Síða 1 af 1

Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:10
af Prentarakallinn
Hvað væri besta tölvan sem maður gæti fengið fyrir þenna pening?

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:14
af Klemmi
Verður nú að gefa betur upp í hvað þú ætlar að nota tölvuna, og hvort þú sért að tala um far- eða borðtölvu :)

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:27
af Prentarakallinn
Klemmi skrifaði:Verður nú að gefa betur upp í hvað þú ætlar að nota tölvuna, og hvort þú sért að tala um far- eða borðtölvu :)


sry :japsmile er að tala um borðtölvu, mini-atx sem verður notuð mest í tölvuleiki

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Sun 15. Mar 2015 19:44
af Klemmi
Kassi: CoolerMaster Elite 110 - 9.950kr.-
Aflgjafi: Fortron 400W - 7.950kr.-
Móðurborð: ASRock H81M-ITX - 12.500kr.-
Örgjörvi: Intel Core i5-4590 - 30.900
Vinnsluminni: Crucial 1x8GB 1600MHz - 11.950kr.-
Skjákort: ASUS nVidia GTX960 - 44.900kr.-
SSD: Samsung 850 Evo 250GB - 23.900kr.-
============
Samtals: 142.050kr.-

Asus kortið ætti að sleppa í þennan kassa... Skellir svo í einhvern fínan harðan disk fyrir restina ef þig vantar svoleiðis :)

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Sun 15. Mar 2015 20:02
af Prentarakallinn
Klemmi skrifaði:Kassi: CoolerMaster Elite 110 - 9.950kr.-
Aflgjafi: Fortron 400W - 7.950kr.-
Móðurborð: ASRock H81M-ITX - 12.500kr.-
Örgjörvi: Intel Core i5-4590 - 30.900
Vinnsluminni: Crucial 1x8GB 1600MHz - 11.950kr.-
Skjákort: ASUS nVidia GTX960 - 44.900kr.-
SSD: Samsung 850 Evo 250GB - 23.900kr.-
============
Samtals: 142.050kr.-

Asus kortið ætti að sleppa í þennan kassa... Skellir svo í einhvern fínan harðan disk fyrir restina ef þig vantar svoleiðis :)


Frábært takk fyrir :happy

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Sun 15. Mar 2015 21:00
af Aperture
Stel formatinu af Klemma*

Kassi: Fractal Design Core 1000 - 11.900 kr
Aflgjafi: EVGA 500B - 10.990
Móðurborð: Asus H97M-E - 20.950 kr
Örgjörvi: Intel Pentium G3258 - 13.500 kr
Kæling: CoolerMaster Hyper 212 Evo - 6.450 kr
Vinnsluminni: Crucial 8GB (1x8GB) DDR3 1600MHz CL9 - 11.950 kr
Skjákort: Gigabyte NVIDIA GeForce GTX960 2GB OC - 42.900 kr
SSD: Samsung 850 Evo 250GB - 23.900kr.-
============
Samtals: 142.540 kr.

Mini-ATX kassi og móðurborð, plássfrekara en pláss fyrir fleiri diska/expanison slots.
Alltaf verið hrifinn af Fractal, ódýr og flottur kassi frá þeim.
100W aflmeira psu, og með betri reviews.
Get lítið borið saman móðurborðin, H97 er nýjasta chipsettið og ætti að reynast auðvelt að fikta aðeins í örgjörvanum(hægt að spara hér, það eru ódýrari H87/B85 borð sem virka).
Verri CPU(2 kjarnar, yfirklukkar oftast í 4.6+ GHz easy) - gríðarlega flottur budget örgjörvi.
212 Evo er go to kælingin fyrir budget vélar erlendis, annars er Stock intel kælingin fáanleg á lítin prís og virkar mjög vel.
1x 8gb stick - auðvelt að uppfæra í 16gb ef þess er þörf seinna, lítill munur á peformance milli single og dual channel.
Betri kæling á skjákortinu, skilst það eigi að vera komið 0db mode fyrir þetta með bios uppfærslu frá Gigabyte.
Hægt að spara á SSD(120gb er 15.900) og skella hörðum disk með í staðin(WD blue 1TB kostar 9.950).

Hægt að spara sér nokkra þúsundkalla með eldra móðurborði og skella því annað ef þú vilt.

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Mán 16. Mar 2015 02:19
af NumerusX
Ég skal selja þér tölvu með svipaða spekka fyrir utan skjákort á 50þ fer alls ekki lægra
i5
16gb ddr3 RAM
2tb hdd
skjákort + 10.000 kr
Ég á tvær svona vélar. Þetta er gesta tölvan ástæða: Eftir að ég setti upp tölvur fyrir alla vini mína(sem eru þrír) þá nenna þeir ekki að koma í heimsókn og spila (sad-face)

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Mán 16. Mar 2015 02:21
af NumerusX
Get líka látið þig fá sjónvarp 40" fullHD 100Hz á 50þ
https://bland.is/classified/entry.aspx? ... Id=2675516

Re: Besta tölva fyrir 150 þús?

Sent: Mán 16. Mar 2015 02:37
af NumerusX
Og já Verðlöggur!!! það er engin af þessum 865 inná bland að selja tölvu með þessum spekkum á sama verði sjónvarp+leikjaborðtölva