Síða 1 af 1

Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 10:18
af nidur
Hver er að nota svona og í hvað ?

Ég var að enda við að setja upp einn sem server.

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 10:29
af minuZ
Ég kom minni fyrir aftan á skjá sem hengur upp á vegg og sýnir google calendarinn hjá öllum á heimilnu.

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 10:39
af Stutturdreki
Er með eitt keyrandi Raspbmc til að krakkarnir þurfi ekki að nota tölvuna til að horfa á myndir og sem fyrsta skrefið í að gera DVD spilaran útlægann.

Langar í fleirri, einmitt til að gera eitthva svona eins og minuZ (konan er alltaf að kaupa eitthvað fjölskyldu pappa dagatal.. _svo_ gamaldags), torrent-server, og kannski fikkta eitthvað home-automation/monitoring.

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 11:11
af nidur
Ég ætla einmitt að fá mér aðra til að prófa xbmc á. Hef verið að pæla í að setja það upp til að nota fjarstýringu á. Apple tv fjarstýringin er mjög nett. og svo getur maður notað android app líka.

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 11:18
af Stutturdreki
Já einmitt, nota einhvað XBMC remote á iPad og krakkarnir voru <5 mín að læra að nota þetta, svo að segja idiot proof.

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 11:48
af Hauxon
Ég er er að búa til time lapse track/slider fyrir myndavél þar sem ég er að nota Raspberry Pi til að tölvustýra mótor sem færir vélina eftir sleðanum og stoppar á meðan myndin er tekin. Myndavélin verður líka triggeruð af Raspberry. Er að reyna að gera þetta mjög ódýrt. Ætla að reyna að nota gardínusleða úr IKEA og hjól fyrir rennihurðir. Er búinn að ná mér í tvo DC mótora úr gömlum prentara og er að bíða eftir add on borði frá piBorg.com til að tengja mótorana. Setti upp Raspian (Debian Liinux) og ætla að forrita þetta í Python. :megasmile

Ef ég nenni þá geri ég kannski síma app til að stjórna græjunni eð wifi eða bluetooth.

Ég var líka búinn að prófa að setja upp RasPlex sem virkar fínt.

Hrannar

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 11:57
af nidur
Þetta með myndavélina er mjög sniðugt ef maður er í svona myndatöku.

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 17:17
af nidur
Var að enda við að setja upp xbmc á þessa græju og virkar frábærlega með plex plugin yfir netið og með remote í android :) ekki nema 50% cpu usage á HD skrá

*setti raspbmc, hvernig er rasplex að virka þarf að kaupa auka codecs til að fá allt til að virka.?

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 18:40
af hagur
Er með 2 stk, keyra bæði OpenElec, annað inní hjónaherbergi og hitt í eldhúsinu.

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 23:24
af nidur
Ertu þá með kerfið sett upp á USB?

Re: Raspberry Pi

Sent: Mið 15. Jan 2014 23:39
af hagur
nidur skrifaði:Ertu þá með kerfið sett upp á USB?


Er þessari spurningu beint til mín?

Ef svo er, nei, bara sitthvort SD kortið .... svo eru þær tengdar við fileshare á server hérna á heimanetinu hjá mér og sækja allt efni þaðan.

Re: Raspberry Pi

Sent: Fim 16. Jan 2014 10:44
af nidur
hagur skrifaði:Er þessari spurningu beint til mín?


Já, og takk fyrir svarið, hef verið að pæla í að prófa usb3 uppsetninguna.

Re: Raspberry Pi

Sent: Fim 16. Jan 2014 12:24
af Stutturdreki
Ég prófaði USB uppsetningu einu sinni og var ekki beint var við einhvern mun. Sú uppsetning endaði reyndar í rugli (eftir fikt) og PIið mitt keyrir bara á SD korti í dag.

Re: Raspberry Pi

Sent: Fim 16. Jan 2014 17:25
af Zpand3x
nidur skrifaði:
hagur skrifaði:Er þessari spurningu beint til mín?


Já, og takk fyrir svarið, hef verið að pæla í að prófa usb3 uppsetninguna.


raspberry pi styður ekki usb3 (nema þá bara sem usb2.0) Ég setti upp raspbmc fyrir foreldra mína og setti kerfið upp á Kingston 16GB DataTraveler Ultimate G2 og það virkar fínt en var óþarfi því ég setti svo upp Openelec á mína rasp með 8 gb sandisk cruzer (1000 kr drusla) og það virkar alveg fínt.
Hef lesið að það sé betra að nota usb minniskubba fyrir xbmc uppsetninguna ef maður ætlar að OC-a raspberry, líklegt að SD kortin corruptist ef þú gerir það með kerfið á SD korti.