Mini-ITX tölva


Höfundur
aoe
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 20. Des 2014 19:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Mini-ITX tölva

Pósturaf aoe » Lau 20. Des 2014 20:00

Góðan daginn.

Ég hef ákveðið að koma mér aftur í PC-leikjaheiminn og til þess ætla ég að kaupa mér litla Mini-ITX tölvu sem passar í stofuna hjá sjónvarpinu og gæti því einnig virkað sem media center.

Áður fyrr hefði ég keypt mér parta hér og þar og sett tölvuna saman sjálfur en ég hef eiginlega alveg misst áhugann á því og með tveggja mánaða barn á heimilinu þá hef ég ekki orku í það heldur :)
Þar af leiðandi hef ég verið að skoða tvö pakkatilboð sem mér sýnist vera nokkuð sanngjörn; eitt frá Tölvutækni og eitt frá Kísildal. Hér eru þau:

Tölvutækni
Kísildalur

Mér sýnist Kísildalspakkinn vera mun betra tilboð og hallast ég að honum þrátt fyrir að Silverstone kassinn í Tölvutækni pakkanum sé eflaust mun vandaðri kassi en Xigmatek kassinn.

Ennfremur var ég að pæla í að skafa nokkrar krónur af Kísildalspakkanum með því að fara niður í 8GB vinnsluminni og 4690k örgjörva. Ég væri ekki að fórna mjög miklu með þeim breytingum, er það nokkuð?



Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 682
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Reputation: 46
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Mini-ITX tölva

Pósturaf flottur » Sun 21. Des 2014 20:38

Býst við því að þú sért kannski ekkert rosalega að downgrade-a með að fara niður í 4690.

Hér er alla vegana samanburður á þessum örgjövum
http://cpuboss.com/cpus/Intel-Core-i7-4790-vs-Intel-Core-i5-4690
http://www.cpu-world.com/Compare/440/Intel_Core_i5_i5-4690_vs_Intel_Core_i7_i7-4790.html

Ætli það séu ekki einhverjir betri leikjanördar en ég sem geta svarað þér með vinnsluminnin en var það ekki sagt að það sé alveg nóg að vera með 8GB af vinnsluminni fyrir leiki, Þetta byrjaði ekkert að telja nema menn eru kominr í einhverja rosa myndvinnslu.

Annars eru þetta voðalega svipaðir dílar nema mér finnst turninn hjá kísildal flottari...


Lenovo Legion dektop.