zaiLex skrifaði:Skil ekki alveg pælinguna með þetta strobelight, gerir skjáinn svo dimman að það er ekki hægt að nota hann, sé engan mun heldur.
strobing kemur í veg fyrir eye tracking based motion blur.
kíktu á þetta demo:
http://www.testufo.com/#test=eyetrackingef þú horfir á efra geimfarið þá sérðu að lóðréttu svart/hvítu línurnar eru eðlilegar, en þegar þú horfir á neðra geimfarið þá blörrast svart hvítu línurnar(og líka geimfarið sjálft þó svo að það er í rauninni alveg jafn skýrt og geimfarið fyrir ofan!). Ástæðan fyrir þessu er sú að augun þín eru á hreyfingu þegar þú horfir á geimfarið fyrir neðan. Það má líkja þessu við að taka mynd á myndavél sem er á hreyfingu==>myndirnar verða hreyfðar.
120hz skjár án strobing virkar svona:
rammi1: 8.3ms (<==ramminn er sýndur sem stationary mynd á skjánum í þetta margar ms)
rammi2: 8.3ms
rammi3: 8.3ms
osfrv...
120hz skjár með strobing(segjum t.d. bara 2.4ms strobe flash):
svartur skjár: 5.93ms (<== skjárinn slekkur á baklýsingunni og er 100% svartur)
rammi1: 2.4ms
svartur skjár: 5.93ms
rammi2: 2.4ms
svartur skjár: 5.93ms
rammi3: 2.4ms
osvfrv...
Þetta veldur því að hver rammi er sýndur í mun styttri tíma og eye based motion blurrið er þar af leiðandi mun minna. Ekki ósvipað eins og að hafa hraðan shutter speed á dslr myndavél==> þá geturu náð myndum af hlutum á mikilli hreyfingu án þess að allt börrist.
ef skjárinn er 120hz þá tekuru ekki eftir þessum svörtu römmum inná milli, en þú tekur eftir því að birtan hefur minnkað! Ef skjárinn er mikið minna en 120hz þá ferðu að taka eftir þessum svörtu römmum og ferð að sjá flicker. Þessvegna virkar þetta best með skjáum sem eru 100hz+.
edit:
tekið af blurbusters.com:
◾60Hz non-strobed = 1/60sec = 16.7ms
◾120Hz non-strobed = 1/120sec = 8.3ms
◾LightBoost 100% = 2.4ms strobe flash
◾LightBoost 50% = 1.9ms strobe flash
◾LightBoost 10% = 1.4ms strobe flash
