Síða 1 af 1

Get ekki sett up leiki eða forrit

Sent: Lau 09. Nóv 2013 17:53
af Lexinn
Jæja, ég er búinn að reyna allt sem mér dettur í hug! Lenti sem sagt í því í gær að ég gat allt í einu ekki sett upp leiki eða önnur forrit. Þegar ég keyrir install þá stoppar það allt í einu og gefur mér þessa villu
An error occurred while trying to copy a file: The source file is corrupted.

Þetta gerist á mismunandi stöðum í uppsetningu.
Síðan get ég valið "Abort" "retry" eða "Ignore".

Ég er með ný uppsett Windows 7 og þar ætti nú allt að vera tipp topp, ég er alltaf að formata.
Ég reyndi að google-a þetta en fann ekkert sem gat hjálpað mér.
Mér datt í hug hvort þetta gæti verið tengt vinnsluminninu svo ég keyrði mem test og þar kom eitthver melding. Er þetta ekki líklegast orsök vandans?
Það keyra þó allir leikir sem ég hendi í hana eins og þeir ættu að gera, ekkert hökt eða vesen bara smooth.
Hefur einhver lent í svipuðu?

Þetta er gömul tölva:
E8400
HD4850
2x2GB 800MHz
Gamall 500GB harður diskur

Re: Get ekki sett up leiki eða forrit

Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:07
af Hnykill
Ég hef fengið svona villu á skemmdan harðan disk. var "bad sector" á honum þegar ég skannaði hann.

myndi byrja á því að skanna harða diskinn allavega.

Re: Get ekki sett up leiki eða forrit

Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:09
af Gúrú
Prófaðu að færa allt af minnislyklinum inn á harða diskinn og installa þaðan.

Ég myndi aldrei installa neinu >100Mb frá minnislykli og í raun aldrei bara svona þegar ég hugsa út í það.

Re: Get ekki sett up leiki eða forrit

Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:36
af Lexinn
Gúrú skrifaði:Prófaðu að færa allt af minnislyklinum inn á harða diskinn og installa þaðan.

Ég myndi aldrei installa neinu >100Mb frá minnislykli og í raun aldrei bara svona þegar ég hugsa út í það.

Re: Get ekki sett up leiki eða forrit

Sent: Lau 09. Nóv 2013 19:36
af Lexinn
Lexinn skrifaði:
Gúrú skrifaði:Prófaðu að færa allt af minnislyklinum inn á harða diskinn og installa þaðan.

Ég myndi aldrei installa neinu >100Mb frá minnislykli og í raun aldrei bara svona þegar ég hugsa út í það.


Ég meinti vinnsluminnið! Afsakið.