Uppfærslupælingar. Er með Haf 912 og AsRockP5B-DE
Sent: Lau 04. Apr 2015 13:19
Keypti flottasta kassann fyrir unglinginn minn, Haf 912 með rauðum ljósum og alles. Setti allt það besta sem ég átti til inn í hana, en það er greinilega ekki nógu gott núna. AsRock P5B-DE móðurborð með 4 gb DDR 2 minni (kannski meira, man það ekki). Intel core duo örri, ekki sérlega hraður. Hann kvartar að tölvan ráði ekki við leikina sem hann er að spila, hvort sem er online eða ekki. Get ekki sett ótakmarkaðann pening í þetta, en allar hugmyndir og pælingar vel þegnar. Held að móðurborðið verði að fara svo við komum allavega DDR3 í þetta og einhvern öflugri örgjörva. Reyni að finna út úr skjákortinu, en það er nokkuð örugglega ekki upp á marga fiska.