Síða 1 af 2
Uppfært: Málið leyst og allir sáttir :)
Sent: Fim 14. Nóv 2013 14:33
af thalez
Góðan dag þið sem standið vaktina.
Spekkarnir á tölvunni: Stk. Lýsing.: Verð pr/ein. Verð.
1 Móðurborð - Intel - 1156 - MSI P55-GD55 4xDDR3 1333 2XeSATA 22.860 Kr. 22.860 Kr.
1 Örgjörvi - 1156 - Intel Core i5 750 Lynnfield 2.66GHz Quad-Core 36.860 Kr. 36.860 Kr.
1 Minni - DDR3 Minni 1333 MHz - CSX ORIGINAL (PC3-10600) 4GB 2x2048MB 17.860 Kr. 17.860 Kr! .
1 Harður Diskur - 3.5\" - S-ATA2 - Seagate Barracuda 7200.12 1000GB 13.860 Kr. 13.860 Kr.
1 Skjákort - PCI-E - NVIDIA - Sparkle GeForce GTX 460 768MB GDDR5 36.860 Kr. 36.860 Kr.
1 Geisladrif - DVD Skrifari - Sony OptiArc BR-5240S DVD+/- 24X S-ATA Sva 4.960 Kr. 4.960 Kr.
1 Þjónusta - Samsetning & Stilling á bios 3.860 Kr. 3.860 Kr.
1 Hugbúnaður - Stýrikerfi - Windows 7 Home Premium 64-Bita OEM 19.900 Kr. 19.900 Kr.
1 Kassi - 650W - Coolermaster Sileo 500 Turnkassi Hjóðeinangraður 26.720 Kr. 26.720 Kr.
Greiðslumáti: Staðgreitt
Heildarverð 184.540 Kr.Fyrir rúmri viku fór 3 ára gömul Pc tölva að láta illa; random freeze, BC Code 101, biosbeep (langt og stöðugt) og óstöðugleiki í Prime95 (einn örgjörvi stoppaði alltaf í "blend" test - hiti fór upp í 91 gráðu!). Ég opnaði hliðarhurðina á kassanum og sá að örgjörvaviftan var tengd í system fan en ekki í cpu fan á móðurborði. Mér skilst að það skipti engu máli. Ég fór til Tölvuvirkni, þar sem ég keypti tölvuna á sínum tíma. Tölvan hefur verið mjög stöðug og traust fram að þessu. Þegar ég skil tölvuna eftir, þá spyr ég um mögulegan kostnað. Afgreiðslumaðurinn segir að það sé bara ókeypis bilanagreining og svo skoðum við málið ef eitthvað kemur fram.
Þeir tóku við henni og hringdu í mig tveimur virkum dögum síðar. Mér var þá tjáð að örgjörvaviftan (stock Intel vifta) hafi verið skökk á og ekki kælt örgjörvann sem skyldi. Það var mjög eðlileg niðurstaða miðað við hitann. Ég bað þá að athuga með minnið... grunaði að það léti líka illa (sbr. vegna þess að blend-test klikkaði alltaf eftir 1 mín eða svo). Þá sögðust þeir líka hafa álagsprófað hana og að þeir hefðu rykhreinsað hana og sett nýtt kælikrem milli viftu og örgjörva (auk þess að setja örgjörvann aftur á sinn stað).
Ég sæki tölvuna, mér er tjáð að hún hafa komið vel út úr prófunum og borga tæpar 7000 kr fyrir (vegna klst vinnu við tölvu).
Ég kem heim og tengi hana. Ræsi hana og um leið heyrist langt biosbeep (sama og fyrir viðgerð/skoðun). Ég hringi og segi þeim frá því. Þeir segja hafa haldið að þetta væri hljóðið í viftu í kassa. Biosbeep er sérstakt hljóð sem allir sem kom að samsetningu tölva ættu að þekkja.
Ég fór inn í bios settings og prófaði mig áfram með því að slökkva á viðvörunum þangað til að hjóðið hætti (minnir að það hafi hætt þegar ég slökkti á powerfan 1 viðvörun). Ég endurræsti þá tölvuna og biosbeepið var farið. Hún ræsir sig og ég prófa að keyra Prime95 próf (blend test). Eftir 45-50 sek þá kemur sama villa upp... enn af þjörkunum (worker) stoppar og tilkynnir villu. Skil ekki hvernig þetta hafi ekki komið fram í klst vinnu.
