Síða 1 af 2

Bilað skákort

Sent: Mán 11. Okt 2004 20:16
af ^Soldier
Ég er með Radeon 9600 pro 128mb skjákort. Það vill svo "skemmtilega" til að það sé farið að gera mér lífið leitt. Ég er með koparkælingu á því (og kælikrem), sem vanur maður setti á. Svo ég efast um að þetta sé vegna ofhitnunar. Ég hef einnig tekið kæliplöturnar af núna en það breytist nú ekkert.

Ég hef mjög sjaldan átt í vandræðum með skjákortið en stundum kom þetta fyrir þegar ég fór í counter-strike: http://easy.go.is/pezi/myndir/cs.JPG
En þá þurfti ég bara að restarta eða slökva á tölvunni í smá stund og kveikja aftur. En núna er vandamálið að stækka.

Hér tók ég skjáskot hvernig var orðið fyrir 1 viku. Ath að þarna var ég í Counter-Strike: http://easy.go.is/pezi/myndir/counterstrike.JPG
Og hér tók ég aftur skjáskot í sama leik og í sama borði fyrir aðeins 1 degi síðan: http://easy.go.is/pezi/myndir/cs1.jpg
Allir litir í tölvuni voru voða skrítnir og ég gat ekki farið inní neinn leik því þá fór allt í rugl. Fpsið hélst eðlilegt á tölvuni og ég fann ekki fyrir neinu neinum hraðabreytingum.

Ég ákvað að henda skjákortinu út og þá lagaðist þetta. Núna er ég að vinna á tölvuna með skjáinn tengdan í kortið en ég er ekki búinn að setja það inn í tölvuna og ná í driver. Það virðist virka eðlilega (fyrir utan höktið :) )

Við höfum verið að fara með tölvuna í bíl einu sinni í viku í nokkrar vikur, og þar stendur tölvan bara í gólfinu afturí. Gæti það verið eitthvað slæmt fyrir hana að hristast smá?

Svo ég var að spá hvort einhver hafi einhverja hugmynd, hvað þetta gæti verið. Svona áður en ég fer í BT og kvarta (ef það er enn í ábyrgð).

Sent: Mán 11. Okt 2004 20:46
af BlitZ3r
tölva vinar míns var nú aftur í skutbaki og hún hentist til og frá og snúðist held ég samt var alltí lagi með hana. kanski artifacts þó ég vitia ekkret um þá

Sent: Mán 11. Okt 2004 21:29
af gnarr
hristingur og högg skemma ekki neitt nema harðadiska og ef að eitthvað slæst í hina hlutina.

semsagt það eru 0% líkur að bílferðir hafi skemmt skjákortið nema ða eitthvað hafi dottið á það.

þetta lítur svolítið út eins og skemmdur þéttir. athugaðu hvort að eitthvað af litlu kubbunum á kortinu séu skemmdir. ef þeir hafa tútnað út, bráðnað eða lekið sýru, þá er það mjög líklega útaf því.

Sent: Mán 11. Okt 2004 22:37
af MezzUp
gnarr skrifaði:hristingur og högg skemma ekki neitt nema harðadiska

Já, en bara ef hann er í gangi og verið er að lesa/skrifa þegar hristingur/höggið verður.
Öll drif framleidd í langan tíma(með voice coil motor þ.e.) setja les/skrif hausinn sjálfvirkt á "landing zone"(safe zone sem skemmir ekki diskinn þótt hann hristist) þegar þau eru ekki að vinna.

Sent: Mán 11. Okt 2004 23:46
af gnarr
já, en drifin þola samt ekki nema 70G. en það er mjööög ólíklegt að þau verði fyrir það miklu hnjaski.

þót það skemmi ekki drifin að fara með þau í bíltúr á viku fresti, þá held ég að það fari ekki beint vel með þau.

Sent: Mán 11. Okt 2004 23:57
af Voffinn
Ekki ertu með svona heavy Zalman kælingu á kortinu?

