Ef ég væri að fara í svona dýra/öfluga vél, þá væri hún eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Ég vel Antec P280 hvítan kassa, þar sem þetta eru vandaðir og góðir kassar, hvítur er stílhreinn og ódýrari en svartur.
Aflgjafinn er vandaður Seasonic 850W sem fer létt með að keyra þessa vél.
Móðurborðið er skemmtilegt borð sem tekur við öllu þessu helsta og þar á meðal báðum skjákortunum í SLI.
Örgjörvinn er i7-4770K, þar sem þú þarft öflugan örgjörva til að halda í við þessi skjákort og ekki verra að hafa yfirklukkunarmöguleikann, fyrst þú ert að fara í vandað móðurborð hvort eð er.
Kælingin er öflug Xigmatek Prime með 14cm viftu.
Einfalt Crucial 16GB 1600MHz minnissett, það má þó alveg bæta við smá pening og fara í 1866 eða 2133MHz, það verður þó að teljast óþarfi og spurning hvort afkasti betur, 1600MHz CL9, 1866MHz CL10 eða 2133MHz CL11... munurinn yrði almennt mælanlegur frekar en sjáanlegur.
Svo er það aðalatriðið: 2x GTX760 í SLI. Þessi kort afkasta saman talsvert betur en GTX780 í flestum leikjum, auk þess sem það er einfaldlega töff að segja frá því að þú sért með tvö skjákort í tölvunni

Samsung 250GB EVO SSD er svo að mínu mati no-brainer.
Seagate 2TB til að geyma gögn.
Samsung 24x standard DVD-skrifari.
Samtals verð rétt sleppur innan budgets, 296.900kr.-