Þeir eru þó að notast við allt aðrar aðferðir við smíði sinna örgjörva en mótherjar sínir, þar ber helst að nefna SOI (silicon on insulator) sem gefur betri orkunýttni en heldur dálítið aftur af klukkuhraðanum, þetta kemur skýrt fram í nýju 90nm örrunum þar sem orkunotkunn er 10-20% minni en fyrir samsvarandi 130nm örgjörvum en hæðsti klukkuhraðinn enn sem komið er 2.2GHz saman borið við 2.4GHz hjá 130nm örrunum.
Enn fremur hefur AMD ákveðið að 2.6GHz örgjörvarnir sem koma á næstunni verði 130nm gerðir til að byrja með. Það verður ekki fyrr en á miðju næsta ári sem að 90nm örrarnir verða orðnir hraðari en 130nm örgjörvar.
Það voru einnig uppi margar vangaveltur um endurbætingar á kjarnanum sjálfum en svo virðist nú sem að þetta sé einfaldlega smækkun og ekkert meir. Það gæti þó þurft að uppfæra biosinn til að notfæra sér endurbæturnar ef þær eru til staðar en það verður bara að koma í ljós.
Það verður gaman að fylgjast með í framtíðinni en þessir nýju örgjörvar virðast allavega ekki ætla að bræða móðurborðið þitt
