Það er frítt að senda vörur frá Kína til Íslands, en fyrir það að koma vörunni frá Keflavík niður á pósthús greiðirðu póstinum 550 kr. í "umsýslugjald".
Mæli með
http://www.eBay.com ef þú vilt panta eitthvað. Velur "Top rated seller" og þú færð betri þjónustu en þú myndir nokkurn tíma fá hér heima.
Ég hef oftar en ekki fengið vöruna endurgreidda að fullu vegna þess að það komst upp um galla, án þess að þurfa að senda hana út aftur. Gallarnir eru oftar en ekki minniháttar, og varan virkar allt að því fullkomlega.
Keypti til dæmis afturljós í bílinn minn frá USA og tók eftir því að það var sprunga í öðru ljósinu.
Hann bauð mér annaðhvort að fá nýtt sent heim, eða að fá bæði ljósin endurgreidd, svo ég fékk ljósið, sem átti að kosta um 20þ kr., frítt.