Sent: Þri 12. Okt 2004 00:25
af Pandemic
ég fann netkort undir varadekki á gamalli toyotu hjá bróðir mínum virtist vera skemmt sérstaklega skítugt það virkaði alveg. Reyndar bara 10mbita kort

Sent: Þri 12. Okt 2004 00:41
af dabb
Hvað var það að gera undir varadekki hjá bróðir þínum? :shock:

Sent: Þri 12. Okt 2004 00:49
af SolidFeather
*Ættlaði að segja dóp-brandara en hætti við*




Mynd

Sent: Þri 12. Okt 2004 00:58
af Pandemic
Sko það er ekkert fyrir varadekkinu í skottinu svona einhvernvegin náði netkortið að komast þangað líklegast eftir að við vorum að flytja tölvuhluti :-k

Sent: Þri 12. Okt 2004 09:29
af ^Soldier
Voffinn skrifaði:Ekki ertu með svona heavy Zalman kælingu á kortinu?


Ég veit ekki nákvæmlega, stendur bara VGA Heatpipe Cooler á blaðinu sem fylgdi. Þetta kostaði 4.450 í sumar hjá att.is, held að þeir séu hættir með þetta. En hér stendur ZM80C-HP, vona að þú sér einhverju nær =)

Sent: Þri 12. Okt 2004 09:39
af ^Soldier
gnarr skrifaði:hristingur og högg skemma ekki neitt nema harðadiska og ef að eitthvað slæst í hina hlutina.

semsagt það eru 0% líkur að bílferðir hafi skemmt skjákortið nema ða eitthvað hafi dottið á það.

þetta lítur svolítið út eins og skemmdur þéttir. athugaðu hvort að eitthvað af litlu kubbunum á kortinu séu skemmdir. ef þeir hafa tútnað út, bráðnað eða lekið sýru, þá er það mjög líklega útaf því.



Tók aðeins eftir einu, að pínu kælikremið hafi farið í lítinn gulan kubb. Ég þurkaði það af bara en það skánaði s.s. ekkert. En þetta hefur gerst í fyrradag þegar ég var að taka kælinguna af. Ég hafði aldrei komið nálægt þessu áður og þá hefur smá krem komist í kubbinn. Tók ekki eftir neinu öðru sem gæti hafa gerst á undan því.
Ef kortið er í ábyrgð, get ég þá ekki látið BT hafa það og beðið þá um að kíkja á kortið, án þess að þurfa að borga krónu?

Sent: Þri 12. Okt 2004 09:46
af FrankC
þeir munu örugglega segja að það sé ekki lengur í ábyrgð af því að það er búið að eiga við, þ.e. setja nýja kælingu á það og e-ð... Sum kælikrem eru leiðandi og þar af leiðandi (pun intended) getur smá kælikrem á kortið sjálft verið mjög ósniðugt...

Sent: Þri 12. Okt 2004 10:11
af gnarr
kælikremið hefur ekki skemmt neitt nema að það hafið verið að leiða straum milli tveggja staða.

ef þú ætlar að fara með kortið til bt, settu þá upprunalegu kælinguna á og neitaðu öllum ásökunum um að hafa skipt um kælingu eða átt neitt við kortið. ef þeir finna ekkert að kortinu rukka þeir þig um skoðunargjald.

ég mæli með að þú fáir að prófa kortið í annarri tölvu fyrst til að ganga úr skugga um að þetta sé ekki agp raufin eða eitthvað annað en skjákortið svo þú sleppir við skoðunargjaldið. segðu þeim þá líka að þú hafir prófað kortið í annari tölvu, þá er líklegar að þeir sleppa því að reyna að svindla á þér (þeir eru þekktir fyrir að skipta biluðum hlutum á móti hlutum sem eru ekki bilaðir og segja að þeir hafi ekki fundið neitt að honum til að þú þurfir að borga skoðunargjald). það væri líka sniðugt fyrir þig að skrifa niður/taka mynd af serial númerinu á kortinu ef þeir gera tilraun til að svindla á þér.

Sent: Þri 12. Okt 2004 10:51
af Stutturdreki
^Soldier skrifaði:
Voffinn skrifaði:Ekki ertu með svona heavy Zalman kælingu á kortinu?


