Hvaða móðurborða framleiðandi?


Höfundur
akij
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf akij » Mið 26. Ágú 2015 11:14

Daginn félagar,

Vonandi eru starfsmenn tölvuverslanna á landinu að skoða þetta því mig vantar að vita hvaða móðurborðaframleiðandi er að bila minnst í dag?

2006 keypti ég EVGA (Enn í topp standi). 2011 keypti ég ASUS (Enn í topp standi).

Á ég að halda mig við ASUS? Á þessum árum var Gigabyte að bila mikið en einhver var að ljúga því að mér að þeir væru að bila minnst í dag.

Endilega deilið með mér tölunum. Hvaða framleiðandi er að bila minnst hlutfallslega (í móðurborða-bransanum)?

Með fyrirfram þökkum.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3288
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf Frost » Mið 26. Ágú 2015 11:29

Ég er nokkuð viss um að þú ert að fá solid móðurborð í dag hvort sem þú kaupir Gigabyte, Asus, ASRock, EVGA eða MSI.

Ég er með ASRock móðurborð frá 2012, hefur ekki slegið feilpúst. Keypti ASUS móðurborð 2009 og er ennþá í gangi. Félagi minn er með Gigabyte móðurborð frá 2008.

Eins og með flesta tölvuhluti getur þú fengið gott eintak og slæmt eintak.
https://www.techpowerup.com/forums/thre ... fr.207128/ Þetta er RMA rate frá 2014 sem einhver frönsk síða gaf út (veit ekki alveg hvað það er hægt að treysta þessu en þetta sýnir að RMA rate hjá Gigabyte var lægst.

Að mínu mati myndi ég bara halda mig við ASUS ef þú vilt vera handviss um að fá gott móðurborð.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2180
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf DJOli » Mið 26. Ágú 2015 12:23

Ég hef átt góð msi móðurborð, og helling af þeim, frá 2004. gerði þau mistök að kaupa Asus móðurborð 2009 minnir mig, M2A-VM, og það var hræðilegt. það las örgjörvahraðann aldrei rétt og vegna þessa móðurborðs, gat tölvan á þeim tíma ekki spilað gta 4.
Ég uppfærði seinna í AsRock 770DE+ og það hefur ekki slegið stakt feilpúst og verður pottþétt notað aftur ef ég finn önnur not fyrir gömlu vélina mína.

Ég er þó hrifnastur af Msi.


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


Höfundur
akij
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Sun 09. Ágú 2015 22:10
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf akij » Mið 26. Ágú 2015 13:15

Takk fyrir skjót svör, ánægður með þau og staðfesta það sem maður hélt.

Stundum eru menn heppnari með eintök en aðrir. :)



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1864
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf Hnykill » Mið 26. Ágú 2015 19:18

Gigabyte, MSI, ASUS ..þetta eru topp 3 móðurborðs framleiðendur í dag. þeir eru allir með úrval af borðum, enda í samkeppni við hvort annað. en það veltur mest á því hvað þú ert tilbúinn að borga fyrir, hvað þú færð.

Því dýrara sem móðurborðið er, því betri hlutir eru notaðir í það. nokkurn veginn svo einfalt. svo ef þú ert að bera saman móðurborð milli framleiðanda, berðu þau þá saman í verðflokki í leiðinni .


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1090
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 35
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf Nördaklessa » Mið 26. Ágú 2015 19:53

ég keypti mína fyrstu PC 2004 ef ég man rétt og hún var með MSI. Ég er ennþá dag í dag msi maður því msi hefur ekki tekið eitt feilpús á mér. ;) MSi IMO


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 26. Ágú 2015 20:54

Þetta eru allt flottir framleiðendur með flottar vörur sem eru nefndir hér að ofan.
En af hverju minnist engin á "Rollsinn" ? SuperMicro
Hefur engin reynslu af þeim?



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 240
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf nidur » Mið 26. Ágú 2015 21:32

GuðjónR skrifaði:af hverju minnist engin á "Rollsinn" ? SuperMicro


Var einmitt að lesa í gegnum þráðinn og ætlaði að skrifa nákvæmlega þetta.

Næsta uppfærsla sem ég fæ mér á mína vél verður supermicro með Ecc minni og Xeon. Er nú þegar með 2x supermicro borð.
Hef samt verið að velta fyrir mér Z170 borðunm sem þeir eru að bjóða upp á núna, reyndar ekki Ecc support á þeim.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða móðurborða framleiðandi?

Pósturaf hagur » Mið 26. Ágú 2015 21:44

GuðjónR skrifaði:Þetta eru allt flottir framleiðendur með flottar vörur sem eru nefndir hér að ofan.
En af hverju minnist engin á "Rollsinn" ? SuperMicro
Hefur engin reynslu af þeim?


Í mínum huga er SuperMicro meira enterprise miðað, enda hafa þeir oft lagt áherslu á multi CPU support og ECC minni o.sv.frv. Eflaust frábær borð samt.

Annars hef ég sjálfur góða reynslu af Gigabyte, er með nokkur svoleiðis núna og aldrei neitt vesen. Í "denn" var ég mikið með Abit borð, þau voru líka rock solid. Líka MSI og Jetway .... fín líka. Man reyndar ekki til þess að hafa nokkurntíman lent í veseni með móðurborð :happy