Síða 1 af 1
skjávarpa-tjald og umgjörð
Sent: Fim 28. Okt 2004 22:12
af dabbi2000
sælir
skellti mér á Sahara DLP varpa úr Skjavarpi.is, fékk 800x600 þjark á 119þ og ég sé ekki eftir krónu. Þeir voru með hann á e-s konar kynningartilboði beint frá framleiðanda (ný lína) en búast við að næstu eintök verði talsvert dýrari jafnvel 170-180þ.
Mig langar að vita hvort þið sem eruð með varpa hafið spáð e-ð alvöru í vali á tjaldinu? Og þið sem hafið þetta í stofunni, eruð þið búnir að gera einhverja flotta umgjörð á þessu t.d. ramma eða slíkt? Mig vantar sárlega góðar hugmyndir hvernig er hægt að ganga frá þessu þannig að prýði sé að líka þegar varpinn er ekki í gangi. Mér finnst ekki töff að hafa þetta með rúllutjaldi. Skilst að það kosti um 20-25þ að fá smíðaðan einfaldan ramma á þetta.
Sent: Fös 29. Okt 2004 09:14
af Stutturdreki
Myndi mála vegginn með mattri hvítri málingu (grunar að það sé best varðandi glampa/endurkast en þarf náttúrulega að skoða betur) eða nota rúllu tjald. Að festa eitthvað svaka tjald á vegginn er bara 'butt-fucking-ugly' .. tala nú ekki um ef þú ferð að gera einhvern ramma utanum.. þegar það er slökkt á myndvarpanum.
Sent: Fös 29. Okt 2004 09:26
af gnarr
ég myndi setja þetta upp þannig að ég væri með tjaldið á rúllu þannig að það mynid EKKERT sjást þegar það er ekki í notkun. svo myndi ég setja surround kerfi þannig að framhátalararnir myndu lenda fyrir aftan tjaldið þegar það er í notkun. og láta tjaldið fylla síðan alveg útí vegginn.. það er allaveganna búinn að vera minn draumur síðan ég fór að spá í þessu.
Sent: Fös 29. Okt 2004 10:58
af Lazylue
Lang flottast að hafa þetta bara á vegnum. Hef séð bæði gert og mér fannst það koma mikið betur út.
Sent: Fös 29. Okt 2004 12:12
af dabbi2000
alveg sammála með að hafa bara á veggnum, það væri langflottast... vitið þið hvaða málning væri best í það (litur, glansstig...)? Nú eru reyndar tjöldin sérstaklega hönnuð til að endurvarpa ekki dagsbirtu (amk. minna en ljósinu frá varpanum) og þess vegna betri mynd að degi til, veit einhver meira um þetta?
Sent: Fös 29. Okt 2004 12:26
af Lazylue
Er ekki bara best að hafa alveg matta málningu??
Sent: Fös 29. Okt 2004 12:32
af Stutturdreki
Hefði haldið það, til að minnka utanað komandi 'glampa'.. en svo fór ég að spekúlera og þú ert náttúrulega að horfa á ljós á vegg sem þú vilt að endurkastist (ef ekkert ljós endurkastast þá sést engin mynd á veggnum) þannig að það þarf kannski að skoða þetta betur..
Sent: Fös 29. Okt 2004 12:47
af gnarr
mött málning endurkastar 99.999% sama ljósmagni og slétt málning, en hún speglar því ekki. mött hvít málning væri best í þetta.
Sent: Fös 29. Okt 2004 12:52
af arro
Vildi samt benda á að þetta er ekki bara spurning um glansstig á málningu. Þetta fer líka eftir því hve veggurinn er sléttur. Ef þú skoðar venjulegan málaðan vegg eru í honum holur og hæðir. Þegar síðan horft er á varpaða mynd á svoleiðis vegg getur hún verið þokkalega í 0° sjónarhorni en er mun verri en tjald í t.d. 30°
kv/ Arró
Sent: Fös 29. Okt 2004 13:17
af dabbi2000
http://www.diytheatre.com/diy_projectio ... nstall.htm
væri gaman að sjá fleiri svona síður (þ.e. myndir með hugmyndum!)
Sent: Mán 01. Nóv 2004 11:45
af skipio
Góð umfjöllun um tjöld á
http://www.projectorcentral.com/home_theater_screens.htm.
Færð DaLite í Pfaff. Verðin eru meira að segja nokkuð sambærileg við það sem gerist úti.
Ég myndi alls ekki mæla með því að nota hvítan vegg eða lak eða eitthvað þessháttar. Minnkar myndgæðin allt of mikið.