Ég veit ekki nákvæmlega, stendur bara VGA Heatpipe Cooler á blaðinu sem fylgdi. Þetta kostaði 4.450 í sumar hjá att.is, held að þeir séu hættir með þetta. En hér stendur ZM80C-HP, vona að þú sér einhverju nær =)


Þú ert sem sagt með heavy Zalman kælingu á kortinu :) ...

Hefur þetta einhvern tíman verið í lagi eftir að þú settir þetta á kortið?.. ertu með viftu sem blæs niður á milli kæliplatnana? Þetta Zalman unit var td. ekki nóg eitt og sér til að kæla 9800 kortið mitt. Svo, af því að þetta er smá auka þyngd, getur kortið hafa losnað eða jafnvel skemmst við að hossast aðeins í bíl..

Sent: Þri 12. Okt 2004 13:50
af ^Soldier
gnarr skrifaði:kælikremið hefur ekki skemmt neitt nema að það hafið verið að leiða straum milli tveggja staða.

ef þú ætlar að fara með kortið til bt, settu þá upprunalegu kælinguna á og neitaðu öllum ásökunum um að hafa skipt um kælingu eða átt neitt við kortið. ef þeir finna ekkert að kortinu rukka þeir þig um skoðunargjald.

ég mæli með að þú fáir að prófa kortið í annarri tölvu fyrst til að ganga úr skugga um að þetta sé ekki agp raufin eða eitthvað annað en skjákortið svo þú sleppir við skoðunargjaldið. segðu þeim þá líka að þú hafir prófað kortið í annari tölvu, þá er líklegar að þeir sleppa því að reyna að svindla á þér (þeir eru þekktir fyrir að skipta biluðum hlutum á móti hlutum sem eru ekki bilaðir og segja að þeir hafi ekki fundið neitt að honum til að þú þurfir að borga skoðunargjald). það væri líka sniðugt fyrir þig að skrifa niður/taka mynd af serial númerinu á kortinu ef þeir gera tilraun til að svindla á þér.



Ég prufa að setja það í hina tölvuna þegar ég fer heim um helgina og tékka hvort það virki eðlilega. Góð hugmynd með að taka mynd af serial númerinu því þeir fá ekki að svindla á mér.

Sent: Þri 12. Okt 2004 14:00
af ^Soldier
Stutturdreki skrifaði:
^Soldier skrifaði:
Voffinn skrifaði:Ekki ertu með svona heavy Zalman kælingu á kortinu?


Ég veit ekki nákvæmlega, stendur bara VGA Heatpipe Cooler á blaðinu sem fylgdi. Þetta kostaði 4.450 í sumar hjá att.is, held að þeir séu hættir með þetta. En hér stendur ZM80C-HP, vona að þú sér einhverju nær =)


Þú ert sem sagt með heavy Zalman kælingu á kortinu :) ...

Hefur þetta einhvern tíman verið í lagi eftir að þú settir þetta á kortið?.. ertu með viftu sem blæs niður á milli kæliplatnana? Þetta Zalman unit var td. ekki nóg eitt og sér til að kæla 9800 kortið mitt. Svo, af því að þetta er smá auka þyngd, getur kortið hafa losnað eða jafnvel skemmst við að hossast aðeins í bíl..



Já gaurinn sem setti kælinguna á hefur tekið viftuna af. Getur vel verið að hann hafi þurft að gera það, ég veit reyndar ekkert um það. En núna er það í tölvuni með engri viftu :/ Aðeins 2 kassaviftur og 1 örgjörvavifta sem kortið getur reynt að njóta góðs af. Reyni bara að hafa ekki kveikt á tölvuni lengi í einu meðan þetta er svona.
Gæti líka vel verið að það sé útaf hristingnum eins og þú segir. Það bætist frekar mikil þyngd á kortið þegar kælingin er komin á.

