Síða 1 af 1

Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggingar

Sent: Mið 08. Jan 2014 00:16
af eriksnaer
Sælir, er að pæla í að uppfæra turninn minn smá, ekkert svaka samt sem áður...

Ég er að spila BF3, CS:GO, Saints Row: the third. Á helling af fleiri leikjum en spila þessa mest, pæling líka að fara að fá mér BF4.

Specs:
Kassi: Cooler Master Sileo 500
Móðurborð: Gigabyte GA-P67A-UD5-B3
Örgjörvi: i7 Quad 2600 3.40 GHz
DDR3: Mushkin 3x4GB
Skjákort: Gigabyte HD6850 & Club 3d í crosswire
Geisladrif: Venjulegt bara
HDD: Seagate 1.5TB
Netkort: Gigabyte GC-WB150 m/bluetooth

Er einnig með viftustýringu og alltaf allar viftur í botni (framan, aftan og á örgjörva) og hef 1 pláss auka á henni laust.

Öll ráð vel þegin.
Kv. Erik

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 00:53
af Sydney
Skjákort. Tilgangslaust að fara úr 2600K í Ivy eða Haswell nema að þú ætlir að nota onboard skjákjarnann. Myndi athuga með annað hvort 780 eða 290 ef þú vilt virkilega finna einhvern mun.

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 00:57
af eriksnaer
Sydney skrifaði:Skjákort. Tilgangslaust að fara úr 2600K í Ivy eða Haswell nema að þú ætlir að nota onboard skjákjarnann. Myndi athuga með annað hvort 780 eða 290 ef þú vilt virkilega finna einhvern mun.

Er ekki með "k" örgjörvan svo það sé á hreinu ;) en er hvort væri vetri kosturinn ?
Heyrði eitthvað af því að radeon kortin væru með einhvern sér BF stuðning...

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 01:30
af littli-Jake
Ætli SSD diskur væri ekki besta skrefið.

En afhverju í ósköpunum ertu alltaf með viturnarnar á 100% keirslu? Það sem ég mundi aldrei nenna því. Mundi reyndar mæla með 1 viftu í viðbót þar sem þú ert með 2x skjákort.

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 01:36
af eriksnaer
littli-Jake skrifaði:Ætli SSD diskur væri ekki besta skrefið.

En afhverju í ósköpunum ertu alltaf með viturnarnar á 100% keirslu? Það sem ég mundi aldrei nenna því. Mundi reyndar mæla með 1 viftu í viðbót þar sem þú ert með 2x skjákort.

Er með hljóðeinangraðan kassa þannig tek varla eftir því........ En auka vifta og ssd væri reyndar ekki svo vitlaust...
En þá er það spurning hvar ætti ég að hafa viftuna og hvernig viftu?

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 01:43
af littli-Jake
Gæti verið cool að moda 80mm viftu í hólfið fyrir aftan usb og jack pluginn. Fengir þá beinan blástur á skjákortin. Skil samt ekki pælinguna í þessum kassa að vera með 5x 5.25 bays

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 01:45
af eriksnaer
Ekki hugmynd, keypti þetta hérna á vaktinni.... en er ekki viss um að ég treysti mér í svona....

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 02:14
af littli-Jake
eriksnaer skrifaði:Ekki hugmynd, keypti þetta hérna á vaktinni.... en er ekki viss um að ég treysti mér í svona....


Þetta er nákvæmlega ekkert mál. Festir viftuna með svörtum dragböndum. Kostur við að vera með gluggalausan kassa að þú getur leift þér að flippa smá í þessu.

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 18:23
af eriksnaer
En er ekki alveg að skilja þig. 80mm vifta er svoldið stór... Er því ekki alveg að skilja hvar þú ert þá að tala um að staðsetja hana....

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 18:46
af littli-Jake
80mm er alls ekki stór. Það er minsta viftan sem þú getur keipt ( alment) Gætir jafnvel notað 92mm viftu í þetta en efast um að 120 mundi komast.
Ég sé hana fyrir mér í hólfinu í miðjunni
Mynd

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 18:49
af eriksnaer
Þarna hægra megin við þar sem móðurborðstengin eru?

ef já, þá er ég með viftu þar :happy

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 18:59
af Moquai
Leiðinlegt að þú sért ekki með K örgjörvann, væri hægt að klukka þetta svo mikið og það myndi skila miklu.

Hvernig er það, er ekki hægt að yfirklukkan örgjörvann þó hann sé ekki K týpa?

Það er líka must að fá sér SSD, það er ALLT hraðvirkara, svo líka ef þú ert ekki að drífa þig mjög mikið að uppfæra er líka hægt að panta þetta bara í gegnum netið og þú sparar þér alveg nokkuð.

En það er allavega fyrsta á dagskrá að fá sér SSD, myndi mæla með Intel, og fá þér mögulega 240gb, þú ert að struggla með pláss á 120gb sérstaklega ef þú ert í bf3/bf4.

http://www.amazon.com/Intel-2-5-Inch-In ... ntel+240gb

sparar mikið að bíða bara smá eftir að þetta lendir upp á pósthúsi.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2238

Re: Pæling að uppfæra smá í turninum mínum, vantar ráðleggin

Sent: Mið 08. Jan 2014 19:11
af vikingbay
Moquai skrifaði:
Hvernig er það, er ekki hægt að yfirklukkan örgjörvann þó hann sé ekki K týpa?


En það er allavega fyrsta á dagskrá að fá sér SSD, myndi mæla með Intel, og fá þér mögulega 240gb, þú ert að struggla með pláss á 120gb sérstaklega ef þú ert í bf3/bf4.


Frekar takmarkað hægt að yfirklukka þá.. og bara leiðinlegt :/

En það er tilgangslaust að mínu mati allavega að installa BF3 og 4 á SSD diska. Ég starta leiknum og alt-taba svo bara til að skipta um servera og slíkt, og þarf þá bara að loada mappinu en ekki leiknum öllum. Spara þannig heilmikið pláss á SSD diskunum ;)

En ef ég fæ að skipta mér að, þá vil ég segja:
Nr 1 er skjákort
Nr 2 er SSD diskur
Nr 3 er að redda þér K örgjörva og yfirklukka hann aðeins. Nauðsynlegt fyrir Battlefield.
en því gæti hugsanlega fylgt uppfærsla á örgjörvakælingu sem er ~20 ish þúsund.

Ef þú kemur með það sem þú átt til að eyða í þetta þá er ekkert mál að finna eitthvað sniðugt handa þér!