Síða 1 af 1

Hraðvirkasta skjákortið án viftu

Sent: Mán 28. Apr 2003 21:41
af Spirou
Hvað mynduð þið segja að væri hraðvirkasta skjákortið í dag sem hægt er að kaupa retail(ómoddað) ÁN viftu.

Ég er mikið að spá í að búa mér til vél í sumar sem á að vera mjög hljóðlát. Einni viftu minna er alltaf betra...

Sent: Mán 28. Apr 2003 21:52
af elv
Hef séð geforce 4 mx í tölvulistanum sem er ekki með viftu bara risa heatsink, það er í fréttablaðinu í dag.Finnst hæpið að þú finnir hraðvirkarakort án viftu.Svo geturðu líka vatnskælt það

Sent: Mán 28. Apr 2003 22:23
af kemiztry
VGA-heatsink frá Zalman er stálið.. Ég ætla allavegana að fá mér þetta unit ásamt allann pakkann frá Zalman næst þegar ég fæ mér nýja vél :8)

Zalman VGA-heatsink
Zalman PSU
Zalman CPU-cooler 7000 týpan :P

Sent: Mán 28. Apr 2003 22:24
af MezzUp
síðan geturru skoðað þetta kort frá Matrox. Kemur reyndar í lok Maí en gæti verið þess virði að bíða eftir. Síðan var ég ánægður með að sjá neðst á síðunni: "Microsoft® Windows® 2000, Windows® XP, Windows NT® 4.0 or Linux"
en Spirou, hefurru eitthvað verið að pæla í hljóðlátum tölvum? ég er soldið búinn að vera að pæla í hvernig best sé að þagga niðrí tölvum. kannski að þú share'ir einhverjum linkum eða hugmyndum, ef að þú ert búinn að vera að pæla í þessu.

Sent: Mán 28. Apr 2003 22:39
af Voffinn
ég er með gf4mx420, fúnkerar fínt, á minni 800mhz dollu, kostar ekki mikið og er ekki með viftu, en það eru einhverjar útgáfur af því með viftu (held ég)

gmg kemiztry... hvers skonar hlunkur er þetta ?:)

Sent: Mán 28. Apr 2003 22:55
af MezzUp
Voffin: hvaða FPS ertu að fá í kánter?

kemiztry: hannesinn (á spjallinu) setti þetta upp hjá sér og hitinn á kortinu hækkaði um 10°, samt var hann með 4 kassaviftur á öllum standard stöðum í dragon kassa

Sent: Mán 28. Apr 2003 23:53
af Spirou
elv skrifaði:Hef séð geforce 4 mx í tölvulistanum sem er ekki með viftu bara risa heatsink, það er í fréttablaðinu í dag.Finnst hæpið að þú finnir hraðvirkarakort án viftu.Svo geturðu líka vatnskælt það


Vandamálið við Geforce4 Mx er að það er ekki DirectX9 samhæft.
Computer.is eru að selja þetta http://www.computer.is/vorur/2906 kort sem er án viftu. Þetta er Geforce FX 5200 en er ekki ultra. Ég hef ekki fundið benchmark um þetta á netinu en ég held þetta myndi duga mér(er ekki mikið að spá í að ná 235fps í öllum leikjum).

Galdurinn við það að búa til hljóðláta tölvu er að hafa enga hreyfanlega hluti í kassanum :wink: það er allvega eina lausnin sem virkar 100%. Maður verður auðvitað að hafa harðandisk, en það er hægt að fá mjög hljóðláta diska eins og Seagate Barracuda V. Svo er það PSU sem þarf að hafa viftu og til að það kæli vel þá þarf það í raun að hafa tvær viftur. Þá skiptir auðvitað máli að þær séu hljóðlátar en hversu hljóð látt er "hljóðlátt" ?

Fartölva: Engin vifta í gangi, er hljóðlaust
Tölva: með einni viftu á psu og engu öðru, ætti að vera mjög hljóðlátt

Þetta er einmitt hardwareið sem ég er með núna. Lappi sem liggur ofan á Linux vél með einni kassaviftu og ég sætti mig bara ekki við neitt sem er með meiri hávaða. Þetta eru miklar kröfur en mér finnst þær alveg innan velsæmismarka þar sem ég er nú einusinni með þetta svona núna og virkar fínt(en er bara ekki mjög hraðvirkt).

Jæja, hvað ætlaði ég að segja ? Damed if I know :D

Sent: Þri 29. Apr 2003 00:05
af Tinker
Ég er með 1,7 Mhz P4 sellerí, er með viftu á cpu og svo er auðvitað
ein í psu. That's it. Virkar fínt, reyndar með eitthvað ferlegt GF2
skjákort, úr Hagkaup no less!, en það er án viftu.
Annars er ég 100% sammála þér og mér finnast þetta sjálfsagðar
kröfur. Sítengingar eru að verða staðalbúnaður á heimilum þannig
að það er nánast alltaf kveikt á tölvu einhversstaðar hjá fólki.
Á vinnustöðum þar sem oft eru um 20 til 30 vélar í einu rými er þetta
algert skilyrði. IMHO.
Spirou skrifaði: ... og ég sætti mig bara ekki við neitt sem er með meiri hávaða. Þetta eru miklar kröfur en mér finnst þær alveg innan velsæmismarka ...