Re: Bilað skákort

Sent: Þri 12. Okt 2004 14:02
af Stutturdreki
^Soldier skrifaði:Ég ákvað að henda skjákortinu út og þá lagaðist þetta. Núna er ég að vinna á tölvuna með skjáinn tengdan í kortið en ég er ekki búinn að setja það inn í tölvuna og ná í driver. Það virðist virka eðlilega (fyrir utan höktið :) )


Var aðeins að lesa póstinn þinn aftur; Hentir skjákortinu út, en ert samt með skjáinn tengdann í kortið en það er ekki inni í tölvunni þinni? :)

Skildi þetta fyrst þannig að þú hafir tekið skjákortið úr vélinni og sett annað í staðinn..

En ef þú uninstallaðir sem sagt skjákorts drivernum og þá virkar allt fínt? Ef svo er hefurðu verið með gallaðan driver, kortið stillt á alltof há gæði, eða verið að OC-a.

Re: Bilað skákort

Sent: Þri 12. Okt 2004 14:14
af ^Soldier
Stutturdreki skrifaði:
^Soldier skrifaði:Ég ákvað að henda skjákortinu út og þá lagaðist þetta. Núna er ég að vinna á tölvuna með skjáinn tengdan í kortið en ég er ekki búinn að setja það inn í tölvuna og ná í driver. Það virðist virka eðlilega (fyrir utan höktið :) )


Var aðeins að lesa póstinn þinn aftur; Hentir skjákortinu út, en ert samt með skjáinn tengdann í kortið en það er ekki inni í tölvunni þinni? :)

Skildi þetta fyrst þannig að þú hafir tekið skjákortið úr vélinni og sett annað í staðinn..

En ef þú uninstallaðir sem sagt skjákorts drivernum og þá virkar allt fínt? Ef svo er hefurðu verið með gallaðan driver, kortið stillt á alltof há gæði, eða verið að OC-a.



Venjulega hef ég sett diskinn í og sett það þannig upp. Svo prufaði ég að setja það inn með að fara í "Add hardware" og setja svo inn annan driver og það virkaði ekki heldur en átti samt að virka fyrir þessa tegund sem ég er með. Núna er ég búinn að setja það inn með að fara í "Add hardware" en vantar núna driver. Gætirðu bent mér á einhvern driver sem gæti hugsanlega virkað fyrir kortið? Er alveg þess virði að reyna einu sinni enn =)

Sent: Þri 12. Okt 2004 14:36
af Stutturdreki
^Soldier skrifaði:Já gaurinn sem setti kælinguna á hefur tekið viftuna af. Getur vel verið að hann hafi þurft að gera það, ég veit reyndar ekkert um það.


Jaa.. þarf að taka viftuna og kæliplötuna sem kemur með skjákortinu af til að koma Zalman kælingunni fyrir.

^Soldier skrifaði:En núna er það í tölvuni með engri viftu :/ Aðeins 2 kassaviftur og 1 örgjörvavifta sem kortið getur reynt að njóta góðs af.


Hjá mér alla vega náðu kassaviftunar ekki að hreyfa loftið í kringum skjákortið nógu mikið. Hitinn bara hækkaði og hækkaði en var alveg svakalega lengi að lækka aftur þó tölvan væri idle.. lét ekki hitan fara yfir 65°C hætti snögglega því sem ég var að gera þegar hann varð svo hár. Núna er ég búinn að setja 92mm viftu á kæliplöturnar og hitinn fer ekki upp fyrir 54°C.. sama hvað ég reyni. Get sett myndir og leiðbeiningar ef þú vilt..

Sent: Þri 12. Okt 2004 15:29
af ^Soldier
Stutturdreki skrifaði:Hjá mér alla vega náðu kassaviftunar ekki að hreyfa loftið í kringum skjákortið nógu mikið. Hitinn bara hækkaði og hækkaði en var alveg svakalega lengi að lækka aftur þó tölvan væri idle.. lét ekki hitan fara yfir 65°C hætti snögglega því sem ég var að gera þegar hann varð svo hár. Núna er ég búinn að setja 92mm viftu á kæliplöturnar og hitinn fer ekki upp fyrir 54°C.. sama hvað ég reyni. Get sett myndir og leiðbeiningar ef þú vilt..



