Síða 1 af 1

Nvidia Nforce 4 er orðið official

Sent: Þri 19. Okt 2004 12:21
af Bendill
Sælir,

Jæja, þá er komið að því, Nforce 4 er mætt á svæðið með SLI stuðningi!

http://www.hardocp.com/article.html?art=Njc3

Sent: Þri 19. Okt 2004 12:37
af corflame
Já, en ekkert SoundStorm :(

Bera við að dýrt sé að license-a Dolby :evil:

Þá er málið held ég að fara að kíkja aftur á Via og SiS chipset....

Sent: Þri 19. Okt 2004 12:45
af Bendill
Ég hef nú lítið skoðað það, en samkvæmt Anandtech.com þá verður 7.1 rása "high definition" hljóðkort í CK8-04 kubbasettinu...

http://www.anandtech.com/cpuchipsets/showdoc.aspx?i=2175

Sent: Mið 20. Okt 2004 09:57
af Bendill
The Tech Report skrifaði:
8 channels of AC'97 audio — As we reported months ago, NVIDIA is not resurrecting its SoundStorm audio solution in nForce4, and surprisingly enough, the nForce4 won't even support Intel's High Definition Audio standard, a.k.a. Azalia. Instead, the nForce4 will stick with AC'97 audio sans hardware acceleration.

:dissed :cry:

Sent: Mið 20. Okt 2004 11:29
af wICE_man
Já, var búinn að heyra af þessu, það hefði verið gaman að fá innbyggt Dolby digital kerfi í móðurborðið en þeir þurfa að borga svo mikið í leyfi að móðurborðin myndu kosta yfir 25.000 kallinn.

Sent: Mið 20. Okt 2004 20:37
af corflame
wICE_man skrifaði:Já, var búinn að heyra af þessu, það hefði verið gaman að fá innbyggt Dolby digital kerfi í móðurborðið en þeir þurfa að borga svo mikið í leyfi að móðurborðin myndu kosta yfir 25.000 kallinn.


Hefðu að mínu mati alveg getað gefið út 3-4 útgáfur af chipsettinu, t.d:

Full - Graphics og sound
Graph - Graphics
Sound - Sound

og svo plain.

Sent: Þri 02. Nóv 2004 08:48
af hahallur
Ég sá einhversstaðar mynd af þessu.
Getur verið að það voru 2 APG sem eiga að vera en ekki nema eða 1-3 PCI slots.
?

Sent: Þri 02. Nóv 2004 10:15
af MezzUp
hahallur skrifaði:Ég sá einhversstaðar mynd af þessu.
Getur verið að það voru 2 APG sem eiga að vera en ekki nema eða 1-3 PCI slots.
?

heh, nei. Það er ekki möguleiki á því að það séu 2 AGP raufar í einhverri vél, bara aldrei.(veit að ég er að taka stórt uppí mig, en er bara pottþéttur á þessu :))

Þú ert líklega að ruglast eitthvað á PCI-Express, þar sem að það eru víst nokkrar þannig á Nforce4 móðurborðum, right?

hmm

Sent: Þri 02. Nóv 2004 12:18
af sprelligosi
SLI útgáfan er með agp og pci express... þeas það er hægt að vera með eitt agp skjákort og eitt express kort... Þessi borð eru að gera allt vitlaust í 3d mark þessa daganna...

Sent: Þri 02. Nóv 2004 12:32
af gnarr
nei, þau eru með 2x PCIexpress. en ekkert agp.

Re: hmm

Sent: Þri 02. Nóv 2004 12:46
af Bendill
sprelligosi skrifaði:SLI útgáfan er með agp og pci express... þeas það er hægt að vera með eitt agp skjákort og eitt express kort... Þessi borð eru að gera allt vitlaust í 3d mark þessa daganna...


Umm, hvar ert þú að sjá það að þessi borð séu að gera allt vitlaust í 3dmark? Ég hef ekki séð eitt einasta svona borð til sölu... :P

Sent: Þri 02. Nóv 2004 12:51
af Bendill
Þetta kubbasett kemur út með SLI stuðning og þá eru tvær 16xPCi-Express raufar á borðinu. Ef á að nota tvö skjákort þá verða þau að vera SLI samhæf og þá deilist bandvíddin á 16xPCI-Express bussinum á þær báðar, þ.e.a.s. 8xPCI Express. Það er sirka bandvíddin á 8xAGP nema að AGP er einungis half duplex, en PCI-Express er full duplex skilst mér...

Sent: Þri 02. Nóv 2004 12:53
af Pandemic
Virkar það ekki þannig að 1 kortið renderar efri hlutan á skjánum og annað neðri svipað og maður gat gert með Vodooooooooo kortin :þ

Sent: Þri 02. Nóv 2004 13:35
af gnarr
jú, nema það að þetta er með load balanceing, þannig að annað kortið er kanski ða rendera 20 efstu línurnar í smá tíma en 1000 efstu næst (svolítið ýkt dæmi). fer bara eftir því hvernig mydin er.

jú, PCIe er "full duplex" eða eins og það nefnist á "ekki-markaðssetniga-máli": serial.

