan kassa. Ég passaði að grúppa saman power kapla sér, viftu kapla sér, data kapla sér og svo framvegis til að auðvelda aðgengi og breytingar í framtíðinni.

Nú koma bara nokkrar myndir til að sýna útkomuna. Endilega hendið í komment ef að þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur varðandi eitthvað sem þessari tölvu tengist. Væri líka til í að heyra hvað þið hefðuð gert öðruvísi og af hverju. Mun henda í update þegar að ég er búinn að græja það sem að ég taldi upp hér að ofan að væri eftir.

Allir íhlutirnir saman
Vaktin4.jpg
Vaktin4.jpg (952.77 KiB) Skoðað 2382 sinnum


SSD diskarnir, búið er að filma annan þeirra með matt svartri bílafilmu
Vaktin1.jpg
Vaktin1.jpg (764.07 KiB) Skoðað 2382 sinnum


Bracketið sem að festir Internal USB Hub við HDD diskinn
Vaktin3.jpg
Vaktin3.jpg (975.99 KiB) Skoðað 2382 sinnum


Grindin á kassanum ber án nokkurra body panela
Vaktin2.jpg
Vaktin2.jpg (949.78 KiB) Skoðað 2382 sinnum


Cable Management
Vaktin5.jpg
Vaktin5.jpg (775.96 KiB) Skoðað 2382 sinnum


Tölvan opinn að sýna sitt
Vaktin6.jpg
Vaktin6.jpg (1.12 MiB) Skoðað 2382 sinnum


Lokuð
Vaktin7.jpg
Vaktin7.jpg (731.48 KiB) Skoðað 2382 sinnum


Lokuð og í gangi
Vaktin8.jpg
Vaktin8.jpg (824.92 KiB) Skoðað 2382 sinnum
Síðast breytt af Njall_L á Fös 10. Feb 2017 23:48, breytt samtals 3 sinnum.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf mundivalur » Fim 31. Mar 2016 00:01

Glæsilegt :happy




einarbjorn
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf einarbjorn » Fim 31. Mar 2016 07:55

Glæsilegt og nú langar mér í nýja tölvu :happy


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1355
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf nidur » Fim 31. Mar 2016 08:00

Flott hjá Þér!




Macgurka
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 15. Mar 2016 19:33
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf Macgurka » Fim 31. Mar 2016 14:11

Hrikalega flott vél. Fæst kraken x61 á íslandi?.


Qnix Qx2710 @ 110Hz - MK disco - logitech g502 - 16 GB dd3 - i5 4670k @ 4.5Ghz delid 1.335v - Corsair H60 - EVGA 1070 FTW - Samsung Evo.

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2018
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf hfwf » Fim 31. Mar 2016 14:36

FLott vél, hvert er heildarverð á vélinni, ef þú ert til í að gefa það upp?



Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf Njall_L » Fim 31. Mar 2016 19:58

Macgurka skrifaði:Hrikalega flott vél. Fæst kraken x61 á íslandi?.


Neibb ég fann hana hvergi sem lagervöru hér á klakanum en nokkrir voru til í að panta hana fyrir mig. Endaði á því að panta hana ásamt fleiru hjá http://www.overclockers.co.uk

hfwf skrifaði:FLott vél, hvert er heildarverð á vélinni, ef þú ert til í að gefa það upp?


Takk fyrir hrósið en ég er ekki til í að gefa upp heildarkostnað að svo stöddu, þeir sem að þekkja til geta þó ímyndað sér að svona er ekki gefins.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf jojoharalds » Fim 31. Mar 2016 20:14

Mjög flott og snýrtilegt !!


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S


brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf brynjarbergs » Fim 31. Mar 2016 21:46

Hrikalega fallegt! Flott build sem á eftir að endast!



Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf Haukursv » Fös 01. Apr 2016 09:41

Geggjað build hjá þér, kassinn kannski ekki alveg my cup of tea en þetta er allt rosalega öflugt og snyrtilegt hjá þér, eins og það á að vera !


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar

Pósturaf Njall_L » Fim 23. Jún 2016 23:56

Update 23.6.16
Jæja þá er komið smá update, búinn að klára sleeving fyrir skjákortið og bætti við NZXT Hue+ RGB LED lýsingu í dag. Langar að skrifa smá umsögn um lýsinguna.

