Síða 1 af 1
128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 03:57
af Swooper
Vitiði til þess að einhver verslun hérlendis selji 128GB (eða stærra) SD kort, ideally class 10? Ég finn ekkert hjá þessum helstu sem mér datt í hug, 64GB virðist vera það stærsta sem er í boði.
Re: 128GB SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 04:03
af trausti164
Er það til? 0.0
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 04:05
af Swooper
Já, held að 256GB séu stærstu, t.d. þetta þó ég viti ekki hvort ég myndi treysta þessu merki:
http://tinyurl.com/pme73rz
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 04:06
af Swooper
Ég er n.b. að tala um full size SD kort, ekki microSD.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 04:32
af coldone
Hvaða hraða villtu hafa á kortinu? Það er til fullt af 128gb kortum á markaðinum en hraðinn á les og skrif á þeim er mismunandi. Meiri hraði kostar meira. En eitt er alveg fráleitt, það er að kaupa þessi kort á Íslandi, það er alveg brjálæðislegt hvað þetta kostar hérna.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 09:25
af audiophile
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 14:12
af Swooper
coldone skrifaði:Hvaða hraða villtu hafa á kortinu? Það er til fullt af 128gb kortum á markaðinum en hraðinn á les og skrif á þeim er mismunandi. Meiri hraði kostar meira. En eitt er alveg fráleitt, það er að kaupa þessi kort á Íslandi, það er alveg brjálæðislegt hvað þetta kostar hérna.
Eins og ég sagði, ideally class 10, eða amk nóg til að geta spilað 1080p myndbönd af því án hiksta. En miðað við þetta sem audiophile linkaði held ég að ég sé miklu betur settur með að panta frá Amazon bara, get fengið þau helmingi ódýrari þaðan greinlega.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 15:41
af coldone
Class 10 er með mismunandi hraða þannig að þú verður t.d. að vita hvað vélin sem þú ert að nota getur nýtt mikinn hraða.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 15:51
af Swooper
Hélt að class-flokkunin væri hraðakerfið fyrir SD kort

Þetta verður annars ekki notað í myndavél, heldur spjaldtölvu og snjallsjónvarp.
Sent: Þri 31. Des 2013 20:57
af KermitTheFrog
coldone skrifaði:Class 10 er með mismunandi hraða þannig að þú verður t.d. að vita hvað vélin sem þú ert að nota getur nýtt mikinn hraða.
Class 10 þýðir að kortið getur lesið/skrifað á amk 10mbps. Skiptir engu máli hvernig tækið er sem það er sett í.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Þri 31. Des 2013 21:25
af Swooper
Eins og ég hélt, nefninlega.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Mið 01. Jan 2014 03:26
af coldone
Já er það Kermit. Það skiptir máli ef þú ætlar þér að fullnýta kortið. Ef þú kaupir þér kort sem er með les og skrifhraða sem er meiri en tækið ræður við, þá ertu bara að eyða peningum. Ef þú ert að kaupa þér kort fyrir það sem Swooper ætlar að nota þetta í þarf ekkert sérstakt kort í skrifhraðann. En að segja að þessa vitleysu að tækið skipti ekki máli, stenst bara ekki.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Mið 01. Jan 2014 13:10
af KermitTheFrog
Satt er það, en Class 10 er ekki með "breytilegum hraða".
Ert aldrei verr settur með Class 10 kort meðan verðmunurinn er ekki meiri en hann hefur verið.
Re: 128GB+ SD kort?
Sent: Mið 01. Jan 2014 15:49
af coldone
Það er nú ekki rétt, class 10 kort eru til í mismunandi gæðum þ.e. les og skrifhraða. Allt frá því að vera lágmark 10mbps og t.d. Sandisk Extreme Pro kort sem er 95 mbps. En ég var ekki að tala um að einstakt kort væri með "breytilegum hraða".