Síða 1 af 1

40GB í 200MHz vél ?

Sent: Mán 08. Nóv 2004 23:18
af ponzer
Er með 200Mhz servervél sem runnar Win2K mjög vel.. Er að spá hvort móbóið styðji þennan 40GB WD 2MB buffer disk, eða þarf ég diskstýringu ? Btw.. Hver er munurinn á RAID stýrisspjaldi og ATA stýrisspjaldi.

Sent: Mán 08. Nóv 2004 23:46
af Revenant
Þú getur alltaf notað "SoftBIOS" til að blekkja BIOSinn ef hann tekur bara t.d. 8GB diska (ég var alltaf með 13GB disk í tölvu sem studdi bara 8GB diska).

RAID stýrisspjald er notað þegar þú vilt spegla eða strípa tvo eða fleirri diska saman. ( það er annað hvort hraði eða öryggi eða bara bæði ).
ATA diskastýring gerir þér kleyft að bæta við auka diskum og/eða fá meiri hraða (s.s. ATA133) á diskana).

Ef þú ætlar ekki að mirrora eða strípa diska þá skaltu fá þér ATA stýrisspjald (þótt að hitt dugi líka).

Sent: Mán 08. Nóv 2004 23:47
af MezzUp
Ætti að styðja hann, þarft kannski BIOS update. Bara að prófa? :)
ATA er bara auka ATA port á vélina fyrir fleiri harðadiska. RAID er líka með tengi fyrir fleiri diska, en einnig RAID BIOS og dýrari týpur með reikni,,örgjörva" fyrir RAID array. (getur Googlað hvað RAID er, eða leitað hérna :))

Sent: Þri 09. Nóv 2004 08:09
af ponzer
MezzUp skrifaði:Ætti að styðja hann, þarft kannski BIOS update. Bara að prófa? :)
ATA er bara auka ATA port á vélina fyrir fleiri harðadiska. RAID er líka með tengi fyrir fleiri diska, en einnig RAID BIOS og dýrari týpur með reikni,,örgjörva" fyrir RAID array. (getur Googlað hvað RAID er, eða leitað hérna :))


Helduru að það sé til BIOS update fyrir þessa vél ? Þetta er gömul Compaq vél.

[Bréf2]
Nenniði að senda URL af einnhverjum ATA stýrispjöldum ? Ætla að kaupa hérlendis.

Sent: Þri 09. Nóv 2004 10:11
af MezzUp
Svona nú, reyna að vera soldið sjálfbjarga.

og muna ,,Breyta" takkann

Sent: Þri 09. Nóv 2004 11:41
af ponzer
Er búinn að kaupa.. Fór í Task í morgun og smellti mér á
http://www.task.is/?webID=1&p=93&sp=116&item=784

Sent: Þri 09. Nóv 2004 15:57
af MezzUp
tjekkaðirru ekkert hvort að það var til update?

Sent: Mið 10. Nóv 2004 18:05
af ponzer
MezzUp skrifaði:tjekkaðirru ekkert hvort að það var til update?


Nei en þetta virkar