Eins og tekið var fram hér að ofan þá notar GTX 470 meira rafmagn en GTX 670, þannig þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Fermi skjákortin voru rosalega inefficient, Nvidia voru basically alltaf að gera stærri og stærri skjákortsörgjörva án nokkurra tækniframfara, sífellt lengra á eftir AMD. Ég sá einhverntíman
þessa slæðu þar sem Nvidia sagðist ætla að fjórfalda efficiency skjákorta þeirra með Kepler skjákortunum, og ég hélt að þeir voru beinlínis að ljúga, svo ótrúlegt hljómaði það miðað við 400- og 500- seríuna.
Annars er alltof mikill hræðsluáróður fyrir stórum aflgjöfum, fólki oft sagt að kaupa aflgjafa sem er 200-300 vöttum öflugri en þarf til. Ef nVidia segir að það þurfi 550W aflgjafa, þá er það ,,safe" afl, dálítið rúmt til að þeir þurfa ekki af hafa áhyggjur af því að noname aflgjafar sem stendur 550W á pakkningunum ráði ekki við skjákortið. Ef þú ert með quality afgjafa, Antec, Seasonic, etc. getur þú örugglega tekið 50-100 af þeirri tölu og enn verið öruggur.