Síða 1 af 1

Vantar álit

Sent: Fim 21. Okt 2004 03:27
af Takai
Þannig standa málin að annar hdd minn dó þannig að ég ætla að uppfæra tölvuna mína (sem að er sirka 3 ára) með SATA disk í staðinn fyrir gamla IDE dæmið .. þannig að ég ætla að skipta um móðurborð, minni og hdd og hugsanlega kassa.

Plottið er þetta:
Abit AN7 - 10.900 kr.
http://www.hugver.is (sést held ég ekki á heimasíðu)

Mushkin Basic Green 512mb DDR 400 c.l. 2.5 - 9.250 kr.
www.start.is

Seagate Barracuda 200gb 7200sn - 14.395 kr.
www.tolvuvirkni.net

Antec Sonata - 14.892 kr.
www.bodeind.is

Svona myndi þetta sem sagt líta út, nema að kassinn er ekki öruggur að vera með ... fer eftir því hvort að ég tími að eyða í nýjann kassa eða ekki.

En ég er með smá pælingu auka, eins og er þá er ég með Amd Athlon xp 1600+ örgjörfa (1.47ghz) sem að ég tími ekki að uppfæra eins og er og ég er að pæla ... hann keyrir á 133fsb (266) en minnið DDR400 keyrir notlega á 200fsb.

Ef að ég set síðan divider á þetta ... virkar þetta þá ekki perfectly?

Ég á auðvitað eftir að reyna að oc örran aðeins þegar að ég fæ almennilegt móðurborð í það og þannig að það yrði ekki eins mikill munur en ég er notlega ekki með neina alvarlegar kælingar í tölvunni þannig að ég veit ekki hversu langt það gæti náð.

En það munar ekki miklu á milli DDR 400 og DDR 333 í verði þannig að hann endist auðvitað þá bara þangað til í næstu uppfærslu (lýklega :|)

Sent: Fim 21. Okt 2004 03:31
af BlitZ3r
ef þú vilt ekki færa þig í amd64 þá er þetta fínt. held að það komi divider sjálkrafa. síðan er flott að klukkan kanski

Sent: Fim 21. Okt 2004 06:55
af llMasterlBll
Mindi halda að það væri mjðg gott að clocka FSB á örranum eins og þú getur/þorir/hita þolir.... þar sem FSB er mun meira á minninu...ekki gera samt neitt sem ég segi og kenna mér svo umm þegar allt fer í köku!

Sent: Fim 21. Okt 2004 12:02
af Stebbi_Johannsson
nice uppfærsla!

En hvernig myndi vélin líta út eftir uppfærslu? Bara að spá :roll:

Sent: Fim 21. Okt 2004 13:12
af Takai
Já, ég er óhræddur við að klukka gamlan 1600+ örgjörva :twisted: þannig að ég þakka bara fyrir commentin ykkar og skelli mér líklega í búðarleiðangur í dag :D.

Sent: Fim 21. Okt 2004 13:21
af Takai
Hmm .. gleymdi að segja hvernig vélin kæmi út.

Erm ... engar svaka dæmi sem að ég get eiginlega talið upp :S
DVD drif (held AOpen)
Cd skrifara 20x10x40 (held Justlink ef að það er merki)
Geforce 4 mx 440 (sem að ég fæ hjá vini mínum fyrir smá aura ef að gamla geforce 2 mx kortið mitt sé bara agp 2x en ég þarf 4x eða 8x)
Indælis ljósgrátt Floppy drif.

Allt sem að er þarna eru bara hlutir úr gömlu vélinni minni nema Geforce kortið sem að ég fæ kannski hjá vini mínum.

Og svo allt sem að ég hef talið upp áður.

En þessi uppfærsla er samt aðalega til að vera ekki að eyða neinu of miklu eins og er. Get svo notað minnið, hdd og kassann áfram í næstu uppfærslu sem að verður líklega eitthvað gott eftir að ég fæ næstu sumarlaun (og 64bit bransinn aðeins farinn að braggast).

Svo er bara að oc örran og skjákortið :twisted: .

Taka það fram að þetta er í heildina 49.437 kr.

Sent: Fim 21. Okt 2004 13:24
af einarsig
hvað með sleppa kassanum og fá þér betra skjákort ?? ... held ég myndi spá frekar í því

Sent: Fim 21. Okt 2004 13:27
af Takai
Nei, eiginlega ekki.

Tók það ekki fram hérna en ég gerði það reyndar á 'Mods / kassar og kælingar' að psu mitt hefur verið með smá leiðindi undanfarið og mér er orðið svoldið illa við það.

Þannig að nýr kassi með góðu psu, viftu og hljóðlátur þar að auki er velkomin viðbót hjá mér.

Svo kemur nýtt skjákort bara á næsta ári eða eitthvað með næstu uppfærslu.

Sent: Fim 21. Okt 2004 13:29
af Stebbi_Johannsson
jamm góð uppfærsla, Gætir bara fengið smá pening hjá mömmu fyrir skjákorti ef að það er eitthvað ódýrt notað í boði einhvern tímann.

Sent: Fim 21. Okt 2004 13:34
af Takai
Hehe amm ... aldrei að vita.

Sent: Fim 21. Okt 2004 13:42
af einarsig
Stebbi_Johannsson skrifaði:jamm góð uppfærsla, Gætir bara fengið smá pening hjá mömmu fyrir skjákorti ef að það er eitthvað ódýrt notað í boði einhvern tímann.


Vildi að ég gæti fengið pening hjá mömmu fyrir skjákorti :lol: