Síða 1 af 1
Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Fös 20. Des 2013 17:21
af KrissiP
Jæja my fellow vaktarar, núna vantar mér hjálp ykkar.
Ég fékk uppfærslu í tölvuna í undirskrif og er búinn að vera að bjástra við að setja það saman í dag. Þegar ég var loksins búinn að því þá ákveður tölvan að kveikja ekki á sér, kemur smá ljós og vifturnar snúast smá. Svo slekkur hún strax aftur á sér. Þetta er búið að ganga svona í allan dag nema í nokkur skipti þar sem að ég hef tekið skjákortið úr og þá hef ég getað komist í biosinn. Ég er búinn að prufa annað skjákort en það er sama sagann.
EDIT: Búinn að reyna hina PCI-E raufina. Sama sagan þar.
Er einhver ykkar með lausn á þessu vandamáli mínu?
Nýja stöffið er: 4670k, Z87X-D3H og Asus Gtx 770
Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Fös 20. Des 2013 17:28
af Stutturdreki
Eh.. ef þú tekur skjákortið úr, bootar vélin eðlilega eða kemstu bara inn í bios?
Annars er kannski svona fyrsta sem manni dettur í hug að snúrurnar úr PSU séu ekki rétt tengdar eða ekki nógu vel tengd.
Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Fös 20. Des 2013 17:54
af ArnarF
Mig grunar að þetta sé PSU vandamál, hvaða specca varstu með fyrir uppfærsluna og hvaða PSU ertu með ?
Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Fös 20. Des 2013 18:02
af Hnykill
Ef þú ert að nota gömlu minniskubbana gæti verið að þú ættir eftir að stilla hraða/volt og latency á þeim ..athuga volt stillingarnar á örgjörvanum líka.
Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Fös 20. Des 2013 18:43
af KrissiP
ArnarF skrifaði:Mig grunar að þetta sé PSU vandamál, hvaða specca varstu með fyrir uppfærsluna og hvaða PSU ertu með ?
Undirskrift, Jersey 750w
Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Fös 20. Des 2013 18:53
af Bioeight
Prófaðu að tengja með 2 snúrum frá aflgjafanum í skjákortið, þ.e. ekki nota bara 1 snúru með 2 tengjum heldur 2 snúrur og 1 tengi á hvorri. Ef þú ert nú þegar að gera það prófaðu að nota aðrar snúrur eða önnur tengi á aflgjafanum(ef hann er modular sem mér sýnist hann vera).
Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Fös 20. Des 2013 21:51
af methylman
Aftengdu PSU frá ÖLLU bíddu í ca 10 mín og tengdu svo allt og settu í gang.
Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Lau 21. Des 2013 00:35
af worghal
er reset takkinn tengdur í power pinnana?
mjög algengt og honest mistök

Re: Tölvan kveikir ekki á sér
Sent: Lau 21. Des 2013 02:31
af nonesenze
worghal skrifaði:er reset takkinn tengdur í power pinnana?
mjög algengt og honest mistök

hann tók úr skjákort og þar fór hann í bios... ég myndi fara með þetta aftur í búðina sem þú kauptir þetta af og láta þá skoða þetta, EN hvaða display port ertu að nota þegar þú tekur skjákortið úr?, og hefur þú prufað að hafa skjákortið í þegar þú prufar það ?