Síða 1 af 1

Dell U2311H - bilaður skjár - verður svartur

Sent: Sun 25. Maí 2014 09:28
af Viktor
Sælir.

Er með þennan yndislega Dell skjá sem ég keypti hérna á vaktinni fyrir nokkrum árum. Ég vissi að IPS og matte-skjár væri málið fyrir mig, en guð minn almáttugur hvað Dell hefur hækkað í áliti hjá mér eftir þessa reynslu. Frábær myndgæði, yndislega hannaður fótur, hægt að snúa skjánum út og suður, fullt af portum, usb, headphones, you name it.

En því miður er ég í smá vandræðum.
Núna upp á síðkastið hefur hann tekið upp á því að slökkva á sér.

Það merkilega við þetta er að hann slekkur ekki á sér þegar ég er að nota hann, heldur þegar ég kem að honum eftir að hafa haft kveikt á honum.
Þá kveiki ég á honum eins og ekkert sé, með því að hreyfa músina til dæmis. Þá kviknar á honum eins og venjulega, en eftir svona 2-5 sekúndur þá slokknar á skjánum, ásamt "ON" takkanum á hliðinni.

Ég er með annan skjá, Samsung Syncmaster sem ég nota í staðin, en áður en ég fer að bilanagreina þennan yndæla Dell skjá langaði mig að leita ráða hér, þar sem að mig grunar að þið hafið einhverja hugmynd um það hvað gæti verið að hrjá hann.

Ég er alls ekki hræddur við að opna hann og fara í einhverjar minniháttar lagfæringar á honum - ef það svarar kostnaði. Hef mjög góða reynslu af því að grúska í alls kyns tölvudóti og hef gaman af því að afla mér reynslu í þessum fræðum.

Svo ég spyr, hvað dettur okkur í hug að vandamálið sé?
Þegar það kviknar á honum þá er myndin mjög skýr. Hann hefur bara setið á borðinu hjá mér, svo hnjask er ekki vandamálið.

Hef ekki prufað að tengja hann með hinum inputunum - ég er að nota DVI tengið, en hann býður upp á VGA og DisplayPort innganga.
Það sem ég hef hinsvegar prufað er að útiloka tölvuna, þeas. ég tengi sömu DVI snúru við Samsung skjáinn og hann hrekkur alltaf í gang og ekkert vandamál. Þegar ég svo ætla að nota Dell skjáinn, þá kveikir hann á sér og sýnir mynd, en slekkur svo ALVEG á sér, þeas. ekki bara myndin, heldur líka á ON hnappinum.

Eitt sem mig langar að bæta við, þegar hann lætur svona og ég ýti á takkana, t.d. ON hnappinn, þá lifnar skjárinn við - eins og hann sé að ranka við sér - en slekkur svo aftur á sér.
Ef ég hef ekkert tengt við hann, þá lætur hann eins - þeas. kviknar á honum, en slokknar svo eftir 2 sekúndur.

Var svo að prufa núna áðan að reyna að skipta á milli DVI - Analog - Displayport, en hann lætur eins, menu hverfur og hann slekkur á sér - nema að ON ljósið er ennþá í gangi.

Baklýsing? Spennubreytir? Hvað dettur ykkur í hug?

edit:
Tók nokkrar myndir: http://imgur.com/a/MMaJf

Sést ekkert í fljótu bragði að það sé eitthvað að.

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Skjávandamál - er baklýsingin að deyja?

Sent: Sun 25. Maí 2014 10:57
af upg8
Mjög líklega PSU vandamál. Ertu með powerbrick eða er það internal?

Re: Skjávandamál - er baklýsingin að deyja?

Sent: Sun 25. Maí 2014 11:29
af Viktor
upg8 skrifaði:Mjög líklega PSU vandamál. Ertu með powerbrick eða er það internal?


Þetta er internal, það fara 230V í skjáinn sjálfan. Hvernig get ég bilanagreint þetta frekar án þess að kaupa varahluti? Svo ég viti hvað ég þarf að kaupa.

Smá gúggl, þá kemur þetta, grunsamlega margir að lenda í því sama með Dell skjá:
http://www.techsupportforum.com/forums/ ... 38123.html

Ætla að prufa að tengja hann við aðra tölvu.

Re: Skjávandamál - er baklýsingin að deyja?

Sent: Sun 25. Maí 2014 12:28
af beatmaster
Prufaðu að lýsa á hann með vasaljósi og rýna í hann eftir að myndin hverfur en on ljósið er enþá á, ef að þú sérð myndina þannig þá er þetta baklýsingin

Re: Skjávandamál - er baklýsingin að deyja?

Sent: Sun 25. Maí 2014 13:05
af upg8
Varla vandamál með baklýsinguna ef það kemur ekki einusinni ljós á power takkann en það sakar svosem ekki að reyna vasaljósið.

Sá eitt ljótt hack sem einn gerði sem var með bilað PSU, hann setti ATX PSU í staðin þar sem skjárinn notaði 5 og 12volt. Þú getur athugað með multimeter hvort það sé rétt voltage frá PSU. Það ætti að standa inní skjánum útprentað hvað það ætti að vera annars verður þú að redda þér service manual. Það ætti að vera stanslaust standby voltage á einni rásinni og svo ætti að kvikna á hinum þegar þú kveikir á skjánum. Ég geri náttúrulega ráð fyrir að þú vitir hvaða hlutir geta slasað þig og farir varlega. ;)

Re: Skjávandamál - er baklýsingin að deyja?

Sent: Fim 04. Sep 2014 02:04
af Viktor
Hann hefur verið uppi á hillu síðan þetta var skrifað.
Power ljósið deyr ekki - en myndin helst bara í um 2-3 sekúndur.

Ég sé enga mynd ef ég lýsi flash ljósinu á símanum á skjáinn, hann er alveg blankó.

Fann svo þetta YouTube myndband með nákvæmlega sama vandamáli - hann skipti honum út fyrir nýjan skjá.
Er einhver séns að Dell sé að fara að backa mig upp í þessu? Hann er framleiddur 2010.



Fann svo þetta fína guide:
http://www.pcpop.com/doc/0/541/541061_all.shtml

Einn af milljón þráðum um svipað vandamál:
http://www.badcaps.net/forum/showthread.php?t=31286

My u2311H is also suffering a similar problem, was flicking various brightness levels for a few weeks and then eventually went to a state where it would only start up for 1 second and flash the DELL logo before turning off the backlight (power LED stays blue).

Ive also removed the powerboard and can see no capacitor bulging. I decided to order a second hand powersupply from Aliexpress (chinese seller) and it arrived here in Australia within about 2 weeks, unfortunately it seems to have the same problem although lasts about 2-3 seconds before it shuts down compared to 1 second on the old power supply.


Þetta er nákvæmlega lýsing.

Annar með sama vandamál:

http://superuser.com/questions/729741/d ... -i-replace

This does sound like a bad caps on the inverter section of the power board. Dell has used subtandard caps for the last decade. Prone to capacitor plague. But 90% of the time the caps are physically blown or leaking. Even without the physical signs, that it turns on for a few seconds screams bad caps. You can buy a new power board (or swap one from the other 2 working ones, for testing), or you can bite the bullet and replace all the large caps with some decent low esr, higher voltage, same capatitence parts. Typically only 6 to 10 caps needed.



Tók minn í sundur - sjá myndir. Hvar ætti maður að byrja? Afsaka lélega lýsingu.

http://imgur.com/a/MMaJf

Mynd

Re: Dell U2311H - bilaður skjár - verður svartur

Sent: Fim 04. Sep 2014 12:10
af Arnarr
Ég myndi skipta út öllum hringlóttu þéttunum, svona þéttar kosta ekkert það mikið.

Re: Dell U2311H - bilaður skjár - verður svartur

Sent: Fim 04. Sep 2014 13:43
af TraustiSig
http://www.badcaps.net/forum/showthread.php?t=10419

Fínn þráður um almennt troubleshoot á þessu vandamáli. :happy

Re: Dell U2311H - bilaður skjár - verður svartur

Sent: Fim 04. Sep 2014 20:09
af tanketom
fyrst við erum nú að tala um bilaða skjái þá er ég með Viewsonic 28'' tölvuskjá sem ég þarf alltaf að taka power snúruna úr sambandi og aftur í til þess að fá tenginu við tölvuna annars kemur bara no signal