Hvað eru menn að ná löngum notkunartímum á diskana hjá sér. er buin að missa 2 diska núna með stuttu millibili. Hrundi einn Seagate 2Tb st32000542as kem honum ekki í gang til að sjá tímann á honum,
Seagate Barracuda 7200.12 : Power on time : 35.214 hours (48 months 27 days 6 hours) Þessi var keyptur á svipuðum tíma og er ég með fleiri á þessu bili,
Svo hrundi 2TB LaCie 3.5'' Minimus flakkari núna um daginn ég opnaði hann og hann er lika Seagate, get samt ekki lesið S.M.A.R.T af usb disk held að hann sé ekki nema svona 2,5 árs gamal
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 18:12
af Tiger
Held þetta sé mjög random bara. Á mínum 15 ára og örugglega 30 diska ferli hefur aldrei diskur gefið sig ( 7,9,13). Geta farið á fyrsta degi eða dugar í fleirri ár.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 18:34
af Farcry
Þetta er í fyrsta skipti sem ég missi út disk, eins og þú buin að vera í þessu í 15-20 ár og átt nokkuð marga diska. Tiger veistu hvernig ég get séð S.M.A.R.T upplýsingar um usb disk í mac os x 10.9, Lacie diskur fer í gang enn dettur annað slagið út, spurning um að taka hann útúr hýsinguni og bein tengja hann, hef lesið að straumbreytirinn sé að fara í þessum Lacie diskum
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 18:47
af kizi86
hef lent nokkrum sinnum í að diskar deyi eftir stuttan tíma ( 1-3 ára) en hef líka átt diska sem dugað hafa yfir áratug, sbr diskinn sem var í gömlu ibm tölvunni minni.. hann var keyrandi í 12 ár þegar hann dó, þar af straight running í 5 ár (semsé aldrei slökkt á tölvunni nema til að rykhreinsa)..
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 19:11
af Gislinn
Lenti í því að fjórir 1TB Seagate Barracuda diskar hrundu hjá mér sama daginn (ekki allir í sömu vélinni þ.a. þetta er ekki powersupply vandamál). Ég grét mikið. Annars voru það fyrstu diskarnir sem fara hjá mér, hef ekki lent í þessu áður. Reyndar finnst mér Barracuda diskarnir keyra mjög heitir samanborið við WD diskana sem ég er með, ég gæti trúað að það hafi áhrif á líftíma þeirra.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 19:23
af Farcry
Gislinn skrifaði:Lenti í því að fjórir 1TB Seagate Barracuda diskar hrundu hjá mér sama daginn (ekki allir í sömu vélinni þ.a. þetta er ekki powersupply vandamál). Ég grét mikið. Annars voru það fyrstu diskarnir sem fara hjá mér, hef ekki lent í þessu áður. Reyndar finnst mér Barracuda diskarnir keyra mjög heitir samanborið við WD diskana sem ég er með, ég gæti trúað að það hafi áhrif á líftíma þeirra.