Ég hef samband við Tölvuvirkni og þeir segja mér að koma með hana aftur til sín. Í millitíðinni keyrði ég Memtest í eina klst (engin villa kom- hugsanlega ekki marktækt í svona stuttan tíma) og seagate- hdd tools prófun í 3 klst sem skilaði ekki heldur villu.
Ég fór með tölvuna aftur síðasta laugardag. Á þriðjudeginum hringi ég til að athuga með tölvuna. Þá kemur í ljós að hún hafi verið sett í hilluna fyrir kláruð verk... ok...

Ég fékk svo símtal í gær þar sem sagt er að þeir haldi að þetta sé minnið (munið að ég bað þá að athuga þetta í fyrsta skiptið). Þeir höfðu sett annað minni í og þá kom engin villa í álagsprófun.
Ég segist ætla að koma við og ná í hana sem fyrst. Hann býður mér "nýtt" minni, enda sé hið gamla bilað. Ég er hikandi... vil skoða nýtt og notað minni á vaktinni og finna góðan díl. Hann segist geta látið mig fá notað minni á 9þ með 3 mán ábyrgð.
Ég fæ þá upplýsingar síðar um daginn að það sé "lifetime warranty" á minnum frá fyrirtækjum sem framleiða minnið sem er í tölvunni (memory module).
Af hverju nefnir hann það ekki (kemur skýrt fram á heimasíðu framleiðenda)?
http://www.compustocx.de/?site=content&id=7&group_id=falseThe following CSX products carry a life time warranty:
[...]
Memory modules
[...]
Nú vantar mig ráðleggingar: Á ég að sætta mig við það að greiða tæpar 7.000 kr fyrir viðgerð/bilanagreiningu sem virðist ekki hafa verið kláruð og kaupa svo notað minni á 9.000 kr (færi úr 1333 4Gb í 1600 8Gb) eða á ég að sækja tölvuna og biðja um endurgreiðslu og/eða fara með hana eitthvað annað?
Með fyrirfram þökkum.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 14:36
af tlord
miðað við þekkinguna sem þú virðist hafa, hefðiru hreinlega átt að sleppa því að setja tölvuna í viðgerð!
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 14:38
af MatroX
í stuttu svari nei þá áttu ekki að sætta þig við 7000kr reikning fyrir að fá svona hörmulega þjónustu,
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 14:41
af playman
Mér fynnst eins og ég hafi lesið þetta áður..
bara man ekki hvaða þráður það var, en mig minnir einmitt að það hafi verið tölvuvirkni líka.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 14:45
af AntiTrust
Fyrsta spurningin mín er - Afhverju ertu að setja tölvuna í viðgerð á annað borð, þegar þú getur augljóslega keyrt og lesið úr nákvæmlega sömu prófum og verkstæði gera, og líklega sjaldan af svona mikilli nákvæmni?

En þú verður þó að athuga að margir framleiðendur bjóða upp á lifetime warranty, en á móti kemur að þú þarft oft að standa straum af kostnaði við sendingar erlendis til framleiðanda til að fá nýtt í staðinn, og þá er biðtíminn sem eru oftast 3-6 vikur undanskilinn.
Eins og ég skil ferlið er einungis verið að rukka þig 7þús kr. fyrir bæði skiptin sem þú fórst með tölvuna, sem mér finnst í rauninni ekkert ósanngjarnt, en að sama skapi hefði ég reynt að finna betri málamiðlun þar sem þú fórst með tölvuna tvisvar út af sama vandamáli, sem kostar þig keyrslu og tíma.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 14:48
af Moldvarpan
Ég hef lent í svipuðum aðstæðum með þessa verslun.
Ég var búinn að prufa minninn hjá mér, og sá greinilega að þau virkuðu ekki rétt. Setti önnur minni í tölvuna og þá virkaði hún fínt.
Svo ákvað ég að fara með minninn í Tölvuvirkni þar sem það átti að vera lífstíðarábyrgð á þeim.
Til að gera langa sögu stutta, þá þurfti ég að borga þeim fyrir að "prófa" minninn, og segja mér að það var ekkert að þeim. Sem augljóslega var rangt.