Ætla að byrja á því að gefa Tölvutækni stórt hrós fyrir að bjóða upp á NZXT Hue+ pakka á flottu verði =D>. Nánari upplýsingar hérna.
Pakkinn kemur með NZXT Hue control boxi, 4x300mm RGB Led stripum og öllum tilheyrandi snúru. Kassinn er nettur og afpökkunin skemmtileg, maður fær greinilega tilfinningu að um sé að ræða gæðavöru.
Uppsettningarferlið er í raun sáraeinfalt. Control boxið er fest niður í slot fyrir 2.5" harða diska og síðan tengt með snúru sem að fylgir við molex til að fá rafmagn. Micro USB snúra sem fylgir er tengd úr boxinu í internal USB2.0 header á móðurborðinu. Að lokum eru LED lengjurnar tengdar við boxið. Tvær rásir eru á því sem að hver um sig styður allt að 40 LED perur. Hver og ein 300mm lengja er með 10 LED svo að hægt er að hafa allt að 8 lengjur eða 2400mm í gangi í einu. LED lengjurnar festast síðan í kassann og eru þær með innbyggðum segli og tvöföldu límbandi, hjá mér var nóg að nota segulinn og því get ég fært þær um eins og ég vill.
Til að setja búnaðinn upp í tölvunni er CAM hugbúnaður sóttur frá heimasíðu NZXT og innheldur hann drivera og stýriforrit. Forritið er vel upp sett og auðskyljanlegt. Töluvert af innbyggðum stillingar fyrir lýsinguna í boði eins og t.d. breathing, fading, pulse, spectrum wave, cpu temparture, fps mode og audio mode. Flestum þessara stillinga er síðan hægt að breyta upp að vissu marki og búa til Custom Profile.
Þetta er í raun mjög góður pakki en eins og flest hefur hann sína kosti og galla.
Kostir:
- Gott build quality og nokkuð þéttar LED's (30mm á milli).
- Þæginleg uppsettning og góður hugbúnaður.
- Bæði segull og tvöfalt límband til að festa LED lengjurnar, virkilega góður fídus fyrir þá sem að vilja ekki líma í kassann hjá sér.
- Virkilega margir litir í boði og auðveld sjórnun á þeim í gegnum hugbúnað. Boðið er upp á alla RGB litina (16 milljónir).
Gallar:
- Notar Molex tengi til að fá rafmagn. Hefði miklu frekar viljað sjá Sata power tengi til að geta sleppt því að hafa Molex kapal bara fyrir lýsinguna.
- Hefði verið fínt að fá Micro USB >> Male USB A snúru með fyrir þá sem að hafa ekki USB2 header á móðurborðinu.
- LED lengjurnar eru hvítar og geta því verið nokkuð áberandi ef þær sjást í kassanum. Ég hefði viljað hafa þær svartar.
- Væri gaman að sjá stillingu til að stilla birtustig á lýsingunni.
- Hvítt LED ljós sem að kviknar á control boxi og er ómögulegt að slökkva á. Ég fékk mér þetta kerfi til að geta stjórnað allri kassalýsingunni en ræð ekkert við þetta eina ljós
Eftir að hafa leikið mér með þessa lýsingu þá get myndi ég fyllilega mæla með henni. Hún kostar að vissu skildinginn en hér er um að ræða mest "advanced" lýsingu sem að ég hef prófað til þessa og ég veit ekki hvað væri hægt að bera hana saman við. Ég er einungis að nota tvær af fjórum LED lengjum sem að fylgdu með og lýsa þær upp allan kassann hjá mér, þá eru tvær eftir sem að ég mun sennilega setja undir kassann við tækifæri. Hér að neðan eru tvær myndir til að gefa mynd af því hvernig þetta kemur út. Liturinn sem að er sýndur á myndunum er alveg hvítur.
Linkur á heimasíðu framleiðanda.

Mynd1.jpg
Mynd1.jpg (271.75 KiB) Skoðað 1760 sinnum

Mynd2.jpg
Mynd2.jpg (325.78 KiB) Skoðað 1760 sinnum


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX Mulningsvél - Build og útskýringar [Update 23.6.16]

Pósturaf Njall_L » Fös 10. Feb 2017 23:48

Update 10.2.17

Jæja þá er fyrsta updateinu fyrir 2017 lokið, veit svo sem ekki hvað hin verða en það verður seinni tíma hugmynd. Það gerðist lítið á seinni hluta árs 2016 fyrir utan að ég skipti GTX980ti út fyrir GTX1080.

Aðal breytingin núna er kassinn. Ég breytti öllu setupinu hjá mér og gamli kassinn passaði ekki inn lengur. Ákvað því að kaupa Fractal Design Nano S og henda tölvunni á bakvið skrifborðið hjá mér þar sem ég sé hana ekki en samt er í boði nægt loftflæði í kringum kassann.

Þar sem að kælingin var með 280mm radiator sem passar ekki í Nano S þurfti ég að kaupa nýja kælingu líka. Fyrir valinu varð Noctua NH-D15 með einni viftu sem rétt sleppur í kassann. Setti síðan 2 Noctua NF-A14 PWM í frontinn og eina Noctua NF-S12A PWM aftaní kassann. Þetta veldur því að tölvan er algjörlega dead silent. Það þarf töluvert álag til lengri tíma til að heyra í einhverju.

Ég lenti svo í því að Corsair AX860i aflgjafinn bilaði og fékk honum skipt út hjá Corsair. Á meðan ég var að bíða eftir replacement aflgjafa sá ég reviewið frá JonnyGuru á Seasonic Prime 850W 80+ Titanium og var ekki lengi að fá einn í hús. Áhugasamir geta lesið reviewið hér.

Þegar ég var að púsla þessu saman ákvað ég að henda einum Samsung 850 Evo 512GB í viðbót inn í Raid0 með þeim tveim sem voru fyrir. Var að renna út af geymsluplássi og þetta var fín viðbót fyrst maður var byrjaður að breyta.

Mynd 1.jpg
Mynd 1.jpg (336.37 KiB) Skoðað 1354 sinnum


Mynd2.jpg
Mynd2.jpg (324.26 KiB) Skoðað 1354 sinnum


Löglegt WinRAR leyfi