Setja saman fyrstu tölvuna mína


Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Mið 16. Des 2015 16:37

Góðan daginn snillingar,

Eins og þráðurinn segir þá er ég að fara setja saman fyrstu tölvuna mína og var að vonast til þess að einhverjir hér væru til í að ráðleggja mér aðeins um hvað væri best að kaupa.
Það sem ég mun nota tölvuna í verður smá tölvuleikjaspilun (CS GO, LOL/HON, Battlefield, mögulega fleiri), forrit sem ég nota í skólanum (var að byra í verkfræði ef einhver þekkir forritin notuð í því... matlab, inventor, autocad er það sem ég hef unnið í eins og er) og síðan mun ég stream-a mikið af bíómyndum og svoleiðis. Þetta er fyrsta skipti sem ég mun eiga tölvu sem getur spilað tölvuleiki og ég vil hafa möguleikann á að geta spilað meira en bara CS, svo helst að vera góð leikjatölva.

Ég hef látið mig dreyma um að hafa tvo skái, mun einnig tengja tölvuna við sjónvarp til að horfa á það sem ég er að stream-a. Eru einhverjir sérstakir hlutir sem ég ætti að sækjast í til þess að gera þetta?
Ég vil einnig hafa möguleikann á því að geta notað tónlistarforrit og mögulega leika mér aðeins að klippa video. (Þetta er svona meira aukaatriði sem ég væri til í að leika mér í bara sem áhugamál, svo ef þetta er að bæta við einhverjum 30 þúsund í build-ið þá held ég að ég sleppi því)

Afi minn er núna í USA svo að ég get náð mér í skjákort og örgjörva á aðeins betra verði en hér á íslandi, hann getur að sjálfsögðu ekki tekið heila tölvu með sér, svo ég held að ég muni nýta mér ferðina hans í þessa tvo hluti þar sem þeir eru dýrari en aðrir, mögulega móðurborð?

Ég hef skoðað þetta svolítið og hér er það sem ég er að pæla eins og er:

Örgjörvi: (Intel Skylake i5 6500 3.2 GHz - 3.6 GHz) Passar Intel með DDR3? Er mikill munur á Intel og AMD og í hverju felst munurinn á því? Vinur minn sagði mér að fara í Skylake, en hann hafði ekki mikið af ástæðum afhverju ég ætti að gera það, bara að honum hefði verið ráðlagt það af einhverjum sem höfðu mikið vit á þessu. Er einhver örgjörvi sem þið mynduð frekar mæla með, og væri i5 6500 nóg fyrir það sem ég er að fara nota tölvuna í? Vantar líka ráðlagningu um hvernig viftu ég ætti að hafa á örgjörvanum og hvort þið mælið með einhverju sérstöku kælikremi?

Minni: (16 GB (2x8 GB) 2666 MHz/2400 MHz) Mig minnir að ég hafi fundið þennan á góðu verði á amazon. Pæling hvort að 2400 MHz væri ekki nóg? Hvað væri ég að græða á því að fara í 2666? Ég veit hvað minnið gerir, en ég er ekki alveg viss hvort ég muni hafa eitthvað við þessi auka MHz að gera.
Mest að pæla hvort ég eigi að vera fara í DDR4 eða DDR3? Allar upplýsingar mjög vel þegnar.

Skjákort: (GTX 960) Þar sem ég hef ekki reynsluna á einhverjum svaka skjákortum þá ætla ég ekki að fara í 970, ég tel þetta vera meira en ásættanlegt. Á amazon hef ég nokkra möguleika á hvaða framleiðanda ég ætti að velja, eruði með einhverjar tillögur, hef lesið eitthvað um það en þá var aðalega verið að tala um þegar það er verið að overclocka skjákortið sem ég ætla ekkert að vesenast í, allavega ekki strax. Ég las einnig að GeForce skjákortið væri frekar langt og mögulega vesen að koma því fyrir í turninum. Ég held ég fari í 2 GB, ef þið teljið það ekki vera nóg, pls let me know :D.