Ég hef ekki stigið fæti inní þessa verslun eftir það.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 14:55
af Dúlli
Getur fengið DDR3 4Gb hér á vaktinni vanalega notað í kringum 4.000,- krónur og stundum er hægt að lenda á flottu 8Gb pakka. En málið er þá hvort þú nennir að bíða.
Varðandi vinnsluminnið þá nei ég myndi ekki taka þessu. Það er lífstíðarábyrgð hjá framleiðandi en ekki endilega hjá endursölu aðila. Það er aðeins 2 ára raftækja ábyrgð á íslandi samkvæmt lögum nema eithvað annað sé tekið fram. Ástæða fyrir því að þú færð 3 mánuði er sú að þetta er notað vinnsluminni sem hann er að bjóða þér.
Sko það er hægt að skilja þetta á 2x vegum, Allt fer eftir því hvað þú sagðir þeim. Hvort þú sagðir við þá að redda vandamálinu eða hvort þú sagðir þeim að láta hringja í sig ef það skildi bætast við kostnaður.
Annars eru tölvuvirkni þéttir fyrir þetta. þeir skilja oft þegar fólk kemur með tölvu í skoðun að þeir eigi að laga hana. Veit um eitt atvik þar sem einstaklingur sem ég þekki fór með tölvunna til þeirra og það átt að skoða af hverju hún ræsir sig ekki. Þetta endaði þannig að móðurborðið var ónýtt og þeir skelltu inn öðru án þess að spurja og rukkuð fyrir samsetningu á tölvu og nýtt móðurborð.
Bætt Við : Heimtaðu endurgreiðslu eða útskýringu fyrir þessu ferði. Eins og þú sagðir þetta átti að vera frítt.
Baðstu þá um að skipta um kælikrem og rykhreinsa ?
Hvernig gat verið slökkt á kælingunna ? var hún ekki í gangi þegar þú kíkktir inn ? eða er ég að misskilja ?

Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 15:17
af chaplin
Ég hélt nú að það væri lífstíðarábyrgð á öllum vinnsluminnum, ertu viss um að gamla minnið þitt sé ekki bara í ábyrgð?
Annars ef þú fórst með tölvuna í rykhreinsun, skipt um hitaleiðandi krem og hún stóðst álagsprófanir, sem hún gerði svo augljóslega ekki þegar þú varst kominn með tölvuna aftur í hendur og hagaði sér nákvæmlega eins og áður en hún fór til þeirra myndi ég krefjast þess að fá endurgreitt fyrir allt nema þá kannski rykhreinsunina enda virðist svo vera sem ekkert annað hafi verið gert.
Varðandi að kaupa nýtt (notað) minni frá þeim (sem mér finnst fáranlegt þar sem ég myndi halda að gamla minnið væri í ábyrgð), þeir gefa þér svo sem ágætan afslátt eða miða við 70% af verðinu en svo kemur það að þú færð bara 3 mánuði í ábyrgð sem er
fáranlegt þar sem eins og ég segi aftur, hef ég aldrei rekist á vinnsluminni sem er ekki í lífstíðarábyrgð frá framleiðanda. Það er þó rétt að taka fram að þeir
þurfa ekki að bjóða þér meira en 2 ár í ábyrgð skv. neytendalögum, en á vefsíðunni hjá þeim stendur ekkert um ábyrgðina á þeim heldur vísa þeir á vefsíðu framleiðandans og þar kemur fram "lifetime warranty", hvort þeir vilji heiðra það er þeirra mál, en þar sem allar aðrar verslanir gera það finnst mér svarið vera einfalt.
Mér finnst þetta mjög skrítið mál og ef þetta er rétt sem þú segir að þá hafa þeir aldeilis skitið í heyið, væri gaman að heyra þeirra hlið á þessu, einnig hvort það sé ekki misskilningur með vinnsluminnið og hvernig þeir vilja bæta úr stöðunni. Endilega leyfðu okkur að fylgjast með þessu.
AntiTrust skrifaði:Eins og ég skil ferlið er einungis verið að rukka þig 7þús kr. fyrir bæði skiptin sem þú fórst með tölvuna, sem mér finnst í rauninni ekkert ósanngjarnt, en að sama skapi hefði ég reynt að finna betri málamiðlun þar sem þú fórst með tölvuna tvisvar út af sama vandamáli, sem kostar þig keyrslu og tíma.
