Síða 1 af 1
týndur diskur
Sent: Þri 24. Des 2013 08:22
af rattlehead
Sælir
Hvað dettur ykkur í hug þegar tölban týnir harða disknum eftir einhverjar mínútur.
Re: týndur diskur
Sent: Þri 24. Des 2013 09:09
af Plushy
Hef lent í svipuðu.
Stundum kom diskurinn inn, síðan datt hann út aftur í tíma og ótíma.
Ætlaði alltaf að fara með diskinn í ábyrgðarviðgerð en svo hætti þetta að gerast of hef ekki spáð meira í því síðan

Re: týndur diskur
Sent: Þri 24. Des 2013 09:27
af NoName
Athuga kapalinn, athuga usb portin (ef utanáliggjandi) og athuga að diskurinn sé með annað "drive letter" í disk manager en sem er nú þegar í notkun. Athuga og Uppfæra drivera og BIOS´inn.
Re: týndur diskur
Sent: Þri 24. Des 2013 10:11
af KermitTheFrog
Gæti verið bilaður diskur. Myndi taka afrit af öllu mikilvægu og keyra svo hdd test á hann.
Re: týndur diskur
Sent: Þri 24. Des 2013 11:22
af Danni V8
Backupa allt mikilvæga af disknum sem fyrst allavega.
En þegar ég lenti í svona þá var það Sata kapallinn sem var bara ónýtur.
Re: týndur diskur
Sent: Þri 24. Des 2013 11:26
af rango
Ég er með 500Gb disk með sama vandamáli.
Hann virkar eins og á að virka og komið gögnum á backup stað, Enn eftir 4-5 mínútur deyr diskurinn.
Tek hann úr sambandi og aftur í og get þá haldið áfram með backupið.
Re: týndur diskur
Sent: Þri 24. Des 2013 12:06
af rattlehead
Þetta er furðulegt að 3 diskar haga sér eins. Þar af einn nýr. Ætla að athuga kaplana. Hélt einmitt að diskurinn sé að deyja æætla líka að tengja hann í aðra vél.