Síða 1 af 1

!!! Ný Tölva - Langar í athugasemdir !!!

Sent: Mið 29. Okt 2014 21:02
af Njall_L
Hér er tölva sem ég er að smíða mér.

Mynduð þið gera eitthvað öðruvísi og hvers vegna, væri indælt að fá rökstuðning með en ekki bara "af því"

Með fyrirframþökk

Re: !!! Ný Tölva - Langar í athugasemdir !!!

Sent: Mið 29. Okt 2014 21:10
af Klemmi
Hef í raun engar athugasemdir við íhlutina, lítur allt ágætlega út.

Hins vegar set ég spurningamerki við val á verslun, nema þú sért ekki af höfuðborgarsvæðinu og viljir því hafa ábyrgðarþjónustu í heimabyggð, þar sem þú gætir sparað þér tugi þúsunda með því að versla við aðrar verslanir.

Re: !!! Ný Tölva - Langar í athugasemdir !!!

Sent: Mið 29. Okt 2014 21:11
af mind
Lítið hægt að setja útá, nokkuð rúnuð vél.

En, svona víst þú ert í þessum upphæðum gætirðu alveg eins tekið 2TB disk (aldrei nóg af plássi) og skipt í 2400Mhz minni.

Re: !!! Ný Tölva - Langar í athugasemdir !!!

Sent: Mið 29. Okt 2014 21:15
af worghal
mind skrifaði:Lítið hægt að setja útá, nokkuð rúnuð vél.

En, svona víst þú ert í þessum upphæðum gætirðu alveg eins tekið 2TB disk (aldrei nóg af plássi) og skipt í 2400Mhz minni.

hann hefur svo sem ekkert að gera með 2400 ef hann getur sparað og verið bara í 1600.

Re: !!! Ný Tölva - Langar í athugasemdir !!!

Sent: Mið 29. Okt 2014 21:30
af Njall_L
Klemmi skrifaði:Hef í raun engar athugasemdir við íhlutina, lítur allt ágætlega út.

Hins vegar set ég spurningamerki við val á verslun, nema þú sért ekki af höfuðborgarsvæðinu og viljir því hafa ábyrgðarþjónustu í heimabyggð, þar sem þú gætir sparað þér tugi þúsunda með því að versla við aðrar verslanir.


Er úti á landi og TL er hér í heimabyggð. Annað kemur ekki til greina í mínum haus

Re: !!! Ný Tölva - Langar í athugasemdir !!!

Sent: Mið 29. Okt 2014 22:05
af Klemmi
Njall_L skrifaði:Er úti á landi og TL er hér í heimabyggð. Annað kemur ekki til greina í mínum haus


Nei, þá skil ég þig líka fullkomnlega :)

Re: !!! Ný Tölva - Langar í athugasemdir !!!

Sent: Fim 30. Okt 2014 04:24
af Tesy
Vá hvað i7 4790 kostar mikið hjá tölvulistanum, 10 þúsund krónu ódýrara hjá tölvutækni en jæja.

Það sem ég myndi gera er að skipta um kassa og bæta við CPU-kælingu, annars er þetta mjög flottur pakki.