Uppfærsla á vinnsluminni - Hvað á að velja?


Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á vinnsluminni - Hvað á að velja?

Pósturaf GTi » Sun 11. Jan 2015 23:19

Ég er að spá í að fá mér meira vinnsluminni í fartölvuna mína. Þetta er Lenovo Edge E520 1143 3MG. 64-Bit með Win8.

Ég er ekki nákvæmlega viss um hvaða minni ég ætti að kaupa en fann þetta skjal á lenovo.com og þar segir:
8GB max / PC3-10600 1333MHz DDR3, non-parity, dual-channel capable, two 204-pin SO-DIMM sockets.


Fann svo aðra síðu, sem er þó ekki nákvæmlega mína útgáfur "Thinkpad Edge E520". Þar segir:
Memory
PC3-10600 Non-Parity (NP) Double Data Rate Three (DDR3) Technology
Dual-channel capable
Two 204-pin SO-DIMM sockets
- The use of 1066 MHz SO DIMM memory is recommended for this system.

1 GB, 2GB, or 4GB memory
Supports up to 8GB maximum memory

Note: Only 64-bit operating systems support more than 3GB of system memory (RAM).


Þeir tala um bæði 1033MHz og 1333MHz þegar talað er um minnin. Varðandi örgjörvann sýnist mér hann vera 1333MHz.

Allavega... Mig vantar ábendingar um hvaða vinnsluminni ég ætti að taka. Ég er svo lítið inni í vélbúnaðarmálum. :)
Mig langar helst að kaupa frá Nýherja... En þar sem vélin er farin úr ábyrgð kemur til greina að skoða aðrar verslanir.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að það er MAX 8 GB - Og það þarf að vera 2x 4GB.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á vinnsluminni - Hvað á að velja?

Pósturaf Dúlli » Sun 11. Jan 2015 23:24

Það eru 2x raufar á móðurborðinu.
Tölvan styður í mesta lagi 8Gb af minni.
1333Mhz er hraði á minnum

Farðu í computer -> properties og sjáðu hve mikið minni þú ert með. Gætir vel verið að þú sért nú þegar með 1x4Gb kubb og kaupir þá bara anna 4Gb Kubb.

4Gb Kubbur kostar 6.950 Ódýrast í att.is Corsair VAL 4GB 1333 SODIMM

Bætt Við :

Þannig að, þú kaupir 1x eða 2x svona kubba eftir því hvað hentar betur.




Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á vinnsluminni - Hvað á að velja?

Pósturaf GTi » Mán 12. Jan 2015 08:14

Dúlli skrifaði:Það eru 2x raufar á móðurborðinu.
Tölvan styður í mesta lagi 8Gb af minni.
1333Mhz er hraði á minnum

Farðu í computer -> properties og sjáðu hve mikið minni þú ert með. Gætir vel verið að þú sért nú þegar með 1x4Gb kubb og kaupir þá bara anna 4Gb Kubb.
........


Sæll, takk fyrir svarið.
Installed memory (RAM): 4,00GB

Tölvan segir 4,00GB en ekkert um það hvort það séu 2x2GB eða 1x4GB. Myndi hún tilgreina hvort um væri að ræða?


Annars heyrði ég fyrir mörgum árum og hef alltaf staðið í þeirri trú um að maður ætti helst að hafa eins vinnsluminni ef maður hefur tvö? Er það óþarfi?

Annars er ég farinn að pæla í því að skipta úr disknum fyrir SSD. Einhver diskur sem þið mælið með? Ætli 250GB séu ekki meira en nóg fyrir mig. Sé að þessir diskar eru með mismunandi skrifhraða. Er eitthvað hámark sem tölvurnar styðja?
Bætt við:
Sé á fyrrnefndum síðum:
Hard Disk Drive / SATA 3.0Gb/s, 2.5" wide, 7mm or 9.5mm high, removable, upgradable, Shock Mounted Hard Drive, Active Protection System™

En þeir diskar sem ég hef verið að skoða eru SATA 3 6.0Gb/s - Sleppur það ekki örugglega ?




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á vinnsluminni - Hvað á að velja?

Pósturaf Bjosep » Mán 12. Jan 2015 12:17

Það ætti að vera frekar einfalt fyrir þig að sjá hvort þú ert með einn eða tvo kubba af vinnsluminni. Neðan á tölvunni ætti að vera um lófastór plata sem hylur vinnsluminnin. 4 skrúfur og frekar einfalt. Þetta er allavega svona á Thinkpad T og á flestum öðrum fartölvum sem ég hef séð.

Ef þú vilt ekki fara í það þá gætirðu prufað "memtest" forritið. Það segir þér hvaða kubbar af vinnsluminni eru í tölvunni. Það er möguleiki að þetta sé hægt líka í BiOS en ég er ekki alveg viss um það.

Mynd




Höfundur
GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á vinnsluminni - Hvað á að velja?

Pósturaf GTi » Mán 12. Jan 2015 14:38

Bjosep skrifaði:Það ætti að vera frekar einfalt fyrir þig að sjá hvort þú ert með einn eða tvo kubba af vinnsluminni. Neðan á tölvunni ætti að vera um lófastór plata sem hylur vinnsluminnin. 4 skrúfur og frekar einfalt. Þetta er allavega svona á Thinkpad T og á flestum öðrum fartölvum sem ég hef séð.

Ef þú vilt ekki fara í það þá gætirðu prufað "memtest" forritið. Það segir þér hvaða kubbar af vinnsluminni eru í tölvunni. Það er möguleiki að þetta sé hægt líka í BiOS en ég er ekki alveg viss um það.


Sæll. Takk fyrir svarið en fann aðra lausn á þessu.

"Win+R" -> "cmd" -> "wmic MEMORYCHIP"

Þar fann ég m.a:
BankLabel: BANK 2
Capacity: 4294967296
Description: Physical Memory
DeviceLocator: ChannelB-DIMM0
Manufacturer: Samsung
PartNumber: M471B5273DH0-CH9
SerialNumber: 95535F94
Speed: 1333


Ætli ég taki ekki bara Corsair VAL 4GB 1333 SODIMM sem Dúlli benti á.
Er ekki alveg í lagi að blanda tveimur tegundum?