Harðir diskar: (250 GB Samsung 850 EVO) og einhver annar 1-2 TB. Einhverjir sérstakir sem þið mælið með eða eitthvað sérstakt sem ég ætti að skoða varðandi val á því?

Móðurborð: Hér er ég alveg týndur, væntanlega því ég er ekki búinn að ákveða hvort ég ætla í DDR3 eða DDR4, ég veit heldur ekki hvort val á örgjörvanum (eða aðrir hlutir) skipti einhverju máli hér? (ss hvort ég þurfi að huga að t.d. hvort minnið, skjákortið og harðir diskar ná 100 % virkni sinni í því móðurborði sem ég vel. Og aðsjálfsögðu þarf þetta allt að passa... Eitthvað meira sem ég þarf að skoða hér?)

Aflgjafar: Tillögur um hversu mikið afl ég mun nota? Ætti ég ekki að vera með rúmlega það sem ég mun nota, hversu mikið meira ætti ég að hafa það (100W meira) ? Ætlaði að taka 750 W til að vera öruggur, veit ekki hvort það sé tæpt eða over-doing it.

Turn: Ætlaði að finna eitthvað hentugt eftir að ég er 100 % á hvaða hlutir fara í hann :).

Ég þarf að fara panta hlutina bráðum og þarf að fara ákveða mig sem fyrst. Plís hjálpið mér með þetta, ef þið eruð með eitthvað gott build sem þið eruð nýbúnir að vera skoða sjálf og væruð til í að deila þá væri það frábært. Ef það er eitthvað svakalegt skrímsli þá væri mjög vel þegið ef þið gætuð sagt mér hvað það er sem ég gæti verið nýskur á og farið í ódýrari hlut. Þegar ég byrjaði að skoða þetta þá finnst mér eins og allt annað en ég hef sett hér fyrir ofan væri ekki nóg, er það vitleysa?



Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf Nitruz » Mið 16. Des 2015 18:45

Án þess að fara í smáatriði þá held ég að þú sért alveg með þetta.
CPU:Ég er intel maður þannig að já..skylake I5 ætti að vera góður kostur.
GPU: Spurning að kaupa þér notað gtx 970 hér fyrir sama verð og nýtt gtx 960.
RAM: Ekki samt pæla of mikið í raminu skiptir varla neinu máli. 16GB ætti að vera meir en nóg, er sjálfur með 8GB og hef aldrei náð að koma nálægt því að maxa það.
SSD: Samsung SSD eiga að vera solid.
Moðurborð: Ekki kaupa ódýrasta og ekki dýrasta ;) passa bara að það sé rétt socket fyrir örgjörfan sem þú velur þér.
PSU : 750w ætti að duga fínt, sama hér ekki ódýrasta og ekki dýrasta.
Turn: Bara eh flottan :p
Kaupa frekar flottari skjá/skjái
Gangi þér vel.



Skjámynd

ASUStek
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 05:19
Reputation: 8
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf ASUStek » Mið 16. Des 2015 19:04

^þetta, vildi bara bæta að taka ddr4 minni með skylake. láttu kallinn finna microcenter í usa oft rugl gott verð hjá þeim á örgjöfum. (ath þarft að mæta í búðina til að fá afsláttinn)




Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Mið 16. Des 2015 22:50

Snilld, takk kærlega fyrir ábendingarnar og fljót svör Nitruz og ASUStek! Skoða þetta með microcenter eitthvað betur, heimasíðan virðist vera niðri eins og er, en klárlega þess virði að eltast aðeins við bestu verðin :D!
ASUStek, afhverju að taka DDR4 með skylake (Þá þarf ég væntanlega að huga að móðurborðinu líka?)? Á það aðeins við skylake eða allt frá Intel?



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3357
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf mercury » Mið 16. Des 2015 23:41

1151 socket "skylake" notast vid ddr4 minni og gera modurbordin thad lika. Svo til allir framleidendur eru med solid modurbord.




Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Fim 17. Des 2015 18:39

Já okei, takk fyrir upplýsingarnar mercury.
Ég ætla þá að fara í 4690 K í staðin til að spara mér, finnst performance-ið sem ég er að græða á skylake ekki vera nógu mikið, ef eitthvað í i5-6500.
Eina það góða sem ég sé við að fara í skylake build er ef ég væri að fara í 6600 K eða betra og uppá upgrade möguleikana eftir einhver ár.



Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 577
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf Lallistori » Fim 17. Des 2015 23:47

astthor skrifaði:Já okei, takk fyrir upplýsingarnar mercury.
Ég ætla þá að fara í 4690 K í staðin til að spara mér, finnst performance-ið sem ég er að græða á skylake ekki vera nógu mikið, ef eitthvað í i5-6500.
Eina það góða sem ég sé við að fara í skylake build er ef ég væri að fara í 6600 K eða betra og uppá upgrade möguleikana eftir einhver ár.


Það er einmitt málið, lang sniðugast er að gera ráð fyrir möguleika á uppfærslu seinna meir..


Haf X - Corsair 750w - Ryzen 5 5600X - 32gb ddr4 3200mhz -Prime 550M-A - Samsung 1TB NVMe - Asus 3070 OC - 5TB HDD's

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3357
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf mercury » Fös 18. Des 2015 00:57

svona til að segja mína skoðun þá færi ég í skylake. 6600k bara upp á að vera future proof.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1224
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf nonesenze » Fös 18. Des 2015 03:47

hvað er future proof í dag?


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf Hannesinn » Fös 18. Des 2015 08:05

mercury skrifaði:svona til að segja mína skoðun þá færi ég í skylake. 6600k bara upp á að vera future proof.


nonesenze skrifaði:hvað er future proof í dag?


Ekkert. Ef þú ætlar ekki að uppfæra næsta árið eða svo (sem svo aftur er bara vitleysa, kaupa það sem þú þarft í byrjun), þá er þetta vitleysa.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf DJOli » Fös 18. Des 2015 08:44

Eftir því sem ég hef best séð þá hafa allir í kringum mig sem spila tölvuleiki dauðséð eftir því að kaupa sér 2gb skjákort í stað þess að punga ekki út fyrir 4gb.

Málið er bara það, að 2gb er ekki rassgat í skjákorti í dag.

GTA þarf meira en 2gb til að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) smooth, Fallout 4 þarf meira en 2gb til að keyra smooth, CS:GO er meiri örgjörvaleikur en skjákortsleikur, en þú myndir ekki tapa neinu á því að vera með kraftmeira á móti kraftminna skjákorti í honum.

Bara svona upp á að vera sáttur með kaupin sem lengst ;).


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Fös 18. Des 2015 09:37

mercury skrifaði:svona til að segja mína skoðun þá færi ég í skylake. 6600k bara upp á að vera future proof.


Já mig langar mjög mikið að fara í þennan, kannski að ég myndi henda mér í 6600 (non K), en væri fínt að hafa möguleikann á góðu over-clock-i í framtíðinni. Víst ekkert mál að ná 4.5 Ghz með OC og í mikilli vinnslu ekki að fara í meira en 72°C!!

Veit einhver hérna hvort það sé hægt að fá móðurborð á Íslandi sem passar og kostar ekki hálfan handlegg? Tekur of mikið pláss til að taka frá USA.
Sá að hér á vaktinni eru einu móðurborðin sem munu passa fyrir þetta build eru amk 50 þúsund.
Í USA er hægt að fá fínt móðurborð á 17 þúsund (Z170 f. 6600K og H170 f. 6600)

