Sko, þetta er eitthvað sem ég er búinn að skoða nokkuð vel enda var ég að spá í 2005FPW skjánum.
Ég hef verið að lesa um vesen með backlight-ið á 2005FPW skjánum og svo segja sumir að litirnir séu ekki eins góðir og á 2001FP skjánum þótt úr ýmsum göllum við 2001FP hafi verið bætt með 2005FPW.
Ég var hinsvegar ekki mjög ánægður með 2001FP skjáinn þegar ég skoðaði hann í Tölvulistanum fyrir nokkru og langar ekki í þannig skjá. Kann ekki vel við áferðina á skjánum, svona hálf gróf eitthvað og leiðinleg. Svo fannst mér ekki nægur contrast.
En ég virðist vera frekar einangraður í þessari skoðun því 2001FP skjárinn hefur verið mjög vinsæll og fólk almennt ánægt með hann. En ég er nú reyndar anal á gæði.
Allavega, þessvegna ætla ég að bíða í stað þess að kaupa 2005FPW núna. Kannski ég splæsi bara í Eizo skjá eftir allt saman; þeir eru langsamlega bestir!
En ég ætla hinsvegar að benda þér á umræðurnar sem hafa farið fram um 2005FPW skjáinn á arstechnica, anandtech og fleiri stöðum.
Hér er linkur á arstechnica þráðinn:
http://episteme.arstechnica.com/eve/ubb ... 5008727631
Þar geturðu fundið linka á fullt af þráðum og umfjöllunum um 2005FPW.
Þú veist líka að það er lítið mál að fá Dell 2005FPW skjáinn á $600-700 þessa dagana og svo hefur 2001FP farið allt niður í $599. Ætlarðu ekki að kaupa í BNA?
Já, og ég prófaði nýja Apple 20" LCD skjáinn um daginn og hann er svakalega góður. Maður finnur að vísu fyrir því að hann er ekki mjög hár en hinsvegar er rosalega þægilegt að nota hann afþví hann er svo breiður. Mér fannst allavega mikið þægilegra að vinna á 20" 16:10 LCD skjá en hefðbundnum 20" 4:3 LCD skjá sem ég hef prófað margoft.
Þannig að ég myndi semsagt frekar mæla með widescreen 2005FPW skjánum persónulega.