Síða 1 af 1

Nýr turn vill ekki kveikja á sér

Sent: Lau 11. Okt 2014 00:47
af cocacola123
Góða kvöldið !

Vinur minn var að versla sér þessa fínu tölvu.

Hér eru specs fyrir ykkur:

-Asus NVIDIA GeForce GTX760 OC 2GB
-Intel Core i5-4690 3.5GHz, LGA1150, Quad-Core, 6MB cache, Retail
-MSI Z97 Gaming 5
-Corsair VEN 2x4GB 2133LP
-Corsair CX500M
-Seagate 3TB SATA3 6Gb HDD
-Antec P100 Performance One

En nú er hann búinn að setja þetta allt saman og búinn að fara vel og oft yfir alla kapla og tengi og þegar hann reynir fyrst að kveikja á gripnum slær út í herberginu.
Honum fannst þetta rosalega skrýtið og fór í stofuna, fór vel yfir alla kapla og reyndi aftur en þá sló allt húsið út.
Hann aftengir allt, tengir aftur og reynir en þá gerist bara ekki neitt.

Hvað getur verið í gangi ? Er þetta eitthvað í aflgjafanum eða er sveitabærinn sem hann býr í ekki að framleiða nóg rafmagn ?

Svo til að gera þennann þráð enþá skemmtilegri tók hann nokkrar myndir til að sýna :)

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Ég vona að þið snillingarnir getið komið með lausn á þessu \:D/

Ást og friður !

Re: Nýr turn vill ekki kveikja á sér

Sent: Lau 11. Okt 2014 01:02
af worghal
það sem fer í power+ og power- gæti snúið vitlaust.

Re: Nýr turn vill ekki kveikja á sér

Sent: Lau 11. Okt 2014 09:25
af KermitTheFrog
worghal skrifaði:það sem fer í power+ og power- gæti snúið vitlaust.


Skiptir engu máli hvernig þú tengir power takkann. Það sem hann gerir er einfaldlega að tengja milli tveggja pinna.

En ég myndi giska á aflgjafann. Getur prófað að kveikja á honum einum og sér með því að aftengja allt og setja brefaklemmu á milli græna og svarta pinnans í 24pin tenginu.

Re: Nýr turn vill ekki kveikja á sér

Sent: Lau 11. Okt 2014 16:17
af upg8
Ef hann er með heimarafstöð þá hlýtur hann að vera með alla mæla til þess að athuga með rafmagnið og ég ætla að hann sé búinn að athuga það. Þá ætti hann ekki að þurfa að velta því fyrir sér hvort hann sé að framleiða nógu mikið rafmagn. Hvaða amper eru gefin upp á töflunni hjá honum?

Ef það er óeðlilega lág spenna -þá er tölvan og fleiri græjur með switched mode PSU að taka meiri straum og þar með auka líkurnar á að það slái út. Aflgjafinn fær þó mitt atkvæði en það sakar ekki að athuga hitt líka, hef séð óhóflegt magn af rafmangsofnum hjá einum sem var með heimarafstöð og það gætu verið fleiri tæki sem hann hefur gleymt að hugsa út í.

*tek það fram að þetta eru orð fúskara og ber að taka af varúð

Re: Nýr turn vill ekki kveikja á sér

Sent: Lau 11. Okt 2014 20:22
af rapport
Það eina sem ég sé á þessum myndum sem mér finnst skrítið eru skrúfurnar sem halda móðurborðinu, hef aldrei séð svona móðurborðsskrúfur...

Liggur móurborðið upp við kassann að aftan? Er ekkert sem heldur því frá?

Að slá út lekaliða aftur og aftur og eingöngu þegar aflgjafinn fer að gefa tölvunni straum = aflgjafinn bilaður eða eitthvað er alls ekki eins og það á að vera...

Hver setti tölvuna saman?

Re: Nýr turn vill ekki kveikja á sér

Sent: Lau 11. Okt 2014 21:23
af jojoharalds
rapport skrifaði:Það eina sem ég sé á þessum myndum sem mér finnst skrítið eru skrúfurnar sem halda móðurborðinu, hef aldrei séð svona móðurborðsskrúfur...

Liggur móurborðið upp við kassann að aftan? Er ekkert sem heldur því frá?

Að slá út lekaliða aftur og aftur og eingöngu þegar aflgjafinn fer að gefa tölvunni straum = aflgjafinn bilaður eða eitthvað er alls ekki eins og það á að vera...

Hver setti tölvuna saman?



Mikið sammála þessu,gleymdiru að setja standoffs?