Hérna tekur TomsHardware og ber saman GTX 780 Ti og R9-290x.
Best er bara að googl-a "GTX 780 TI review" og svo "R9-290X review".
Og enda á að leita eftir "GTX 780 ti vs R9-290X".
Ástæðan fyrir því að sumir hérna væru líklegir til að mæla frekar með single core GPU frekar en korti eins og HD 7990 eru vandamál með Crossfire og SLI.
Hef prufað að keyra GTX 680 SLI, GTX 670 SLI og HD 7970 crossfire og það er oft vesen með dual gpu setup. Getur upplifað micro stutter og lélegt scaling ofl.
Hef reyndar ekki prufað kort með Dual GPU, hef heyrt að það sé skárra varðandi micro stutter, en á móti kemur þá geturu lent í vandræðum með leiki sem eru ekki með SLI eða Crossfire stuðning ásamt því að upplifa scaling issues og að mínu mati er AMD alltaf seinni til með driver updates og stuðning við multi GPU setup (og bara almennt driver support). Einnig ef þú ætlar í multi monitor 5760 eða álíka í framtíðinni þá er Nvidia surround skárra en AMD eyefinity.
HD 7990 hefur einnig fengið mjög mismunandi dóma, keyrir heitt og mín reynsla er sú að SLI tæknin sé betri crossfire (en það getur breyst með tímanum og ný lína er komin út frá báðum framleiðendum síðan ég var að leika mér í þessu).
Var sjálfur með GTX Titan vatnskælt síðast, OC'd og fannst það algjör snilld, og GTX 780 Ti er að performa ennþá betur.
Og þetta er að sjálfsögðu bara brot af þeim upplýsingum sem þú gætir lesið þér til um ef þú leitar uppi reviews. Þessir framleiðendur eru mjög svipaðir en hafa samt mismunandi áherslur og kosti. Nvidia með skemmtilega tækni eins og Physx, á meðan AMD skilar sér oft betur í price/performance (svo lengi sem þú getur beðið í 2 vikur eftir að það komi út driverar fyrir nýjan leik og ef þú getur sætt við þig Crossfire tæknina ef þú ætlaðir að bæta við öðru korti seinna).
Nvidia SLI tæknin er ekki frí og móðurborðsframleiðendur þurfa að borga fyrir að hafa móðurborðin SLI ready, sem á móti hækkar verðin á móðurborðunum.
En þetta eru bara mínar skoðanir á þessu

Væri gaman að sjá upplistun á pros/cons fyrir bæði AMD og Nvidia frá fleiri vökturum.