Ég tími ekki að fara í þetta build ef það er að kosta mig 40 þúsund aukalega! (aðalega móðurborðið hér, smá í DDR4 uppfærslu og eitthvað í aflgjafa líka)
Buildið eins og það er núna er að kosta mig 120 þúsund (ekki með windows) Síðan þarf ég að kaupa allt annað líka, skjá, mús og lyklaborð, það telur alveg slatta....
Listinn eins og er: (um 120 þús, reyna að fá frítt windows)
Örgjörvi: 4690K (26 þús í USA)
Minni: 8 GB (10 þús Íslandi)... Get fengið 8 GB DDR4 á 8 þús í USA, svo það er ekki að kosta mig neitt meira hér.
Móðurborð: óákveðið (um 25 þús á Íslandi)
HDD/SDD: 1TB (10 þús)/250GB (17,5 þús) >> Íslandi (spara 8 þús í USA fyrir SSD diskinn)
Skjákort: GTX 960 4GB (ZOTAC, USA 27 þús) Myndi ekki breyta þessu þó ég færi í hitt buildið, það myndi kannski bottlenecka örgjörvan, en þetta ætti að duga mér í báðum buildum.
Turn: 10 þús... Afl: Inter-Tech Energon EPS 650W (9 þús... Er þetta drasl???)




Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Fös 18. Des 2015 15:07

Var að sjá að att.is er með svona móðurborð! hélt að þetta væri allt listað hérna á vaktinni hehe :)
okei þá held ég að ég fari bara í skylake build í staðinn, ætti að geta fengið þetta á svipuðu verði.




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1038
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf braudrist » Fös 18. Des 2015 16:27

Keyptu þér Corsair aflgjafa, Inter-Tech er sorp.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m


Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Lau 19. Des 2015 12:48

braudrist skrifaði:Keyptu þér Corsair aflgjafa, Inter-Tech er sorp.

haha já það hlaut að vera, verðið var aðeins of ljúft!



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf Halli25 » Mið 06. Jan 2016 12:53

Móðurborðið sem ég myndi fá mér væri þetta hérna en þú ert líklega búinn að kaupa þetta?
http://tl.is/product/z170-pro-gaming-11 ... ara-abyrgd

Asus fær lang bestu dómana í móðurborðum og reyndar líka í skjákortum ;)


Starfsmaður @ IOD


Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Mið 06. Jan 2016 14:50

Halli25 skrifaði:Móðurborðið sem ég myndi fá mér væri þetta hérna en þú ert líklega búinn að kaupa þetta?
http://tl.is/product/z170-pro-gaming-11 ... ara-abyrgd

Asus fær lang bestu dómana í móðurborðum og reyndar líka í skjákortum ;)


úff þetta er svo dýrt!
Enda er það líklega því þetta er i 1151 socket og ddr4... einmitt ástæðan fyrir því að ég fór í haswell 4690 k örgjörvann í staðinn fyrir skylake!

Fann þetta móðurborð á computer.is:
http://www.computer.is/is/product/modur ... d3h-bk-atx
Fær góð reviews og heitir "BLACK EDITION"... Það getur nú varla klikkað :lol:




Höfundur
astthor
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf astthor » Mið 06. Jan 2016 16:37

En endilega komdu með fleiri ráðleggingar hvaða borð ég ætti að fá mér, en ég er ekki að fara dýrara en um 25 þúsund.
Ef þú veist um eitthvað sem væri best fyrir peninginn í þeim flokki væri ég mjög þakkláttur fyrir ábendingu!
Ég fer að kaupa móðurborðið líklega á morgun, annars á föstudaginn :)



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf Zorglub » Mið 06. Jan 2016 17:42

astthor skrifaði:
Fær góð reviews og heitir "BLACK EDITION"... Það getur nú varla klikkað :lol:


Þetta borð fær alveg þumal frá mér ;)
Black merkir að það er búið að álagsprófa það og líftímin á að vera lengri.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


baldurgauti
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman fyrstu tölvuna mína

Pósturaf baldurgauti » Fös 26. Feb 2016 12:57

Ég veit ekki hvort það sé einhver annar sem er búinn að nefna þetta hérna en 6500 i5 tekur aðeins vinnsluminni með 1866-2133mhz
http://ark.intel.com/products/88184/Int ... o-3_60-GHz
Finnur þetta hér undir "Memory Types"