Ég hef verið að spá í að prófa Wd diska næst hef bara ekki góða reynslu af þeim siðan í gamla daga, legurnar biluðu yfirleitt alltaf í WD og var þá mikil hávaði í þeim. Hvaða WD disk (Red,Green,Blue)mæla menn með sem geymslu disk fyrir afrit af Dvd og Bluray myndum minum. Nýju Seagate diskarnir hafa samt verið að fá ágætis umfjöllun 3-4TB diskarnir
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 19:27
af Gislinn
Farcry skrifaði:Ég hef verið að spá í að prófa Wd diska næst hef bara ekki góða reynslu af þeim siðan í gamla daga, legurnar biluðu yfirleitt alltaf í WD og var þá mikil hávaði í þeim. Hvaða WD disk (Red,Green,Blue)mæla menn með sem geymslu disk fyrir afrit af Dvd og Bluray myndum minum. Nýju Seagate diskarnir hafa samt verið að fá ágætis umfjöllun 3-4TB diskarnir
Ég er með Black diska í vélinni hjá mér (sem margir kvarta undan að hafa verið að krassa), þeir hafa virkað mjög vel hjá mér. Ég væri samt alveg til í að prufa þessa nýju 4TB Seagate, það myndi spara smá pláss í kassanum allavega.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 20:16
af Garri
Á öllum mínum ferli og tugir ef ekki vel nálægt hundrað diskum, þá hefur einn hrunið hjá mér. Sá hrundi þegar ég var með tölvu á gólfinu og var að afrita yfir á þann disk eða af.. man ekki hvort. Nema þar sem hann stendur upp á rönd við hliðina á tölvunni, þá fer ég frá. Þarf síðan að skjótast inn í herbergið að sækja eitthvað sparka í diskinn sem fær við það góðan skell og hætti að virka. Tikkar í honum þegar ég kveiki á honum. Þetta er 500GB 5400 diskur að ég held.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 23:01
af GuðjónR
Allir diskar deyja á endanum það er staðreynd, en það var ekki óalgengt að diskar fyrir 2009 væru með 3-5 ára ábyrgð enda bendir margt til þess að þeir hafi verið betri þá en í dag, það er ekki að ástæðulausu að Seagate fór með ábyrgðina úr 5 árum í 3 og síðan í 1 ár. Ef framleiðandinn treystir vörunni ekki lengur en í eitt ár þá er varla hægt að ætlast til þess að kaupandinn geri það.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 23:11
af appel
Ég á nokkra hdd í skáp, ég tengi þá sjaldan við tölvuna. Endast þeir lengur þannig?
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 23:15
af GuðjónR
appel skrifaði:Ég á nokkra hdd í skáp, ég tengi þá sjaldan við tölvuna. Endast þeir lengur þannig?
Klárlega! Ég á nokkra IDE diska, 80-250gb sem hafa ekki verið notaðir í 8 ár amk. og þeir munu endast næstu 50 árin með þessu áframhaldi.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 23:17
af AntiTrust
Þú færð engin concrete svör frá nokkrum aðilum. Sumir geta átt diska sem endast í áratug, aðrir (eins og ég) geta missti tugi af diskum á áratug.
Skoðaðu skýrslurnar frá Google og BackBlaze gagnaverunum, líklega einu solid tölurna sem eru til offically.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 23:19
af Yawnk
Það hefur aldrei neinn harður diskur klikkað hjá mér, reyndar hef ég ekki átt marga, en er þó að notast við Seagate núna og hann virkar fínt 7-9-13. Reyndar hefur einn klikkað hjá mér eftir að ég setti skrúfjárn inn í hann meðan hann var á fleygiferð að sinna sinni vinnu alveg grunlaus
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 23:31
af appel
Í vinnunni þá er skipt um marga hdd á viku í serverunum.
Þeir stoppa stutt við þar til þeir faila, nokkra mánuði, vikur....
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Fös 07. Feb 2014 23:46
af KermitTheFrog
Fer eftir aðstæðum og notkun. Vel kældur diskur í borðtölvu mun endast lengur en harður diskur í plastsjónvarpsflakkaraboxi.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 00:12
af nidur
Ég hef alltaf keypt WD og verið með þá í sérhólfum með viftum og ekki misst nein gögn vegna bilana. Og aldrei notað raid fyrr en núna fyrir fileserver.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 00:15
af AntiTrust
KermitTheFrog skrifaði:Fer eftir aðstæðum og notkun. Vel kældur diskur í borðtölvu mun endast lengur en harður diskur í plastsjónvarpsflakkaraboxi.
Tjah, ekki endilega. Passlega kældur diskur endist best. Ef maður rýnir í skýrsluna sem Google gaf út um harðadiskana í gagnaverunum sínum þá voru of kaldir (25-30°) diskar mikið líklegri til að bila heldur en diskar sem voru að keyra í hærri kantinum (35-40°).
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 00:40
af jonsig
Hiti hefur MJÖG mikið um þetta að segja . Spurning hvort þú fair ekki kælingu á diskana , annars hef ég aldrei á ævinni lent í harðadisk hruni og ég hef verið mikið í seagate og WD .