Það er ókeypis bilunargreining og gerðu þeir því ekkert nema að skipta um hitaleiðandi krem og rykhreinsun, sem tekur ekki meira en 5-10 mínútur, finnst það heldur gróft að rukka hann um tæpar 7.000 kr fyrir það. Auk þess þar sem þeir tengdu viftuna í system fan en ekki cpu fan, ef örgjörvinn hefur verið að hitna mikið hefur ekki verið nein stýring í sys fan til að keyra viftuna upp og kæla hann betur.
Líka þegar þú hefur borgað fyrir fulla vinnu, fengið tölvuna nákvæmlega eins til baka, að þá færðu forgang þegar þú kemur með hana aftur og borgar ekki aftur fyrir vinnuna sem þú hefur greitt fyrir.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 15:46
af Klemmi
Þú hefðir aldrei átt að greiða þessar 7.000kr.- til að byrja með.
Þeir auglýsa og nefna við þig fría bilanagreiningu, ef þeir ákveða að eiga eitthvað við tölvuna í tilgangi þess að gera við hana án þess að tala við þig fyrst, þá geta þeir ekki búist við að þú greiðir fyrir það. S.s. rykhreinsunin, útskipti á kælikremi o.s.frv. er eitthvað sem þú baðst ekki um og þeir geta því ekki rukkað þig fyrir það.
Auðvitað skil ég vel að fólk sé tilbúið til að greiða fyrir góða þjónustu, og ef að tölvan hefði virkað sem skyldi þegar hún kom frá þeim að þá býst ég við að þú hefðir alveg verið sáttur með þessar 7.000kr.-, en það er hins vegar prinsipp mál að fyrst þeir auglýsa fría bilanagreiningu að þá má ekki gefa þeim færi á að rukka fyrir þjónustu sem aldrei var beðið um.
ALLAVEGA. Þá eins og bent hefur verið á, þá eru flestir minnisframleiðendur með lífstíðarábyrgð á minnum. Ég veit þó ekki hvernig skilmálarnir eru hjá öðrum verzlunum heldur en Tölvutækni varðandi þetta, en við allavega auglýsum þetta og virðum. Ef tölva sem var keypt fyrir 5 árum hjá okkur kemur inn í viðgerð og það kemur í ljós að minnið er bilað, þá skiptum við um það frítt, og ég vona að flestar aðrar verzlanir geri það, þó svo að þeim beri ekki skylda til, nema þeir hafi sjálfir auglýst lífstíðarábyrgð. Rétturinn er s.s. ekki þín megin varðandi þetta, en mér finnst að Tölvuvirkni geti alveg sýnt þann liðleika að skipta allavega um vinnsluminni fyrir þig, þó þeir rukki svo fyrir vinnuna.
Ef ég væri í þínum sporum myndi ég byrja á því að ræða við þá, sjá hvort þið getið ekki komist að einhverri góðri niðurstöðu í sameiningu. Ef þeir vilja hins vegar ekkert fyrir þig gera að þá myndi ég sjálfur bara sætta mig við tapaðar 7.000kr.-, hætta viðskiptum við þá og ráðleggja vinum og vandamönnum að gera slíkt hið sama.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 15:58
af AntiTrust
chaplin skrifaði:Líka þegar þú hefur borgað fyrir fulla vinnu, fengið tölvuna nákvæmlega eins til baka, að þá færðu forgang þegar þú kemur með hana aftur og borgar ekki aftur fyrir vinnuna sem þú hefur greitt fyrir.
Hm, mér finnst þú vera að misskilja þetta eins og hann hafi greitt tvisvar fyrir vinnuna, sem er alveg öfugt m.v. hvernig ég skil þetta.
@OP - ekki borgaðiru fyrir seinni viðgerðina?
En ég er auðvitað á því máli að það hefði átt að veita samdægurs forgangsþjónustu, það finnst mér lágmark þegar viðgerð heppnast ekki, sem er m.a. það einföld að hún er leyst með útskiptum á minnum (þ.e. þá getur bilanagreiningin ekki verið það tímafrek.)