(Vona að ég sé að gera rétt með að fikta í þessu HTML dóti :D )

En eru kæliplöturnar virkilega verri en lítil vifta? Hélt að kæliplatan væri þvílíkt góð (miðað við verðið a.m.k.) vissi samt ekkert útí hvað ég var að fara.

Sent: Þri 12. Okt 2004 15:34
af Mysingur
Það þarf náttúrulega að vera einhver hreyfing á loftinu í kringum kæliplöturnar, annars gera þær lítið gagn :)

btw. þetta er ekki html, þetta er BBcode [-X

Sent: Þri 12. Okt 2004 16:33
af ^Soldier
Stutturdreki skrifaði:
^Soldier skrifaði:Já gaurinn sem setti kælinguna á hefur tekið viftuna af. Getur vel verið að hann hafi þurft að gera það, ég veit reyndar ekkert um það.


Jaa.. þarf að taka viftuna og kæliplötuna sem kemur með skjákortinu af til að koma Zalman kælingunni fyrir.

^Soldier skrifaði:En núna er það í tölvuni með engri viftu :/ Aðeins 2 kassaviftur og 1 örgjörvavifta sem kortið getur reynt að njóta góðs af.


Hjá mér alla vega náðu kassaviftunar ekki að hreyfa loftið í kringum skjákortið nógu mikið. Hitinn bara hækkaði og hækkaði en var alveg svakalega lengi að lækka aftur þó tölvan væri idle.. lét ekki hitan fara yfir 65°C hætti snögglega því sem ég var að gera þegar hann varð svo hár. Núna er ég búinn að setja 92mm viftu á kæliplöturnar og hitinn fer ekki upp fyrir 54°C.. sama hvað ég reyni. Get sett myndir og leiðbeiningar ef þú vilt..



Var að skrifa svar fyrir 50 mín síðan en ég veit ekki hvert það hefur fokið. Var aðeins að fikta í þessu html dóti fyrir ofan til að reyna að gera þetta skiljanlegt, en ég læt það í friði núna =)
Það væri frábært að fá myndir og leiðb. af þessu ef þú getur og ef það er ekki of mikil fyrirhöfn fyrir þig. Gott fyrir framtíðina þegar maður kaupir sér nýtt skjákort, geðveikt að geta kælt það nógu mikið niður :8) En veistu um eitthvað forrit sem ég get náð í til að sjá hitann á skjákortinu?

Ég var að prufa að setja kortið inn í tölvuna og engan driver, eftir eitt restart þá var liturinn kominn í rugl og allt komið í sama far og áður. Svo það er ekki driverinn :/

Sent: Þri 12. Okt 2004 16:35
af ^Soldier
Mysingur skrifaði:Það þarf náttúrulega að vera einhver hreyfing á loftinu í kringum kæliplöturnar, annars gera þær lítið gagn :)

btw. þetta er ekki html, þetta er BBcode [-X


Damn =) En virðist vera að hitt svarið hafi samt komið. Maður er orðinn ruglaður.

Sent: Þri 12. Okt 2004 18:33
af Stutturdreki
^Soldier skrifaði:Ég var að prufa að setja kortið inn í tölvuna og engan driver, eftir eitt restart þá var liturinn kominn í rugl og allt komið í sama far og áður. Svo það er ekki driverinn :/


Erm.. hvað nákvæmlega meinarðu með því að 'taka kortið úr' og 'setja kortið í'? Tekurðu það úr kassanum? Áðan sagðirðu að þú hefðir tekið kortið úr kassanum.. værir með skjáinn tengdan við kortið en kortið væri ekki í vélinni og allt virkaði fínt.. Ég er ekki alveg með þetta á hreinu :)

Getur náttúrulega vel verið að kortið sé bara gallað/ónýtt og þá kemur kælingin þessu ekkert við.

www.zalmanusa.com skrifaði:If you are using an nVIDIA GeForce FX5800, an ATI Radeon 9800 Pro, a Matrox Parhelia, or a more advanced model, an Optional Fan (ZM-OP1, sold separately) must be installed.


Ætti að vera hægt að nota kæliplöturnar einar og sér á 9600 kort samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda..