Síða 1 af 1

Sempron vs. Celeron D

Sent: Fim 07. Okt 2004 14:15
af wICE_man
AMD hefur ætíð verið hampað sem bestu lausninni fyrir þá sem vilja ódýra en nægilega aflmikla tölvu. En nú er svo komið að Sempron gjörvarnir (sem eru eiginlega bara niðurklukkaðir Athlon XP örgjörvar) eru að skila verri afköstum miðað við verð en Celeron D.

Xbitlabs gerðu könnun á þessu og komust í raun um að allir Sempron örrarnir nema 3100+ (sem er í raun niðurskorinn Athlon 64 örri) eru á eftir þeim Celeron gjörvum sem þeir eiga að keppa við svo munar 5-6%. Það virðist því sem að nú borgi það sig að fá sér Celeron ef maður er að spara.

Hér er greinin á Xbitlabs:

http://www.xbitlabs.com/articles/cpu/display/sempron.html

Sent: Fim 07. Okt 2004 20:05
af gnarr
hljómar allavegann eins og betri hugmynd að fá sér s775 en s754. það er vitað mál að s754 er að fara af markaðnum fljótlega (eða þá socket A sem að er við það að velta útaf). en mér þykir ekki líklegt að s775 fari strax

Sent: Lau 09. Okt 2004 12:39
af wICE_man
Jamm, AMD eru allt of óákveðnir með hvað þeir ætla sér að gera í þessum socket málum. Á aðra höndina virðast þeir ætla að halda í S754 sem lengst en á hina virðist hann vera dauðadæmdur.

Þegar að ódýru S939 örrarnir koma (3000+ og 3200+) hverfur síðasta ástæðan fyrir því að fá sér S754.

Sent: Sun 10. Okt 2004 11:17
af Hlynzi
Það kemur í ljós hvernig málin þróast.

Ég myndi persónulega ekki fá mér 7 línuna (socket754), og 939 eða 940 er framtíðin hjá AMD, þeir voru alltof óákveðnir í þessu til að byrja með.

Afhverju að vera að kaupa sér drasl örgjörva þegar maður getur fengið sér ágætan örgjörva fyrir 5000 kalli meira og endist mun lengur en sempron.