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 16:16
af thalez
Eg prófaði mig áfram með því að leita að bc code 101 og svo þaðan áfram. .. allar þessar prófanir eru i raun eftir ráðleggingum a netinu. Þá spurði eg líka nokkra tölvufróða menn um ráð. Þó maður hafi takmarkaða þekkingu a tokvubilanagreiningu, þá finnst mer heldur Halla a mer i þessum viðskiptum sbr það sem stendur her að ofan. Eg held að eg leiti að minni her. Ef eg hefði haft tól og tæki til að bilanagreina sjálfur, þá hefði eg auðvitað gert það.
Viftan var skökk í. .. ekki slökkt a henni. Eg greiddi 7000 eftir fyrstu heimsóknina. .. a enn eftir að sækja hana aftur.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 16:21
af AntiTrust
Ef vélin er keypt hjá Tölvuvirkni upphaflega, athugaðu þá hvort þeir skipti minninu ekki út frítt fyrir þig. Annars bara kudos fyrir að geta bilanagreint þetta vel með hjálp frá Hr. Google

Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 16:25
af chaplin
AntiTrust skrifaði:chaplin skrifaði:Líka þegar þú hefur borgað fyrir fulla vinnu, fengið tölvuna nákvæmlega eins til baka, að þá færðu forgang þegar þú kemur með hana aftur og borgar ekki aftur fyrir vinnuna sem þú hefur greitt fyrir.
Hm, mér finnst þú vera að misskilja þetta eins og hann hafi greitt tvisvar fyrir vinnuna, sem er alveg öfugt m.v. hvernig ég skil þetta.
@OP - ekki borgaðiru fyrir seinni viðgerðina?
En ég er auðvitað á því máli að það hefði átt að veita samdægurs forgangsþjónustu, það finnst mér lágmark þegar viðgerð heppnast ekki, sem er m.a. það einföld að hún er leyst með útskiptum á minnum (þ.e. þá getur bilanagreiningin ekki verið það tímafrek.)
Nei ég skil þetta eins og hann hafi ekki, eða sé amk. ekki búinn að greiða neitt fyrir seinni viðgerðina, mér finnst hinsvegar fáranlegt að hann skuli hafa verið rukkaður fyrir fyrstu "viðgerðina" sem augljóslega var ekki framkvæmd (amk. ekki nægilega vel) og fáranlegra ef hann fær hana ekki endurgreidda. Ef ég væri í hans sporum myndi ég vilja fá endurgreitt, hafna tilboðinu sem hann fékk á notuðum minnum með 3 mánaða ábyrgð og fara með viðskiptin annað.
Ef þeir hefðu skipt um minni strax og rukkað hann fyrir vinnuna fyrir það að skipta um vinnsluminni væri þetta allt annað mál enda hefði ég haldið að minni væru í ábyrgð en auðvita ekki vinnan, finnst það erfitt að rukka hann fyrir að skipta um hitaleiðandi krem því þeir tengdu örgjörva viftuna vitlaust og ef örgjörvinn er búinn að keyra í +90°c út af því vandamáli er skiljanlegt að kremið hefði einfaldlega skemmst og þá ættu þeir að bæta það og tengja viftuna rétt (sem OP er að vísu búinn að gera) ókeypis.
Einnig, allt það sem Klemmi sagði.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 16:35
af braudrist
Tölvuvirkni er bara sorp búlla með drasl merki. Ég mundi persónulega aldrei versla neitt þaðan.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 16:40
af AntiTrust
braudrist skrifaði:Tölvuvirkni er bara sorp búlla með drasl merki. Ég mundi persónulega aldrei versla neitt þaðan.
Tek það fyrst fram að ég er á engan hátt tengdur eða hlyntur Tölvuvirkni umfram aðrar verslanir - En þeir selja sömu merki/vörur og flestar aðrar tölvuverslanir.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 17:20
af Televisionary
Hefði ekki verið réttast að leita til Tölvuvirkni og reyna að ná einhverju samkomulagi um þetta. Ég hef verslað við Björgvin frá því hann var í bílskúrnum suður með sjó með búðina og alltaf fengið topp þjónustu sama á hverju dynur.
Gleymum því ekki að það eru 2 hliðar á öllum málum.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 18:49
af mind
AntiTrust skrifaði:braudrist skrifaði:Tölvuvirkni er bara sorp búlla með drasl merki. Ég mundi persónulega aldrei versla neitt þaðan.