Sent: Þri 02. Nóv 2004 15:27
af MezzUp
gnarr skrifaði:jú, PCIe er "full duplex" eða eins og það nefnist á "ekki-markaðssetniga-máli": serial.

Hmm, ég er handviss um að þetta sé svona:

Serial, einn biti í einu.
Parrellel, fleiri en einn biti í einu(t.d. 8).

Half-Duplex, gögn í eina stefnu í einu.
Full-Duplex, gögn í báðar stefnur í einu.

Sent: Þri 02. Nóv 2004 16:48
af llMasterlBll
hmmm... hélt að PCIe væri Serial og/eða full-duplex.... ... en hélt að AGP hefði ekki verið serial.. en varla var AGP paralell... verð að googla þetta...seinna!!

Sent: Mið 03. Nóv 2004 12:09
af Bendill
Pandemic skrifaði:Virkar það ekki þannig að 1 kortið renderar efri hlutan á skjánum og annað neðri svipað og maður gat gert með Vodooooooooo kortin :þ


Eftir því sem ég hef séð notaði 3DFX tækni sem hét "Scan Line Interleaving" sem virkar þannig að annað kortið teiknaði oddatölu línur en hitt restina og var ekkert "load balancing" í þeirri tækni. Það gerir það að verkum að ef annað kortið nær ekki að klára sitt þá hefur það áhrif á hitt einnig og dregur úr afköstum.

Nvidia komust yfir þessa tækni þegar þeir komust yfir "intellectual property" frá 3DFX sáluga, betrumbættu tæknina og skýrðu hana "Scalable Link Interface". Sú tækni virkar þannig að fræðilega teiknar annað kortið efri hlutann en hitt neðri hlutann en þar sem það er "load balancing" í þessari tækni þá getur annað kortið verið að rendera 30% af skjánum en hitt 70%.


Ef þið viljið lesa um þetta þá er sagt nánar frá þessu hér. :megasmile

Sent: Mið 03. Nóv 2004 12:15
af Bendill
MezzUp skrifaði:
gnarr skrifaði:jú, PCIe er "full duplex" eða eins og það nefnist á "ekki-markaðssetniga-máli": serial.

Hmm, ég er handviss um að þetta sé svona:

Serial, einn biti í einu.
Parrellel, fleiri en einn biti í einu(t.d. 8).

Half-Duplex, gögn í eina stefnu í einu.
Full-Duplex, gögn í báðar stefnur í einu.


Aðeins nánari skilgreining:
Serial: tveir vírar sem sjá um gagnaflutning, annar til að senda gögn og hinn til að taka á móti. Þessi samskipti eru einnig "half-Duplex" því aðeins er hægt að senda yfir annan vírinn í einu.

Parallel: Alveg eins og serial, bara fleiri vírar til að senda gögn eftir...

Sent: Mið 03. Nóv 2004 13:53
af gnarr
nei, það er hægt að senda yfir báða vírana í einu. hinsvegar er líka til serial sem er byggt á einni línu, það er half-duplex. því það getur bara annaðhvort tekið á móti eða sent, en ekki bæði í einu.

Sent: Mið 03. Nóv 2004 18:24
af MezzUp
llMasterlBll skrifaði:hmmm... hélt að PCIe væri Serial og/eða full-duplex.... ... en hélt að AGP hefði ekki verið serial.. en varla var AGP paralell... verð að googla þetta...seinna!!

Þar sem að AGP er annaðhvort 32 eða 64bita er það parellel.

Sent: Mið 03. Nóv 2004 21:44
af llMasterlBll
og er þá pci bara 1 bit í einu...svona miðað við það sem þú sagðir áðan:

Serial, einn biti í einu.
Parrellel, fleiri en einn biti í einu(t.d. 8).

Sent: Mið 03. Nóv 2004 22:10
af MezzUp
llMasterlBll skrifaði:og er þá pci bara 1 bit í einu...svona miðað við það sem þú sagðir áðan:

Serial, einn biti í einu.
Parrellel, fleiri en einn biti í einu(t.d. 8).

Neinei, PCI er líka 32bit, s.s. parrellel.

Serial og parellel eru andstæður.
En AGP og PCI ekki, í þeim skilningi allavega.

Sent: Fim 04. Nóv 2004 11:36
af Bendill
gnarr skrifaði:nei, það er hægt að senda yfir báða vírana í einu. hinsvegar er líka til serial sem er byggt á einni línu, það er half-duplex. því það getur bara annaðhvort tekið á móti eða sent, en ekki bæði í einu.


Það er laukrétt hjá þér, hér eru allar upplýsingar um RS-232 staðalinn sem er algengastur.

I stand corrected :wink: