MatroX skrifaði:Viltu þá ekki bara banna mig finnst mitt innleg var svo slæmt ?????
Það er minnsta vandamálið.
En svo ég svari þessu á uppbyggjandi hátt þá er ástæða afhverju þitt innlegg var flokkað sem slæmt innlegg og hefðirðu lesið það sem
ég skrifaði í innleggi mínu þá sæirðu alveg afhverju, en nei þú tekur því persónulega og ferð í fílu með þessu fína innleggi þínu og viljandi
reynir að pikka slagsmál. Þér dettur ekki í hug að jafnvel skoða hvernig þú getir bætt þig í framtíðinni.
Ef það fór framhjá einhverjum þá var ástæðan fyrir því að innlegg þitt flokkaðist sem slæmt eftirfarandi:
zedro skrifaði:Ef fólk ætlar að koma með verðmat þá á viðkomandi að bakka þau upp með gögnum. Hlekk á sambærilegt kort og hlekk á benchmarks
Innleggið hans MatroX er gott dæmi um slæmt innlegg.
Þú kemur með staðhæfingu um verðhugmynd:
MatroX skrifaði:45-50þús sirka
Á korti sem kostaði 120þ.kr nýtt sem er 6 mánaða gamalt og tekur ekkert fram afhverju það er svona klikkuð verðlækkun.
Þar af leiðandi flokkaði ég innlegg þitt sem slæmt innlegg og hvet þig til að huga að því í framtíðar verðgæslu.
MatroX skrifaði:alveg magnað að það sé alltaf hægt að finna að commentunum mínum þegar það eina sem ég gerði var að svara gaurnum,
Þú verður að gera þér grein fyrir því að hvernig þú svara fólki hefur áhrif á hvernig fólk bregst við því sem þú segir.
Dæmi: "30-40k af því ég segi það"
Fær óneitanlega verri viðbrög en:
Dæmi: "Ég verðlegg þetta á 30-40 því sambærilegt vara fæst á 50 hjá aðila X og sú vara er betra en vara sem er þú ert að selja".
Alræt allir sáttir? Z out