Tek það fyrst fram að ég er á engan hátt tengdur eða hlyntur Tölvuvirkni umfram aðrar verslanir - En þeir selja sömu merki/vörur og flestar aðrar tölvuverslanir.
Enda gefur setningin meiri lýsingu á skrifandann heldur Tölvuvirkni. Eflaust þyrfti maður að hafa sig allan við ef maður ætlaði koma illa útúr viðskiptum við Tölvuvirkni.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 19:47
af thalez
Við skulum hafa eitt a hreinu. Ég var að spyrja ráða fyrst og fremst... ekki að koma höggi á fyrirtækið eða starfsmenn þess. Þó að mér finnist þessi viðskipti mín ekki alveg eins og ég hefði vilja hafa þau, þá get ég engan veginn séð hvernig sé hægt að alhæfa um ágæti fyrirtækisins eða hvort að það hjálpi malinu áfram. One love. .. Ok?
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fim 14. Nóv 2013 20:15
af paze
Finnst skrítið að þeir komi svona fram við þig.
Ég var með tölvu með móðurborð sem bilaði endalaust, fékk nýtt 3x eða eitthvað og aldrei þurfti ég að borga neitt.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fös 15. Nóv 2013 03:43
af Gúrú
Televisionary skrifaði:Hefði ekki verið réttast að leita til Tölvuvirkni og reyna að ná einhverju samkomulagi um þetta. Ég hef verslað við Björgvin frá því hann var í bílskúrnum suður með sjó með búðina(1) og alltaf fengið topp þjónustu sama á hverju dynur(2).
Þér dettur ekki í hug að þessir hlutir gætu tengst?
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fös 15. Nóv 2013 12:17
af thalez
Jæja, þá er ég búinn að hringja í Tölvuvirkni til að athuga hvort að tölvan sé tilbúin. Sá sem svarar segir að svo sé. Hann segir að niðurstaðan sé að minnið sé bilað. Ég rek fyrir hann allt málið og segi skoðun mína að mér finnist þetta vera einkennileg þjónusta og að ég sé ekki sáttur. Hann svara mér að tölvan sé tilbúinn og að ég þurfi að borga skoðunargjald 3900 kr og þá geti ég fengið hana afhenta. Það þýðir s.s. að ég eigi að borga 7000 kr + 3900 kr til að fá að vita að minnið sé bilað í tölvunni. Bónusinn sé sá að tölvan var rykhreinsuð (að mestu) og kælikrem úr gulli

var sett á örrakælinguna. Athugið að ég fór með hana aftur í viðgerð af því að ég fékk hana aftur með sömu vandamál og áður en hún fór í viðgerð í fyrsta skipti (sjá að ofan).. hummmm.
Þegar ég fór með hana í seinna skiptið, þá spurði ég sérstaklega hvort að ég þyrfti að borga aftur - nei segir afgreiðslumaðurin... þið munið að mér var sagt í fyrra skiptið að hún yrði bilanagreind (ókeypis) og SVO yrði ákveðið með framhaldið... ég mætti svo til að fá að vita að það hefði verið gert við hana (án samráðs við mig) og að ég ætti að borga 7000 kr. fyrir viðgerðina (sem reyndist svo ekki vera viðgerð). Nú kemur í ljós að ég á að greiða aftur fyrir viðgerð!
Ég spyr aftur hvort að þeim finnist þetta eðlilegt. Ég er beðinn um að hinkra augnablik í símanum. Stuttu seinna er mér tjáð að ég geti náð í tölvuna OG að þeir ætli að fella niður viðgerðar/skoðunargjaldið... ok...
Ég þakka fyrir mig og kveð. Mér þætti gaman að vita hver HIN HLIÐIN á málinu sé...
Mér skilst að Tölvutækni og Kíslidalur séu með solid þjónustu. Att.is hefur líka reynst mér vel. Ég er að spá í að setja enn 4GB 1600mhz kubb í hana á 7000 kr og bæta svo við öðrum bráðlega ásamt nýju skjákorti.
Þetta ævintýri mun því kosta mig a.m.k. 14.000 kr (nýtt minni + viðgerð/ekki-viðgerð kostnað).