Sent: Þri 29. Apr 2003 12:20
af Voffinn
MezzUp skrifaði:Voffin: hvaða FPS ertu að fá í kánter?


Misjafnt, fæ alveg svona uppundir 100fps í dust, en í vatninu í aztec þá dropar það niðrí svona 35 :(

Sent: Þri 29. Apr 2003 12:36
af gumol
Spirou skrifaði:Tölva: með einni viftu á psu og engu öðru, ætti að vera mjög hljóðlátt


Ég er með 3 viftur í minni 933 mhz tölvu (örri, aflgjaf og skjákort)
þegar ég prófaði að slökkva á örraviftunni ínokkrar sekondur var hún næstum alveg hljódlaus, en þegar hún er á heiri ég ekki einusinni í flugvélunum (ég bý í vesturbænum svo það er oft mikill flugvéla-hávaði hér, samt ekki eins mikið og hjá voffanum :wink: )

Sent: Þri 29. Apr 2003 14:49
af Voffinn
gumol skrifaði:þegar ég prófaði að slökkva á örraviftunni ínokkrar sekondur var hún næstum alveg hljódlaus


:shock: þvílík uppgvötun ? í alvöru ? verður örgjörva viftan alveg hljóðlaust þegar þú slekkur á henni ? váá...mig langar í svoleiðis ;)

Sent: Þri 29. Apr 2003 16:50
af elv
Hlóðlaust er undir 20dba.Er með eina Coolermaster DAF-B82 í psu og hún er næstum hljóðlaus er 26dba.

Sent: Þri 29. Apr 2003 17:14
af gumol
Voffinn skrifaði:
gumol skrifaði:þegar ég prófaði að slökkva á örraviftunni ínokkrar sekondur var hún næstum alveg hljódlaus


:shock: þvílík uppgvötun ? í alvöru ? verður örgjörva viftan alveg hljóðlaust þegar þú slekkur á henni ? váá...mig langar í svoleiðis ;)


Ef þetta var ekki misheppnaður brandari þá þarftu að læra Íslenskuna að eins betur (ég mæli með Málfræðilyklunum í Pennanum) "hún" vísaði nefninleg í tölvuna en ekki í viftuna.

Sent: Þri 29. Apr 2003 19:44
af Spirou
Ég fann grein hérna: http://www.boogletech.com/modules.php?n ... =34&page=1
sem er með mjög góðan samanburð á FX og GF4

<pre>
FX 5800 Ultra - Ti4800 (Ti4600)
FX 5800 - Ti4800SE (Ti4400)
FX 5600 Ultra - Ti4200
FX 5600 - MX460
FX 5200 Ultra - MX440
FX 5200 - MX420
</pre>

The bottom line is if you have a GeForce4 MX, GeForce2, Radeon 9000 or below - you will want to consider this card. If you have a GeForce3 or GeForce4 Ti, you need to look at the higher end GeForce FXs and Radeon 9800s.

Sent: Lau 03. Maí 2003 18:37
af Hannesinn
MezzUp skrifaði:Voffin: hvaða FPS ertu að fá í kánter?

kemiztry: hannesinn (á spjallinu) setti þetta upp hjá sér og hitinn á kortinu hækkaði um 10°, samt var hann með 4 kassaviftur á öllum standard stöðum í dragon kassa


Raunar skipti ég um kassa og fékk mér Chieftec plastkassann TL-02W (sjá http://www.arena-chieftec.de/PC_Chassis ... tower.html ). Nú nenni ég ekki að fletta hvað ég sagði hvað hitinn var, en eftir skiptin lækkaði þessi hiti aftur um einhverjar gráður og því tók ég þetta í sátt.

Sent: Lau 03. Maí 2003 18:54
af Voffinn
er þetta ekki svakahlunkur ? risastórt drasl ? :)

Sent: Þri 06. Maí 2003 14:55
af Hannesinn
Jú... þetta svipað breytt og gæðaloka á aktutaktu (3ja hæða samloka) :mrgreen:
Þetta er allavega nógu breytt til að blokka pci raufina fyrir neðan kortið. En ég er ekkert að troða í vélina einhverjum haug af kortum, þannig að þetta er í lagi. Minnir að það hafi staðið að viftan væri um 700g, og ætli kortið sé þá ekki að nálgast 1kg :)

Sent: Mið 07. Maí 2003 10:10
af Jakob
Fáðu þér bara GeForce 4 TI eða Radeon 9700 og Zalman VGA heatsinkið.
Bættu við þetta Zalman PSU og þá ertu í mjög góðum málum. Vélin ætti að vera alveg silent.

Ég held að Zalman VGA coolerinn passi ekki á FX kort :-P

Re: Hraðvirkasta skjákortið án viftu

Sent: Fös 21. Jan 2022 22:02
af snakkop
Ég mundi segja nvidia GeForce rtx3080Ti nephew custom vatskælingu XD

Re: Hraðvirkasta skjákortið án viftu

Sent: Lau 22. Jan 2022 00:19
af agnarkb
snakkop skrifaði:Ég mundi segja nvidia GeForce rtx3080Ti nephew custom vatskælingu XD


Þetta er ekkert smá gott necropost!!

Re: Hraðvirkasta skjákortið án viftu

Sent: Lau 22. Jan 2022 03:39
af MrIce
hérna.... ég held við séum með winner á "oldest necroing" ..... the fuck :wtf