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 00:46
af Farcry
Getur hafa verið eitthvað hitavandamál i gamla kassanum, nú er ég með Antec P280 með auka 2 viftur á diskana. Lacie diskurinn var nú bara upp í hillu og tók timemachine afrit og geymdi Itunes safnið ?
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 00:46
af appel
Ég lenti í því að þurfa að henda hörðum disk með öllu star trek safninu mínu hef ekki náð mér síðan þá
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 01:03
af kjartanbj
Server vél sem ég var með fyrir rúmum 10 árum í henni voru ca 6 WD diskar, einn 200TB og rest 80GB , svo einn Samsung 160gb , allir WD diskarnir hrundu, 200Gb diskurinn entist lengst af WD diskunum, en þó eur nokkur ár síðan hann dó, Samsung diskurinn er hinsvegar ennþá á lífi og í vél enn, hinsvegar er ekki neitt critical á honum , en hann virðist samt bara ganga og ganga
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 12:22
af hfwf
kjartanbj skrifaði:Server vél sem ég var með fyrir rúmum 10 árum í henni voru ca 6 WD diskar, einn 200TB og rest 80GB , svo einn Samsung 160gb , allir WD diskarnir hrundu, 200Gb diskurinn entist lengst af WD diskunum, en þó eur nokkur ár síðan hann dó, Samsung diskurinn er hinsvegar ennþá á lífi og í vél enn, hinsvegar er ekki neitt critical á honum , en hann virðist samt bara ganga og ganga
200TB diskur
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 12:50
af Stuffz
ég missti 3 x 1tb fyrir nokkrum árum á stuttum tíma, það voru bæði seagate og samsung
tók mig samt smá tíma að finna út afhverju það gerðist
ég hélt upphaflega að þetta væru diskarnir sem voru vandamálið en það var bios á gigabyte móðurborðinu sem olli því, eitthver fídus sem átti að vista öryggiseintak af biosinu á harða diskinum gerði það að verkum við ákveðin skilyrði að plássið á diskinum var sýnt sem helmingur af því sem það átti að vera á sumum diskum og bara 32gb/mb á öðrum diskum, bölvuð óábyrg tilraunastarfsemi hjá Gigabyte og það sem verst er að svona tölvubúnaðar aðilar viðurkenna aldrei almennilega eða innkalla gallaðar vörur sínar, svo það þarf að líða áratugur þar til maður tekur aftur sénsinn á að kaupa eitthvað með sama merki.
fyrir utan þetta þá hef ég bara misst gamla IDE fartölvudiska, einfaldlega útaf hnjaski en þeir eru eðlilega í hærri áhættuflokki þar sem maður er á ferð og flugi með þá, maður væntir hinsvegar meiri endingar af borðtölvudiskunum.
Reyndar má laga suma diska sem gefa upp rangt capacity þ.e.a.s. 1tb þegar þeir eru 2tb o.s.f. með svona verkfæri "HDD Capacity Restore" en þá þarf kannski að keyra það með diskana á annarri vél sem er t.d. ekki með gölluð bios.
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 13:01
af CendenZ
Diskarnir sem hafa klikkað hjá mér voru maxtor og seagate. Diskar sem hafa klikkað hjá fjöldskyldumeðlimum voru maxtor og seagate.
Ég hef reynt að skipta út CB-inu án árangurs á þeim og það næsta sem ég ætla reyna er að skipta um head á þeim... geri það þegar ég hef tíma og búinn að búa til eitthvað plexibox
Re: Endingar tími á hörðum diskum
Sent: Lau 08. Feb 2014 13:23
af Farcry
CendenZ skrifaði:Diskarnir sem hafa klikkað hjá mér voru maxtor og seagate. Diskar sem hafa klikkað hjá fjöldskyldumeðlimum voru maxtor og seagate.
Ég hef reynt að skipta út CB-inu án árangurs á þeim og það næsta sem ég ætla reyna er að skipta um head á þeim... geri það þegar ég hef tíma og búinn að búa til eitthvað plexibox
Þú ert sem sagt ekki seagate maður, hvernig diska ertu með