Tölva ræsir sig ekki


Höfundur
Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Tölva ræsir sig ekki

Pósturaf Predator » Þri 15. Apr 2014 20:51

Tölvan mín tók upp á því að slökkva á sér síðast liðinn föstudag og hefur ekki viljað kveikja á sér síðan. Fyrst grunaði mig aflgjafan svo ég fór og skipti honum út en allt kom fyrir ekki, því næst var farið í að skipta út móðurborðinu en nei það gekk ekki heldur. Núna er ég einnig búinn að prófa nýtt RAM sem ég fékk hjá félaga mínum og virkaði vel hjá honum en tölvan ræsir sig ekki ennþá.

Lýsir sér þannig að hún reynir í smá stund að kveikja á sér og svo gefst hún upp og endurræsir sig, þetta gerist endalaust. Ég fæ enga mynd á skjáinn og það sama gerist hvort sem ég er með skjákortið í eða ekki. Ef ég tek minnin alfarið úr vélinni þá endurræsir hún sig ekki en það gerist ekkert.

Er búinn að prófa allt sem mér dettur í hug, hef prófað að ræsa með ekkert RAM og það virðist virka að einhverju leiti, hún allavega reboot loopar ekki. Hef líka prófað 3x mismunandi minniskubba en þá reboot loopar hún alltaf án þess að ná að POSTa.

Er opinn fyrir öllum hugmyndum.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölva ræsir sig ekki

Pósturaf Hnykill » Þri 15. Apr 2014 21:49

byrja á að resetta BIOS-inn á móðurborðinu.. taka batterýjið úr líka í smástund á meðan.

reyna svo að starta uppí BIOS og stilla allt eins og það á að vera og sjá hvað gerist .


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


Höfundur
Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölva ræsir sig ekki

Pósturaf Predator » Þri 15. Apr 2014 22:11

Kemst ekki það langt. Þetta er nýtt móðurborð ætti ekki að þurfa að reseta bisoinn, er samt sem áður búinn að því. Endaði á að rífa allt í sundur aftur taka örgjörvan úr og setja aftur í. Núna endurræsir vélin ekki en ég fæ ekkert post og enga mynd á skjáinn heldur.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Tölva ræsir sig ekki

Pósturaf Oak » Þri 15. Apr 2014 22:16

Tókstu rafhlöðuna úr?
Búinn að prufa að ræsa án hdd?
Prufa einn minniskubb og allar raufar á borðinu?


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64


Höfundur
Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölva ræsir sig ekki

Pósturaf Predator » Þri 15. Apr 2014 22:27

Er búinn að prófa að taka CMOS batteryið úr, ásamt því að starta með enga HDD tengda, enga minniskubba, með 1 minniskubb og með 2 minniskubba. Allt skilar þetta sömu niðurstöðu. Hef einnig prófað annað skjákort en það skilar ekkert betri niðurstöðu.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölva ræsir sig ekki

Pósturaf Xberg » Þri 15. Apr 2014 22:51

Búin að prófa slíta allt úr sambandi HDD + CD + GPU + auka USB ..


Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans


Höfundur
Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölva ræsir sig ekki

Pósturaf Predator » Þri 15. Apr 2014 23:14

Reif allt úr sambandi og reseataði CPU. Þurfti svo að nota onboard GPU og disablea hann og núna virkar þetta. Þakka samt uppástungurnar!


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H