Síða 1 af 1

(FIXED)Hjálp, glænýtt skjákort en ekkert signal á skjánum.

Sent: Þri 31. Des 2013 02:36
af I-JohnMatrix-I
Sælir vaktarar, þannig er staðan að ég verslaði mér glænýtt Gigabyte gtx780 kort í dag og hef ekki enþá fengið signal á skjáinn. Ég var með 2x7950 en ég uninstallaði catalyst control center og notaði síðan driver sweeper til þess að uninstalla öllum driverum. Svo setti ég kortið í og eina sem ég fæ upp er lítið blikkandi strik í vinstra horni skjásins og b2 error kóða á hægri botni skjás. Fékk að setja kortið í tölvuna hjá frænda mínum og það bootaði eðlilega upp hjá honum þannig ég er eiginlega búinn að útiloka að skjákortið sé gallað. Var búinn að googla smá og sumir hafa verið að mæla með að update-a biosinn þannig ég notaði live update 5 frá Msi til að ná í nýjustu bios uppfærsluna en ég er enþá að fá sama error. Vona innilega að þið séuð með einhver góð ráð hérna þar sem ég er að verða brjálaður á þessu dóti.

Re: Hjálp, glænýtt skjákort en ekkert signal á skjánum.

Sent: Þri 31. Des 2013 02:59
af paze
Lítið blikkandi strik í vinstra horni skjássins er nú oftast boot error. Ef það kemur upp, þá er ekkert að skjákortinu eins og þú veist. Prófaðu að setja gamallt kort í/onboard.

Re: Hjálp, glænýtt skjákort en ekkert signal á skjánum.

Sent: Þri 31. Des 2013 03:04
af I-JohnMatrix-I
Búinn að setja onboard og það virkar fínt. Þetta er eitthvað bios vesen held ég. Búinn að vera að googla og sumir hafa lennt í þessu og flashað biosinn. Er bara svolítið hræddur við það þar sem í einum þræðinum þá brikkaði aðilinn móðurborðið sitt með því að flasha. :S

Re: Hjálp, glænýtt skjákort en ekkert signal á skjánum.

Sent: Þri 31. Des 2013 08:55
af Kristján
ertu örugglega ekki með 8pin og 6pin tengt í kortið en ekki 6pin og 6 pin, held það sé ekki hægt en vert að skoða.

og þar sem þú varst með CF þá vartu lílega með 4 snúru frá aflgjafa að kortunum, skoðaðu hvort allt sé ekki tengt rétt og svona.

Bara svona uppá basics

Re: Hjálp, glænýtt skjákort en ekkert signal á skjánum.

Sent: Þri 31. Des 2013 13:11
af I-JohnMatrix-I
Ég er með 8 pin + 8 pin tengt. Er margoft búin að fara yfir allar tengingar. :)

Re: Hjálp, glænýtt skjákort en ekkert signal á skjánum.

Sent: Þri 31. Des 2013 13:19
af Haflidi85
búinn að prófa að setja upp skjákorts driverana, og keyra síðan upp vélina, eða er þetta pottþétt bios vesen ?

Re: Hjálp, glænýtt skjákort en ekkert signal á skjánum.

Sent: Þri 31. Des 2013 13:46
af I-JohnMatrix-I
Þetta var biosinn, búinn að flasha og virkar fínt núna. :happy