Úfff... ég er ekki sáttur.

Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fös 15. Nóv 2013 12:45
af rapport
Mér finnst þetta dýrt.
Ef gert er við bíl án þess að þú óskir eftir því þá máttu neita að borga og þeir geta þá sett gamla hlutinn aftur í.
6.gr laga um þjónustukaup
6. gr. Seljanda þjónustu er skylt að veita upplýsingar um hvort fyrirhuguð kaup á þjónustu eru óhagkvæm fyrir neytandann að teknu tilliti til kostnaðar við verkið með hliðsjón af verðgildi hlutarins eða öðrum atriðum sem áhrif hafa á hagkvæmni þeirrar þjónustu sem óskað er eftir.
Verði seljanda ekki ljóst að fyrirhuguð kaup á þjónustu eru óhagkvæm fyrr en vinna er hafin eða að verð þjónustunnar muni verða verulega hærra en neytandi hefur mátt gera ráð fyrir skal seljandi tilkynna neytanda um það og óska eftir fyrirmælum um hvort frekari vinna skuli af hendi leyst. Hafi seljandi ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni, ekki óskað eftir fyrirmælum og ætla má að neytandi hefði hætt við samninginn að fengnum upplýsingum skulu greiðslur fyrir verkið miðast við að neytandi hefði dregið sig út úr samningnum á því stigi.
Þessi framkoma er ólögleg.
Þú þarft í mesta lagi að borga 3900 kr. skoðanagjald, allt hitt er eitthvað sem þeir gerðu óumbeðnir.
Það teldi ég a.m.k. eðlilegt.
En það sem ég yrði mest pirraður er að einhver hafi fokkað í tölvunni minni án leyfis... það er nánast dauðadómur hér innan heimilisins að nota tölvuna mína án þess að spyrja og hvað þá ef einhver gaur út í bæ gerir það.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fös 15. Nóv 2013 13:10
af chaplin
Ég á ekki orð og í raun veit ekki hvað ég á að segja, en þvílíkt spaug. Ég hreinlega skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að endurgreiða þér kostnaðinn, þeir gerðu vinnu sem þú baðst ekki um og eins og rapport ofl. hafa tekið fram er ólöglegt og ættir þú því ekki að greiða krónu fyrir það. Þetta er ekki lengur spurning hvort þeir eiga að gera þetta, þetta er skv. lögum og þá sérstaklega þar sem viðgerðin var augljóslega aldrei framkvæmd.
rapport skrifaði:Þú þarft í mesta lagi að borga 3900 kr. skoðanagjald, allt hitt er eitthvað sem þeir gerðu óumbeðnir.
Það teldi ég a.m.k. eðlilegt.
Hann fór fyrst, átti að bilunargreina tölvuna og átti það að vera ókeypis, var í staðinn send í viðgerð sem var ekki beðið um og rukkaður um 7.000 kr.
Hann fer aftur með hana til þeirra, bilunargreining er ókeypis, hann er ný kominn með tölvuna frá þeim úr viðgerð og fer hún upp í hillu. Svo þegar hann ætlar að sækja hana reyna þeir að klína á hann öðrum reikning, fyrir bilunargreiningu sem er ókeypis skv. vefsíðu þeirra en þetta sýnir auðvita líka að hún var aldrei bilunargrein til að byrja með og þá var hann samt sem áður rukkaður. Það sem gerir þetta eiginlega verra er að þeir fella ekki seinni reikninginn fyrr en hann fer að spyrjast nánar út í reikninginn.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fös 15. Nóv 2013 13:15
af Gúrú
Maður heldur alltaf að þeir hafi toppað sig endanlega í lélegri þjónustulund en það virðist aldrei vera satt.
Ímyndið ykkur hvernig þetta er í raun og veru yfir heildina þegar við fáum bara að frétta af því þegar Vaktarar lenda í svona, og samt er það sífellt.
Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni
Sent: Fös 15. Nóv 2013 13:38
af Tbot
Hvernig stendur á þessu.
Það er ekkert sem er frítt, það hangir alltaf einhvað á spýtunni.
Frekar að fara þangað sem tekur hóflegt skoðunargjald.
=> Það þarf að borga starfsmönnum laun fyrir vinnu sína og meiri líkur á að fá réttar upplýsingar.